Jón á Bægisá - 01.02.2007, Side 86

Jón á Bægisá - 01.02.2007, Side 86
Matthías Jobannessen rímað eða órímað. Þetta væri einungis spurning um aukið frelsi. „Frelsið,“ sagði hann, „er gott fyrir þá sem vita, hvernig á að nota það. Hina getur það eyðilagt. Frelsið leggur manni á herðar val og ábyrgð. Þegar áhrifa arfs- ins gætir ekki lengur, taka við áhrif tízkunnar, en þau vara sjaldnast nema árið út. Það getur verið hættulegt að kunna ekki að velja eða hafna. Mér finnst skrýtið, þegar gagnrýnendur skrifa um skáld, eins og þau séu bílar. Þeim er skipt í flokka eftir árgerð, skáld fimmta tugarins, sjötta tugarins, o.s.frv. En póesían á lítið skylt við bíla.“ „Það hefur verið talað um að yðar kynslóð hafi lært af Eliot og hafi verið mjög byltingasinnuð.“ „Við erum allir hefðbundnir í stíl og formi. En ekkert skáld getur unað við það að endurtaka fortíðina. Það verður að finna sína eigin rödd. Eins og maður hefur sína eigin skrift, verður hann að hafa sinn eigin tón. Skáldið verður að hafa tilfinningu fyrir arfinum, en einnig verður það að vita hvernig á að brjótast undan honum.“ „Getur menntun komið að gagni?“ „Nei.“ „En kunnátta í málinu?“ „Jú, auðvitað. Það er hægt að læra ákveðin grundvallaratriði í lífinu, en þau geta aldrei verið endir á neinu, lífið sjálft er bezti kennarinn." „Eg var að lesa eftir yður kvæðið i. september 1939 í gærkvöldi.“ „O, ég hata það Eg held það sé fölsun. Það er ekki skrifað með minni hendi. Eg hef reynt að breyta því og laga það, en það hefur ekki tekizt. I því er falskur tónn.“ „Eg man sérstaklega eftir þessari ljóðlínu: Við verðum að elska hvert annað eða deyja.“ „Ó, þessi fræga lína! En hún er ónýtt rusl. Það hefur í för með sér marga ókosti að vera gamall, en einn góðan kost: maður þekkir sjálfan sig betur og takmörk sín. Og að deyja í þessari ljóðlínu er falskur tónn. Við deyjum hvort eð er, það er um engan annan kost að ræða. Ef þessi lína hefði gefið í skyn, að eitthvað deyi í okkur sjálfum, þá væri hún í lagi. En hún gerir það bara ekki. Þannig verður ljóðið ósatt. Og maður má ekki ljúga í ljóði.“ „Hvað lesið þér nú helzt af ljóðum?“ „Miðaldakvæði.“ „Mundi það bera vott um að þér séuð að gamlast?“ „Nei, ég hef alltaf haft ánægju af þessum kvæðum. Og ég hef lært af þeim.“ „Voruð þér einhverntíma kommúnisti, eins og sagt hefur verið?“ „Eg var aldrei í Flokknum.“ „En þér voruð einhvers staðar á línunni?" 84 á Sœy/bá - Tímarit þýðenda nr. ii / 2007
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.