Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 52

Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 52
W.H. Auden Úr „The Age of Anxiety“ Fimmti hluti: Grímuleikur ,„,Ó, himnarnir hjálpi mér“, sagði hún, „til þess að vera hugprúð og breyta rétt“.“ Ronald Firbank: The Flower beneath the Foot Rósetta hafði sýnt karlmönnunum íbúðina og nú fannst þeim, þar sem þau voru á þönum milli eldhúss og stofú, smyrjandi samlokur og blandandi drykki, að tími væri til kominn að eitthvað spennandi gerðist og ákváðu að gera sitt besta til þess að það gæti orðið. Hefðu þau verið fullkomlega hrein- skilin við sjálf sig hefðu þau orðið að viðurkenna að þau væru orðin þreytt og vildu fara ein heim að sofa. Það, að þau gerðu það ekki, var að sjálfsögðu sumpart vegna hégómagirni þeirra, hræðslu þeirra við að vera orðin of gömul til að langa að skemmta sér eða of ljót til þess að eiga kost á því, en sumpart líka vegna ósíngirni þeirra, hræðslunnar við að eyðileggja skemmtunina fyrir hinum. Auk þess geta einungis dýrin, sem standa neðan við siðmenninguna, og englar, sem standa ofan við hana, verið fullkomlega hreinskilin. Mennirnir eru alltaf með leikaraskap, og geta ekki orðið neitt fyrr en þeir hafa áður þóst vera það; enda má skipta þeim, ekki í hræsnara og hreinskilna, heldur í þá heilbrigðu, sem vita hvenær þeir eru að þykjast, og brjálaða, sem vita það ekki. Og nú var það að Rósetta skrúfaði frá útvarpstækinu sem sagði: Hrífandi hljómlist. Fyrir hermenn um nóttu sem fagna í fríi meðfylgikonum, fyrir kappsama karla og konur að störfum, fyrir skelliglöð skáld og skelþunna náttmenn kynnum við kynstur afkrœfum lögum með ferlegum flokkum frummanna-sveita, Væringjavísur og Vandalasöngva með Göllum og Gautum og Gróbríönum Sarmötum, Sváfum og sveimum afKvöðum Skrœlingjum, Skröggum, með skerandi öskrum sem draga ykkur dátt til draumfylgsna sinna að dansa við dauðann uns dömurnar detta. Embill bauð Rósettu upp í dans. Hinir sátu og fylgdust með. Kvantur veifaði vindlinum í takt við tónlistina og söng við raust erindi úr ballöðu gullgrafarans. 50 á .Hr/y/óá - Tímarit þýðenda NR. II / 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.