Lifandi vísindi - 04.04.2016, Blaðsíða 20
1 2 3 4
4 · 2016 | Lifandi vísindi |
Skordýrströll sem
fer yfir hindranir
Vitvélin Hector líkir eftir göngulagi förustafsins og á að
hjálpa við björgunarstörf eftir hamfarir.
Það eru 18 smágerðar aflvélar að störfum í fótum og liðamótum
Vitprílarans Hectors, þegar hann fálm-
ar sig áfram um torfæra urð. Skyndi-
lega verður stór hindrun á vegi hans en
hann lætur það ekki á sig fá, heldur
færir einn fót örlítið til baka og lyftir
honum svo upp.
Það eru vísindamenn hjá Biele-
feldháskóla í Þýskalandi sem hafa
skapað Hector, vélknúið liðdýr á stærð
við hund sem stjórnast af algoriþma
sem líkir eftir göngulagi hins sexfætta
förustafs. Sexfættar vitvélar færa yfir-
leitt miðjufótinn á annarri hliðinni um
leið og fram- og afturfót á hinni en
hinir þrír fæturnir standa kyrrir á með-
an. Þessi aðferð virkar vel á sléttlendi
en dugar ekki þegar hindranir eru á
leiðinni. Rétt eins og förustafurinn
lagar Hector göngulag sitt að aðstæð-
um. Hann stýrir bæði fótum og búk á
grundvelli upplýsinga frá 18 skynjur-
um í liðamótum fótanna.
Hector er enn í þróun og í framtíð-
inni á myndavél að aðstoða skynjar-
ana við stjórnina. Vísindamennirnir
gera sér vonir um að vitvélin geti
gagnast við björgunarstörf eftir nátt-
úruhamfarir.
Skrokkurinn er úr koltrefjastyrktu
plasti og er stýrt með fjórum litlum
vélum.
Tölvan, sem í raun er heili tækisins,
er í frambúknum.
Þrír liðir í hverjum fæti hafa hver
sína vél. Sú efsta færir fótinn fram og
aftur, miðvélin upp og niður en sú
neðsta stýrir halla fótarins.
Hector gengur
af stað og kemst
léttilega yfir
smærri ójöfnur vegna
sveigjanlegra liða.
Einn fóturinn
rekst í stærri
hindrun, t.d.
stigatröppu, á leið sinni.
Skynjarar greina
áreksturinn og
tölvan flytur fótinn
aftar og lyftir honum upp.
Allur skrokkurinn
lyftist í nógu mikla
hæð til að Hector
komist yfir hindrunina.
Skynjarar
vara við
torfærum
Lipur liðamót, 18 skynjarar
og þróuð tölva gerir vitprílar-
anum Hector mögulegt að
fara um torfærur með sömu
aðferð og förustafur.
LÍKAMSLENGD:
93 sentimetrar.
ÞYNGD:
13 kg.
VIÐFANG:
Tækið stöðvaðist
vegna of vélræns
göngulags.
TILGANGUR:
Vitvélar sem komast
yfir hindranir eiga
m.a. að gagnast við
björgunarstörf eftir
náttúruhamfarir.
Skrokkurinn er úr koltrefja-
styrktu plasti og stýrt af
4 litlum hreyfivélum.
Tölvan, sem gegnir
hlutverki heila, er
inni í búknum.
Fótaliðirnir þrír eru
hver um sig búnir
hreyfivél. Efsti liður-
inn færir fótinn fram
og aftur, miðliðurinn
lyftir fætinum upp og
niður, en sá neðsti
stýrir halla neðsta
hluta fótarins.
UN
IVERSITÄT BIELEFELD, CLAUS LUN
AU
FÖRUSTAFUR
Innblástur:
Print: stkp Status: 5 - InDesign Tem
plate Layout: Red.sek:
19