Jón á Bægisá - 01.02.2007, Qupperneq 109
Höfimdar og þýðendur
WH. Auden (1907-1973), enskt Ijóðskáld, af mörgum álitinn eitt af helstu skáldum tuttug-
ustu aldar. Sjá nánar greinar Matthíasar Johannessens, Ragnars Jóhannessonar, Sigurðar A.
Magnússonar og Ögmundar Bjarnasonar í þessu tölublaði.
Magnús Asgeirsson (1901-1955, Ferð til íslands (ip}6) bls. 99) stundaði lengi blaðamennsku
og þýðingar í bundnu máli og lausu. Bókavörður í Hafnarfirði frá 1941 til æviloka. Meðritstjóri
tímaritsins HelgafelLs 1942-1946. ÞýddIjóð I-VI1928-1941. Kvœðasafh I-II (heildarsafn frum-
ortra og þýddra ljóða Magnúsar, útg. Tómas Guðmundsson), 1957-1960. Ljóðasajh /-//(ný
útg. heildarsafns, aukin; útg. Anna Guðmundsdóttir og Kristján Karlsson), 1975.
Matthías Johannessen (f. 1930, Maður máekkiIjúga íIjóðibls. 77). Stúdent 1950. Cand. mag.
í íslenskum fiæðum við Háskóla Islands 1955. Framhaldsnám við Kaupmannahafnarháskóla
1956-1957. Blaðamaður við Morgunblaðið frá 1951, ritstjóri 1959-2000. Ljóðskáld, leikrita-
höfundur og sagnahöfundur. Hefur ennfremur samið viðtalsbækur og sent frá sér ritgerða-
söfn. Meðal Ijóðabóka hans eru Borgin hló (1958), Hólmgönguljóð (1960), Jörð úr œgi (1961),
Vor út vetri (1963), Fagur er dalur (1966), Vísur um vötn (1971), Mörg eru dags augu (1972) og
Dagur ei meir (1975)
Ragnar Jóhannesson (1913-1976, ífylgdmeðAuden bls. 86). Stúdent 1934. Kandídat í nor-
rænum fræðum (HI) 1939. Skólastjóri Gagnfræðaskólans á Akranesi frá 1947-1959. Skrifaði
m.a. Samkvœmisleikir og skemmtarnir (1945) ogjólavísur (1949), útvarpsleikritið Appollonia
Schwartzkopf(ig$6) og revíuna Kátir voru karlar (1955). Þýddi fjölda skáldsagna, barnabóka
og ieikrita, m.a. eftir Charlotte Bronté, Sinclair Lewis, Mary McCarthy, Noel Coward og
Sven Hazel. Hann skrifaði gamanþætti íýrir útvarp og orti gamanvísur, dægurlagatexta, m.a.
Hagavagninn og Reykjavíkurmær.
Sigurður A. Magnússon (f. 1928, Önnurferð til Islands (1964) bls 101, Blaðamaður í bundnu
máli bls. 103), rithöfúndur, hefur þýtt úr ensku, grísku og þýsku; einnig úr íslensku á ensku.
Nýjasta frumsamda bók hans er Garður guðsmóður - Munkríkið Aþos: Elsta lýðveldi í heimi
(2006).
á ÆœpÁtá — Hann gat ekki hætt að ríma
107