Jón á Bægisá - 01.02.2007, Qupperneq 93

Jón á Bægisá - 01.02.2007, Qupperneq 93
I jýlgd meS Auden rauðum, og tvennar buxur hafði hann meðferðis, gráar baðmullarbuxur og reiðbuxur, sem hann var drjúgmontinn af, kvað hann föður sinn hafa gengið í þeim í stríðinu 1914-18! Eg skammaðist mín dálítið fyrir það á ferðalaginu, að ég var drjúgum betur til fara en þessi frægi maður, enda kom það fyrir, að menn héldu í fyrstu, að ég væri skáldið en Auden meðreiðarsveinninn, og hafði hann gaman af því. Eftir góða vist á Hraunsnefi, stigum við upp í áætlunarbíl og héldum í ein- um áfanga til Sauðárkróks. I þá daga átti bílasöngurinn sitt blómaskeið hér á landi, farþegar styttu sér stundir með söng, á vondum vegum og leiðinleg- um heiðum. Var bílasöngurinn þyrnir í augum sumra, sem „músikalskir" þóttust og of fínir til að taka þátt í svo alþýðlegum söng. En Auden hafði gaman af þessu og minnist á það í bók sinni. Get ég ekki stillt mig um að vitna til þeirra ummæla, vegna þess að í þeim er eina lof, sem mér hefir hlotnazt opinberlega - fyrir söng! Þar segir: „Það kom í ljós, að Ragnar hafði góða baryton-rödd, kunni fleiri söngva og hafði meira sjálfstraust en aðrir, svo að hann gerðist forsöngvari, en ég baslaði við að ná bassanum í lögunum og tókst það stundum.“ Við fengum að skreppa snöggvast heim að Glaumbæ, og varð Auden mjög hrifinn af þeim stað og myndaði gamla bæinn frá öllum hliðum. Hefði hann gjarnan kosið að dveljast þar lengur. Ekki leizt A. sem bezt á Sauðárkrók. Segir hann, að þorpið „gæti verið byggt af Sjöunda dags aðventistum, sem væntu þess að fara til himna- ríkis eftir fáeina mánuði, og hvers vegna þá að vera að gera sér rellu út af smámunum?" ... Auden hafði meðferðis kynningarbréf frá einhverjum til Jónasar Kristjánssonar og fórum við strax þangað og nutum hinnar hispurslausu gestrisni læknishjónanna. Tókust brátt hinar þörugustu sam- ræður milli Audens og húsráðanda um margs konar áhugamál beggja. Auðvitað hlaut talið að koma þar niður um síðir, sem voru hollustuhættir í mataræði. — Við skólapiltar að vestan höfðum oftsinnis komið við hjá þeim frú Hansínu og Jónasi lækni á árunum 1930-34 (Kristján sonur þeirra var bekkjarbróðir minn). Þótti okkur gott og skemmtilegt þar að koma, en ekki með öllu vandalaust að ganga til matborðs. Húsráðendur sátu sinn við hvorn borðsenda að venju. A borðsenda læknis var margt nýstárlegra rétta, sem við sáum flestir í fyrsta skipti, og brögðuðust sumir þeirra skelfilega, en húsbóndinn mælti mjög með jurtafæðu sinni með skynsamlegum rök- um og rétti fötin oft til gestanna með viðeigandi formálum, en okkur þótti illa sæma að þiggja ekki vistir úr hendi svo góðs gestgjafa, og kyngdum sumum réttunum með tárin í augunum. En enga píndi læknir til að eta, á Æayáiá - Hann gat ekki hætt að ríma 9i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.