Jón á Bægisá - 01.02.2007, Side 86
Matthías Jobannessen
rímað eða órímað. Þetta væri einungis spurning um aukið frelsi. „Frelsið,“
sagði hann, „er gott fyrir þá sem vita, hvernig á að nota það. Hina getur
það eyðilagt. Frelsið leggur manni á herðar val og ábyrgð. Þegar áhrifa arfs-
ins gætir ekki lengur, taka við áhrif tízkunnar, en þau vara sjaldnast nema
árið út. Það getur verið hættulegt að kunna ekki að velja eða hafna. Mér
finnst skrýtið, þegar gagnrýnendur skrifa um skáld, eins og þau séu bílar.
Þeim er skipt í flokka eftir árgerð, skáld fimmta tugarins, sjötta tugarins,
o.s.frv. En póesían á lítið skylt við bíla.“
„Það hefur verið talað um að yðar kynslóð hafi lært af Eliot og hafi
verið mjög byltingasinnuð.“
„Við erum allir hefðbundnir í stíl og formi. En ekkert skáld getur
unað við það að endurtaka fortíðina. Það verður að finna sína eigin rödd.
Eins og maður hefur sína eigin skrift, verður hann að hafa sinn eigin tón.
Skáldið verður að hafa tilfinningu fyrir arfinum, en einnig verður það að
vita hvernig á að brjótast undan honum.“
„Getur menntun komið að gagni?“
„Nei.“
„En kunnátta í málinu?“
„Jú, auðvitað. Það er hægt að læra ákveðin grundvallaratriði í lífinu, en
þau geta aldrei verið endir á neinu, lífið sjálft er bezti kennarinn."
„Eg var að lesa eftir yður kvæðið i. september 1939 í gærkvöldi.“
„O, ég hata það Eg held það sé fölsun. Það er ekki skrifað með minni
hendi. Eg hef reynt að breyta því og laga það, en það hefur ekki tekizt. I
því er falskur tónn.“
„Eg man sérstaklega eftir þessari ljóðlínu: Við verðum að elska hvert
annað eða deyja.“
„Ó, þessi fræga lína! En hún er ónýtt rusl. Það hefur í för með sér
marga ókosti að vera gamall, en einn góðan kost: maður þekkir sjálfan sig
betur og takmörk sín. Og að deyja í þessari ljóðlínu er falskur tónn. Við
deyjum hvort eð er, það er um engan annan kost að ræða. Ef þessi lína
hefði gefið í skyn, að eitthvað deyi í okkur sjálfum, þá væri hún í lagi. En
hún gerir það bara ekki. Þannig verður ljóðið ósatt. Og maður má ekki
ljúga í ljóði.“
„Hvað lesið þér nú helzt af ljóðum?“
„Miðaldakvæði.“
„Mundi það bera vott um að þér séuð að gamlast?“
„Nei, ég hef alltaf haft ánægju af þessum kvæðum. Og ég hef lært af
þeim.“
„Voruð þér einhverntíma kommúnisti, eins og sagt hefur verið?“
„Eg var aldrei í Flokknum.“
„En þér voruð einhvers staðar á línunni?"
84
á Sœy/bá - Tímarit þýðenda nr. ii / 2007