Jón á Bægisá - 01.02.2007, Page 82

Jón á Bægisá - 01.02.2007, Page 82
Matthías Johannessen aldrei haft gaman af að vera á hestbaki, það er kannski vegna þess ég er fæddur og uppalinn í sveit.“ Svo kvöddust þeir og við gengum inn í Skálann. Auden svipaðist um. Hann pantaði kaffi handa tveimur. Mér fannst hann enn sama persónan og stendur á bak við skrifin í Letters from Iceland, hispurslaus, forvitinn. Eg sagði: „Þér eruð auðvitað orðinn dauðþreyttur á blaðamönnum.“ „Ég hef meira gaman af að hlusta á fólk en tala sjálfur.“ Hann kveikti sér í Lucky Strike. Hann hefur verið lengi í Ameríku. „Þér fóruð vestur á ísafjörð?" „Já, þar hef ég átt skemmtilegar stundir." „Finnst yður mikill munur á því Islandi sem þér nú hafið séð eða land- inu eins og það kom yður fyrir sjónir 1936?“ „Ég hef ekki verið hér nógu lengi til að geta svarað því. Það er samt augsýnilegt, að sums staðar er meiri velmegun. Hér eru margir einkabílar og vegirnir eru fleiri og betri en þá. Reykjavík er tvisvar sinnum stærri, framfarir augljósar. Nú er stór bátur í förum um Isafjarðardjúp, en þá þurfti maður að leigja sér mótorbát fyrir 40 krónur, eða 10 pund. Það var dýrt spaug. I þetta sinn hef ég ekki komizt í kynni við neitt, sem ekki er hverjum manni augljóst við fyrstu sýn. Utvarp er alls staðar, mér geðjast ekki að því. Og þó læt ég það vera í heimahúsum. Þar sem hægt er að skrúfa fyrir það. En mér líkar það ekki á opinberum stöðum. Ég hef heyrt, að ýmsir Reykvíkingar hafi reiðzt mér fyrir bókina. Þá var ég ungur og lét ýmislegt flakka. Stutt kynni af borg hljóta að vera yfirborðsleg, það sem maður getur metið er: arkitektúrinn og maturinn, hvorugt til fyrirmyndar 1936. En maturinn hefur vafalaust batnað síðan.“ „Er nokkuð sem þér saknið sérstaklega?“ „Nei. Landið er jafn æsandi. Norðrið hefur alltaf freistað mín. Fyrir tveimur árum fór ég til Hammerfest í Norður-Noregi. Það var stórkostlegt. Þjóðverjar lögðu þorpið í eyði 1945, hvert einasta hús, en nú hefur það verið byggt upp aftur.“ „Þér minnizt á Þjóðverja í Lettersfrom lcelandJ „Ég talaði um nazistana, sem voru hér á ferðalagi um svipað leyti og ég. Ég hitti bróður Görings á Akureyri.“ „Nei, það var á Hólum.“ „Jæja, einmitt á Hólum. Ég hitti líka einhverja Þjóðverja við Mývatn. Þeir voru alltaf að tala um Islendinga sem fyrirmynd germanska þjóð- flokksins. Það var óþolandi.“ „Á einum stað í bókinni verðið þér reiður vegna þessa skrafs Þjóðverja og segið að þeir geti þá átt þetta íslenzka þjóðfélag með gangsterdyggð Sagnanna, ef ég man rétt.“ 80 á Ææý’ásá — Tímarit þýðenda nr. 11 / 2007
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.