Jón á Bægisá - 01.02.2007, Síða 93
I jýlgd meS Auden
rauðum, og tvennar buxur hafði hann meðferðis, gráar baðmullarbuxur
og reiðbuxur, sem hann var drjúgmontinn af, kvað hann föður sinn
hafa gengið í þeim í stríðinu 1914-18! Eg skammaðist mín dálítið fyrir
það á ferðalaginu, að ég var drjúgum betur til fara en þessi frægi maður,
enda kom það fyrir, að menn héldu í fyrstu, að ég væri skáldið en Auden
meðreiðarsveinninn, og hafði hann gaman af því.
Eftir góða vist á Hraunsnefi, stigum við upp í áætlunarbíl og héldum í ein-
um áfanga til Sauðárkróks. I þá daga átti bílasöngurinn sitt blómaskeið hér
á landi, farþegar styttu sér stundir með söng, á vondum vegum og leiðinleg-
um heiðum. Var bílasöngurinn þyrnir í augum sumra, sem „músikalskir"
þóttust og of fínir til að taka þátt í svo alþýðlegum söng. En Auden hafði
gaman af þessu og minnist á það í bók sinni. Get ég ekki stillt mig um að
vitna til þeirra ummæla, vegna þess að í þeim er eina lof, sem mér hefir
hlotnazt opinberlega - fyrir söng! Þar segir: „Það kom í ljós, að Ragnar
hafði góða baryton-rödd, kunni fleiri söngva og hafði meira sjálfstraust en
aðrir, svo að hann gerðist forsöngvari, en ég baslaði við að ná bassanum í
lögunum og tókst það stundum.“
Við fengum að skreppa snöggvast heim að Glaumbæ, og varð Auden
mjög hrifinn af þeim stað og myndaði gamla bæinn frá öllum hliðum.
Hefði hann gjarnan kosið að dveljast þar lengur.
Ekki leizt A. sem bezt á Sauðárkrók. Segir hann, að þorpið „gæti verið
byggt af Sjöunda dags aðventistum, sem væntu þess að fara til himna-
ríkis eftir fáeina mánuði, og hvers vegna þá að vera að gera sér rellu út
af smámunum?" ... Auden hafði meðferðis kynningarbréf frá einhverjum
til Jónasar Kristjánssonar og fórum við strax þangað og nutum hinnar
hispurslausu gestrisni læknishjónanna. Tókust brátt hinar þörugustu sam-
ræður milli Audens og húsráðanda um margs konar áhugamál beggja.
Auðvitað hlaut talið að koma þar niður um síðir, sem voru hollustuhættir í
mataræði. — Við skólapiltar að vestan höfðum oftsinnis komið við hjá þeim
frú Hansínu og Jónasi lækni á árunum 1930-34 (Kristján sonur þeirra var
bekkjarbróðir minn). Þótti okkur gott og skemmtilegt þar að koma, en
ekki með öllu vandalaust að ganga til matborðs. Húsráðendur sátu sinn við
hvorn borðsenda að venju. A borðsenda læknis var margt nýstárlegra rétta,
sem við sáum flestir í fyrsta skipti, og brögðuðust sumir þeirra skelfilega,
en húsbóndinn mælti mjög með jurtafæðu sinni með skynsamlegum rök-
um og rétti fötin oft til gestanna með viðeigandi formálum, en okkur þótti
illa sæma að þiggja ekki vistir úr hendi svo góðs gestgjafa, og kyngdum
sumum réttunum með tárin í augunum. En enga píndi læknir til að eta,
á Æayáiá - Hann gat ekki hætt að ríma
9i