Lifandi vísindi - 04.04.2016, Qupperneq 37

Lifandi vísindi - 04.04.2016, Qupperneq 37
| Lifandi vísindi | 4 · 2016 LÍFEÐLISFRÆÐI Blóðsýni veitir greininguna Þessi leit vísindamanna á sér stað á rann- sóknarstofum þar sem blóðsýni úr sjúklingi er borið saman við annað úr heilbrigðum manni. Með háþróaðri tækni geta efna- fræðingar borið kennsl á efnið sem er einungis að finna í blóði sjúklingsins. Þegar vísindamenn grunar tiltekið efni um græsku reyna þeir tilgátu sína með sam- anburði á blóðsýnum frá stórum hópi sjúk- linga sem og heilbrigðra manna. Sé efnið að finna hjá öllum sjúklingunum má útbúa einfalda greiningaraðferð sem afhjúpar hvort efnið finnist í þínu blóði, t.d. með pappírsstrimli sem skiptir litum um leið og hann kemst í snertingu við sökudólginn. Með þessari nýju aðferð má finna dulinn sjúkdóm á fáeinum klukkustundum og læknarnir geta greint og meðhöndlað sjúk- dóminn bæði skjótar og markvissar. Komi sjúklingur inn á bráðamóttöku og eigi örðugt með tal og sýni lömun í öðrum helmingi andlitsins standa jafnan tvær greiningar læknum til boða – ýmist blóð- tappi eða blæðing í heila – hvort tveggja grafalvarlegt ástand sem þarf að meðhöndla eins skjótt og auðið er. En þó með mismun- andi hætti. Læknar geta fundið svarið í blóð- inu. Heilafrumurnar auka magn mjólkur- sýra í blóði en draga úr amínósýrunni glútamín við blóðtappa í heila. Ef blóðsýnið inniheldur engin merki um blóðtappa en sýnir mikið magn af prótíninu ferritíni en lítið af fitusýrunni triglycríd, er sjúklingur- inn með heilablæðingu. Slúðrarar blóðsins – blóðvísarnir – skipta því sköpum fyrir greininguna og líkur sjúklingsins á að lifa þetta af verða langtum betri fyrir vikið. Framtíðin er sýnileg í blóði þínu Eftir meðferðina taka læknar nýtt blóðsýni. Lífvísar í blóðinu sýna hvort læknunum hafi tekist að ráða niðurlögum sjúkdómsins. Segja má að blóðsýni teikni upp skyndi- mynd af innihaldi blóðsins þar sem bein- mergurinn sendir dag hvern milljarða af nýjum blóðfrumum sem koma í stað þeirra slitnu. Og sé enn að finna undirliggjandi sjúkdóm sem skapar ójafnvægi í efnabúskap líkamans munu sýktar frumur halda áfram að senda frá sér blóðvísa út í blóðið. Um þessar mundir þykja áhugaverðustu lífsvísarnir vera þeir sem vara við sjúkdóm- um sem er alla jafnan ekki hægt að greina með öðrum aðferðum. Vísindateymi hafa sem dæmi nú þegar getað leitað uppi blóð- vísa sem afhjúpa lítil krabbamein áður en þau hafa náð greinanlegri stærð og dreifst út um líkamann. Þannig gerði ein uppgötvunin læknana agndofa en það var þegar þeir rýndu í sykur- sameindina GlycA. Þessi sameind seytist út í blóðið í miklu magni við langvarandi sýk- ingar. Sýking er eins konar hækkað viðbún- aðarst ig l íkamans þegar bakteríur eða vírusar hafa náð tangarhaldi í einhverjum vef. Alla jafnan er þetta viðbragð gagnlegt en í sumum tilvikum getur það orðið sjálfstyrkjandi og þróast yfir í krónískt ástand sem blóðsýni með GlycA getur nú afhjúpað. Um 17 ára skeið hafa vísinda- menn fylgst grannt með GlycA í blóði tugþúsunda manna. Þeim til mikillar furðu sáu þeir að þetta litla sykurefni sýnir jafnframt heilbrigði viðkomandi langt inn í framtíðina. Ef mikið magn af GlycA rennur um blóð þitt er þér fimmfalt hættara við að deyja síðar vegna bakteríu- eða veirusýkingar, samkvæmt sumum rannsóknum. Aðrar rannsóknir sýna að ofgnótt GlycA í blóðinu auki hættu þína á hjartasjúkdómum um 64%, meðan hættan á sykursýki 2 þrefaldast. Jafnvel smávægi- legur munur á magni þessarar blóðsameind- ar í fólki getur sagt fyrir um hverjir eiga mest á hættu að deyja á næstu fimm árum. Með hliðsjón af GlycA geta því læknar í framtíðinni séð meira í hefðbundnum blóð- sýnum en þig langar kannski til að vita. Læknirinn læknar þig áður en þú veikist Vísindamenn hafa þannig komið auga á ara- grúa blóðvísa sem fela í sér margvíslega möguleika. Feiknarlegt magn upplýsinga hefur á síðustu árum safnast saman um þau gen, prótín og sameindir sem einkenna marga alvarlega sjúkdóma. Allt þetta er að finna í blóðinu og takist læknum að finna virkni hvers og eins gætu þeir komið fram með öruggar sjúkdómsgreiningar löngu áður en fyrstu einkennin sýna sig. Hátækni- legar greiningar finna þessa blóðvísa á fá- einum dögum og það felur í sér að í náinni framtíð getur þú látið taka úr þér blóðsýni hjá lækninum sem skömmu síðar getur til- kynnt þér hvort þú munir í framtíðinni fá banvænt krabbamein eða einhverja öldr- unarsjúkdóma. Meðan þetta gat áður falið í sér dauðadóm getur læknirinn nú læknað þig áður en þú finnur fyrir sjúkdómnum. Kannski byrjar hann meðferð þína á því að gefa þér vænan skammt af ungu blóði. Blóðsýni uppgötvar krabbann fyrst Læknar uppgötva að jafnaði þá fyrst æxli þegar það er nógu stórt til að greinast í ómsjá. Ný rannsókn sýnir að æxli leka út litlum bútum af erfðaefni. Því má greina jafnvel smæstu æxli í innihaldi blóðsins, löngu áður en aðrar aðferðir geta greint krabbamein. FRUMSTIG Fáar krabbafrumur mynda afar lítil æxli sem hvorki er hægt að sjá með CT-skönnun eða með röntgen en æxlin leka litlum bútum af DNA út í blóðið Langt genginn krabbi Frumur krabbameinsins hafa skipt sér og myndað stórt æxli. Krabba- frumurnar seyta enn litlum bútum af DNA sem fljóta út í blóðrásina. Eftir meðferð Krabbafrumurnar eru dauðar en bandvefurinn hefur enn að geyma út- línur af horfnu æxlinu. DNA-bútar fljóta þó ekki lengur út í blóðið enda krabbafrumurnar horfnar. Skönnun: Neikvæð = Röng greining Blóðsýni: Jákvætt = Rétt greining Skönnun: Jákvætt = Röng greining Blóðsýni: Neikvætt = Rétt greining Skönnun: Jákvætt = Rétt greining Blóðsýni: Jákvætt = Rétt greining SHUTTERSTOCK CLAUS LUN AU 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Lifandi vísindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.