Jón á Bægisá - 01.02.2007, Page 108

Jón á Bægisá - 01.02.2007, Page 108
SigurðurA. Magnússon Þráttfyrir róttækar byltingarskoðanir í öndverðu hefur Auden alla tíð verið meðvitaður um samhengi sögu og menningar og lagt ríka rækt við andlega forfeður sína. Hefur hann ef satt skal segja búið sér til einskonar persónulega ‘goðafræði’ þarsem hver þessara ‘forfeðra’ er tákn ákveðins viðhorfs eða eiginleika. Meðal þeirra eru menn einsog Herman Melville, Henry James, W.B. Yeats, Matthew Arnold, Voltaire, Sigmund Freud, Ernst Toller og Edward Lehar. Hefur hann ort mörg stórbrotin kvæði um þessa og aðra andlega forfeður. Rainer Maria Rilke hefur haft djúptæk áhrif á skáldskap Audens, en grunntónninn í skáldskap hins austurríska snillings er einmitt lofgerðin — zu preisen. Þá ber einnig að nefna norrænan uppruna Audens, því hann gerir vart við sig í ýmsum stílbrögðum hans. Hann hefur oft sótt innblástur í norrænan skáldskap og mörg ljóða hans eru stuðluð að hætti hefbundinna íslenskra ljóða. Sagt hefur verið um Auden að hann sé óstýrilátasta skáld sinnar kyn- slóðar og má til sanns vegar færa. Hann er Próteifur, hinn síbreytilegi og óútreiknanlegi íjöllistamaður sem kann öll hlutverk og þekkir öll gervi. Hann hefur ásamt Spender veitt nýju lífi inní enska ljóðlist á svipaðan hátt og þeir félagar Wordsworth og Coleridge gerðu í byrjun i9du aldar. Og ekki hefur Auden einskorðað sig við ljóðlistina. Hann hefur samið ferðabækur, leikrit, óperutexta og kvikmyndahandrit. Eitt merkasta verk hans, The Age ofAnxiety, sem hlaut Pulitzer-verðlaunin 1948, hefur um langt skeið verið einn vinsælasti ballettinn á leiksviðum í New York. Þessi síðastnefndi ljóðabálkur er gott dæmi um stílleikni Audens. Hann er skrif- aður á hversdagsmáli stríðsáranna, en hefur fastmótað form fornnorrænna kvæða og er stuðlaður samkvæmt ströngustu reglum. Auden er enn innanvið fimmtugt og á því að líkindum eftir að skila mörgum nýjum stórvirkjum. Hann er einn þeirra skapenda sem látlaust leita á ný mið, reyna nýjar leiðir, endurlífga og endurskapa. Hann hefur fremur flestum nútímaskáldum gert ljóðlistina almenningseign ánþess þó að slá nokkuð af ströngustu kröfum. Hefur honum í þeim efnum dugað best lygileg fjölhæfni, óskorað vald á enskri tungu í öllum hennar sund- urleitu myndum, leikandi fyndni og síðast en ekki síst skilningur og sam- úð með öllu sem lifir og þjáist. (New York 1955) 106 á . JO/ry/'-já — Ti'marit i>ýðenda nr. ii / 2007
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.