Lifandi vísindi - 04.04.2016, Page 24
Kristian Filrup
4 · 2016 | Lifandi vísindi |
Á Mars er að finna fljótandi vatn og þrátt fyrir að enn sé mjög fátt
vitað um dropa reikistjörnunnar, þá eykur vitneskja þessi til muna
möguleikann á að þar kunni að leynast líf.
Líf getur þrifist
í söltu vatni á Mars
Á Mars er nánast enginn lofthjúp-ur, jarðfræðivirkni er þar löngu lokið og ryðrautt, sendið yfir-borðið er hrjóstrugt og rákótt af völdum hrapandi loftsteina. Frá-
hrindandi umhverfi þar sem fljótandi vatn, og
hugsanlega einnig líf, hafa eitt sinn þrifist en
gera það svo sannarlega ekki lengur.
Svona nokkurn veginn hefur almenn
skoðun stjörnufræðinga verið um Mars á þeim
tíma sem þeir hafa rannsakað reikistjörnuna
sem mest. Úrfellingar í gjám og dældum gefa til
kynna að vatn hafi eitt sinn fyrirfundist í miklu
magni á reikistjörnunni en þar til fyrir
skemmstu töldu vísindamenn að vatnið hefði
horfið út í geiminn ellegar það bundist í risastór-
um jökulhettunum á skautum reikistjörnunnar.
Fyrir vikið vakti það talsverða undrun
þegar nepalsk-bandaríski stjörnufræðineminn
Lujendra Ojha árið 2011 kom auga á svartar
rákir á yfirborði Mars sem stækkuðu og
minnkuðu árstíðabundið.
Fljótlega fékk hann grun um að endurteknu,
svörtu hliðarrákirnar, sem á ensku nefnast rec-
urring slope lineae, gætu átt rætur að rekja til
fljótandi vatns. Með aðstoð
athugana sem gerðar
voru úr sendikannan-
um Mars Reconnaissance Orbiter tókst haustið
2015 að staðfesta grunsemdir um að finna mætti
fljótandi vatn á rauðu reikistjörnunni.
Þetta eru jákvæð tíðindi, því án vatns væri
borin von að nokkurt líf eða vísbendingar um
líf væri að finna annars staðar en á jörðu, jafn-
vel þótt vatnið væri í afar litlu magni. Það kem-
ur verulega á óvart að vatn skuli fyrirfinnast á
Mars, því aðstæður fyrir fljótandi vatn þar eru
síður en svo hagstæðar. Hér á jörðinni eru
bæði hitastig og loftþrýstingur mjög ákjósan-
leg fyrir tilvist dropanna tæru. Hér bráðnar ís
þegar hitastigið kemst upp í frost-
mark og vatn sýður við 100° C en
Fljótandi vatn er
forsenda lífs
Vatnið á Mars er að öllum líkindum ákaf-
lega salt. Það þarf þó ekki að koma í veg
fyrir að þar leynist líf.
Vatn flýtur við hitastig jarðar og loftþrýsting hennar og er fært um að leysa upp flestöll næringarefni. Það á að
sama skapi auðvelt með að flytja allt frá jónum upp í lífgjaf-
arsameindir á borð við amínósýrur og sykurefni. Fyrir vikið
leita vísindamenn að vatni þegar þeir reyna að komast að
raun um hvort líf leynist á öðrum plánetum.
Fundist hefur fljótandi vatn á Mars og það kann að tákna
að þar leynist líf. Vatn gefur þó engar vonir um að þar fyrir-
finnist stærri dýr, líkt og við þekkjum frá jörðu, því allt bendir
til þess að saltstyrkur vatnsins sé mjög mikill.
Vísindamennirnir eru engu að síður mjög vongóðir, þrátt
fyrir salt vatnið, því örsmáar lífverur ættu að geta lifað í því.
Saltstyrkurinn er afar breytilegur í
höfum heimsins en er að meðal-
tali kringum 3,5 prósent. Flest
sædýr eru háð stöðugum salt-
styrk og þola illa miklar breytingar
á honum. Vísindamenn vita ekki
fyrir víst hver saltstyrkurinn á
Mars er en eigi vatn að geta komið
fyrir í fljótandi formi þar verður
styrkurinn að nema minnst 30
prósentum. Þetta útilokar stórar
lífverur sem lifa í höfum jarðar,
annars vegar vegna þess að
vatnsmagnið nægir ekki til að
mynda höf og hins vegar vegna
þess að fjölfrumulífverur myndu
lenda í basli með saltjafnvægið og
þorna upp.
Fiska myndi þyrsta á plánetunni rauðu
0-5 %
Fiskar sem lifa í
sjó en hrygna í
ám geta bæði lif-
að í söltu vatni og
ósöltu en ekki í
vatninu á Mars
ÓSENNILEGT
Vatnsmagnið e
r of lítið til að
fiskar geti lifað
á Mars.
SALT
SHUTTERSTOCK
Print: m
ea Status: 750 - Sprog godkendt Layout:M
EA Red.sek:BAV
Á BAK VIÐ F
RÉTTINA
23