Jón á Bægisá - 01.02.2007, Side 91

Jón á Bægisá - 01.02.2007, Side 91
Ifylgd með Auden af slíku þóttist hann fátt finna í höfuðstaðnum. Á þessa áráttu hans bendir það, sem hann segir í bók sinni, að fjórir menn séu einkum athygli verðir í Reykjavík: „Óli Maggadon, við höfnina, Oddur Sigurgeirsson, alls staðar, Kjarval, málarinn, ogÁrni Pálsson, prófessor í Islandssögu.“ Þessi upptaln- ing hefir hneykslað suma, og hefir þeim þótt tveir þeir síðarnefndu eiga illa heima í þessum félagsskap. En hver treystir sér til að bera á móti því, að þessir fjórir menn settu sterkan svip á bæinn á þeim árum, auðvitað hver með sínum hætti? Það átti að vera mitt hlutverk að velja okkur dvalarstaði og útvega gistingu. Fyrst var ákveðið að staldra við í Borgarfirðinum, því prúða og söguríka héraði. Gistihúsakostur var þá enn minni en nú er, enda kaus Auden fremur að gista á sveitabýlum, taldi sig fá með því betri færi til að kynnast menn- ingu og atvinnuháttum, enda athugaði hann allt slíkt af gaumgæfni. Eg vildi helzt velja okkur dvalarstað í Norðurárdalnum, í grennd við Hreðavatn, þar sem náttúrufar er fjölskrúðugast: eldvarp, hraun, vatn, kjarr, skógur, laxár, fossar og tigin og margbreytileg fjöll. Leitaði ég því til gamalla gestgjafa minna, Þorbjarnar bónda Ólafssonar á Hraunsnefi og Guðnýjar konu hans. Þar gisti ég jafnan á jólaleyfisferðum vestur í Dali. Á Hraunsnefi var ekki stórbýli, en snyrtiheimili og skemmtilegur heim- ilisbragur, hjónin bæði gjörvulegt fólk, áttu föngulegar dætur, voru kát og gestrisin, einkum var Þorbjörn bóndi annálaður fjörmaður. Þarna leitaði ég skáldi mínu gistingar og var hún auðsótt, og reyndust þau Hraunsnefshjón viðtökuljúf eins og fyrri daginn. Undi Auden sér þar svo vel, að hann kom þangað aftur síðar um sumarið, þegar félagsskap okkar var slitið. Hefði ég varla getað fundið heppilegri gististað handa honum í upphafi ferðar, frjálsleg framkoma heimilisfólksins féll honum sérstaklega vel í geð. Það kom í ljós strax fyrsta kvöldið, að okkur Auden greindi mjög á um það, hvernig verja skyldi sumarkvöldunum. Eg hafði gert mér rómantískar vonir um að reika úti í guðs grænni náttúrunni í fögru umhverfi undir sól- arlag, en húsbóndi minn tók því víðs fjarri, kvaðst engan áhuga hafa á nátt- úrunni eftir kvöldmat og vildi spila. Mátti ég standa í því kvöld eftir kvöld að útvega honum spilafélaga. Einkum sóttist hann eftir félagsskap ungl- inga og vildi hafa sem flesta við spilaborðið og þótti hið mesta mein, þegar kveðja þurfti kvenfólk og börn frá spilum til að sækja kýr og mjalta. Var stundum erfitt að fá spilafólk, því að sveitafólk stundar lítt spilamennsku um hásláttinn, en oftast tókst þetta þó fyrir þrábeiðni Audens og löngun fólksins til að gera gestinum til geðs. Ekki vildi Auden spila bridge - eða wist eins og Phileas Fogg, heldur rommý, alltaf og ævinlega. Fæstir kunnu spil þetta, en hann var mjög þolinmóður við útskýringar, og varð ég að á .99/'/y/-)á - Hann gat ekki hætt að ríma 89
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.