Jón á Bægisá - 01.02.2007, Qupperneq 106

Jón á Bægisá - 01.02.2007, Qupperneq 106
SigurðurA. Magnússon Auden kvaðst vera af íslensku bergi brotinn í fbðurlegg, og væri ætt- arnafn hans komið af íslenska heitinu Auðunn. Munu íslenskir áar hans hafa sest að á Bretlandi fyrir mörgum öldum. W.H. Auden kom frammá sjónarsviðið ungur að árum og vakti þá þegar athygli. Fyrsta bók hans, Poems, kom út 1930 þegar hann var 23ja ára gamall, og eftir það rak hver bókin aðra. Þegar hann stóð á þrítugu hafði hann valdið vatnaskilum í enskumælandi skáldheimi og um hann myndast ‘skóli’ róttækra umbótaskálda með vakandi auga fyrir misfellum samfélagsins. Vert er að gera sér grein fyrir, hvernig umhorfs var á alþjóðavettvangi á árunum þegar Auden og samherjar hans létu mest til sín taka. Eliot hafði þá þegar dregið upp mynd af eyðilandi nútímamenningar í The Waste Land, en var ekki enn lagður af stað í pílagrímsför sína til trúariegrar lausnar á vandanum. Hart Crane, eitt efnilegasta ljóðskáld Bandaríkjanna, hafði reynt að skapa jákvæða táknmynd af Amríku í kvæði sínu ‘The Bridge’ til að vega uppámóti mynd Eliots, en taldi sér hafa mistekist og drekkti sér. Heimskreppan hafði riðið yfir, rússnesku hreinsanirnar voru í uppsiglingu og borgarastyrjöldin á Spáni svipti hinn vestræna heim síðustu sjálfsblekk- ingum sínum. Þannig var bakgrunnur fyrstu verka Audens, og þau bera þess greinileg merki. Það var á þessum árum sem hann samdi eitt merkilegasta verk sitt, The Orators, sem hann afneitaði síðar (hann hefur alla tíð verið haldinn kynlegri vantrú á gildi verka sinna). Þar fjallar hann um hið borgaralega samfélag og notar um það táknmynd óvinarins. Dregin er upp ljós mynd af eilífri baráttu listamannsins við þjóðfélagið. En jafnframt samfélags- ádeilunni er að finna í verkinu rödd hrópandans, spámannlega viðvörun við atburðum sem áttu eftir að eiga sér stað. Spámannsgáfuna á Auden sameiginlega með írsku skáldunum Yeats og Joyce. Sé skáldferli Audens skipt í þrjú meginskeið, þá einkennist annað skeiðið af heimsflakki hans. Hann ferðast land úr landi og yrkir um hvað- eina sem fyrir augu og eyru ber. Þessi kveðskapur hefur sömu annmarka og mörg af ljóðum Byrons, t.d. ‘Don Juan’ og ‘Day of Judgment’: hann er of bundinn stað og tíma. Af þeim sökum verður sennilega álitlegur partur af kveðskap Audens gleymdur eða misskilinn afkomandi kynslóðum. Hann hefur verið nefndur ‘blaðamaður í bundnu máli’, og gefur það hálfsanna mynd af skáldinu. Það má teljast glettni örlaganna, að Auden hefur eink- um átt vinsældir sínar að þakka umræddum ‘blaðamannshæfileikum’, en hitt fer tæpast milli mála að hann mun fyrst og fremst lifa sem skáld fyrir lýrískan kveðskap sinn. Auden er gæddur þeim fágæta hæfileika að geta ort um svo að segja hvað sem vera skal. Hann getur snúið fyrirsögnum dagblaða í tærasta skáld- 104 á .ÁSffy/'iá - Tímarit þýðenda nr. ii / 2007
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.