Jón á Bægisá - 01.02.2007, Síða 95
Ifylgd meö Auden
mér aspirín-skammta. Svaf ég fast í tvo tíma og spratt þá upp alheill, og
varð A. því feginn mjög. - Af þessum atburði stafar viðvörun hans í bók-
inni um að drekka ekki kaffi ofan á skyr.
Síðasta daginn, sem við vorum á Hólum, barst sú fregn, að Herbert
Göring væri á leiðinni sunnan Kjöl og bæðist gistingar. Göring þessi var
bróðir nazistaforingjans feita, Hermanns Görings, og var ráðuneytisstjóri
í Berlín, eða eitthvað þess háttar. Kom hann ríðandi að sunnan með fjöl-
mennu föruneyti. Séra Knútur Arngrímsson var túlkur hans og leiðsögu-
maður, en auk hans munu hafa verið einn eða fleiri íslenzkir fylgdarmenn
og hestasveinar.
Auden varð ókvæða við þessa gestafrétt, en hann var mikill óvinur
nazista eins og fyrr segir. Þótti honum það lítt bærileg tilhugsun að þurfa
að gista heila nótt í sama húsi og slíkur maður. Valdi hann nazistum hin
hæðilegustu orð og geisaði mjög. Var honum jafnvel ofarlega í huga að
fara frá Hólum þá þegar, en átti ekki kost á neinni ferð. Lét hann nokkuð
sefast, en ræddi mjög um það hvaða svívirðu hann gæti gert Göring. Er
sumt af því, sem honum hugkvæmdist þá, engan veginn prenthæft í jafn-
virðulegu tímariti sem þessu!
Undir kvöldið reið Göring í hlað á Hólum með fríðu föruneyti, hófa-
dyn og jóreyk; var för hans hin hermannligasta, og glampaði kvöldsólin á
þýzku leðurstígvélin. Þýzkir slógu þegar tjöldum úti í túnjaðri og kom því
ekki til þess, að Auden þyrfti að búa undir sama þaki og Göring.
Morguninn eftir snæddu allir gestimir árbít inni í stofu. Voru þeir þar
mestir virðingamenn, Auden og Göring, og sátu saman. Ræddust þeir við
af miklu fjöri, bæði á ensku og þýzku, og sýndu hvor öðrum hæversku að
hofmanna hætti og kvöddust síðan með hneigingum og hælasamslætti.
Fór því svo giftusamlega, að heimsstyrjöldin hófst ekki á Hólum í Hjalta-
dal þennan sólbjarta sumarmorgun.
Eftir nýtt hringsól með mjólkurbílnum komum við aftur á Sauð-
árkrók. Jónas læknir hafði þá útvegað okkur dvöl og gistingu á Ulfsstöð-
um í Blönduhlíð að Jóhanns bónda. Höfðum við þar góða vist. Enn fórum
við í reiðtúr og fengum að þessu sinni skagfirzka fjörhesta. Réð ég ekkert
við minn og Auden enn síður við sinn, en ég átti fullt í fangi með að
stýra gæðingnum og gat engar gætur gefið skáldinu. Munaði minnstu að
fákarnir kæmu mannlausir í hlaðið á Miklabæ eins og hestur séra Odds
forðum, en þar námum við staðar, og veit ég ekki, hvort A. datt af baki á
leiðinni, en líklegt þykir mér það.
Næsti áfangastaður var Akureyri, og leizt Auden stórum betur á þann
stað en Reykjavík. Hann hreifst strax af þeim viðtökum, sem við fengum
þar kvöldið, sem við komum þangað. Eg átti fjölda vina og skólasystkina
á Akureyri og var strax umkringdur glaðværum og fagnandi hópi, er ég
á - Hann gat ekki hætt að ríma
93