Lifandi vísindi - 04.04.2016, Side 19

Lifandi vísindi - 04.04.2016, Side 19
VITVÉLAR | Lifandi vísindi | 4 · 2016 Stiklarar geta hoppað á vatni, án þess að sökkva í það. Nú hafa vísindamenn þróað örtæki sem getur leikið þetta eftir. Með ná- kvæmri greiningu kom í ljós að stiklarar aðlaga stökkkraftinn þannig að hann verði ekki meiri en yfirborðsspennan í vatninu. Á grundvelli þessarar vitneskju gerðu þeir þetta örtæki sem nær að lyfta sér 14 sm upp frá vatninu og getur m.a. vaktað ástandið í vötnum og fljótum. Hugmyndina að plastskildinum á vitvél- inni VeociRoACH er verk bandarískra vísindamanna. Tækið hallar skildinum til hliðar til að komast gegnum þröngar sprungur og skjöldurinn kemur í veg fyrir að tækið festist. VelociRoACH á m.a. að skríða inn milli múrsteina og leita uppi fólk eftir jarðskjálfta. Umhverfisverndari hoppar á vatninu Kakkalakki leitar eftir jarðskjálfta LÍKAMSLENGD: Líkaminn er 2 sm en fæturnir 5 sm. ÞYNGD: 68 milligröm. VIÐFANG: Stökkið var svo öflugt að það rauf yfirborðið. TILGANGUR: Örsmáar vitvélar til að fylgjast með ástandi í fljótum og vötnum. LÍKAMSLENGD: 10 sentimetrar. ÞYNGD: 30 grömm. VIÐFANG: Fætur og afl þurfa að duga til að kom- ast um ójöfnur. TILGANGUR: Vitvélina má senda inn í rústir eftir jarðskjálfta. Robobee er aðeins 80 milligrömm en getur bæði flogið og tekið dýfu. Dróni í býflugustærð flýgur tilviljanakennt um loftið en stingur sér svo skyndilega nið- ur í vatnsglas. Skordýradróninn RoboBee frá Harvardháskóla var þróaður til flugs á litl- um vængjum sem tækið blakar 120 sinn- um á sekúndu. Nú hefur RoboBee líka lært að synda. Vængirnir skapa einnig lyftikraft í vatni en er þar að- eins blakað 9 sinnum á sekúndu, enda myndu þeir annars brotna. Drónann má nota til að frjóvga blóm, þegar býflugur á tilteknu svæði deyja í sjúkdómsfaraldri og geta því ekki sinnt þessu nauðsynjastarfi. Gervibýfluga á að sjá um frjóvgun VÆNGHAF: 3 sentimetrar. ÞYNGD: 80 milligrömm. VIÐFANG: Drónarnir voru of léttir til að brjótast í gegnum vatns- borðið. TILGANGUR: Drónarnir geta m.a. frjóvgað blóm, þegar farsóttir leggja bý- flugur að velli. Plastvængirnir eru næfurþunnir og léttir. Piezorafmótor blakar vængjunum allt að 120 sinnum á sekúndu. Aflvélin er úr fíngerðum keram- iktrefjum sem nota rafspennu til að þenjast og draga sig saman. H AR VA RD M IC RO RO BO TI CS L AB /W YS S IN ST IT UT E JE -S UN G KO H E T AL ./ SE OU L N AT IO N AL U N IV ER SI TY UC BERKELEY BÝFLUGA STIKLARI KAKKALAKKI Í lofti Í vatni Innblástur: Innblástur: Innblástur: 18

x

Lifandi vísindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.