Lifandi vísindi - 04.04.2016, Page 47

Lifandi vísindi - 04.04.2016, Page 47
5 3 2 4 1 1 2 3 4 5 | Lifandi vísindi | 4 · 2016 DÝR SAUR SEM FÆÐA Kanínuúrgangur fer tvisvar gegnum meltingarfærin Jurtir eru oft tormeltanlegar. Sum dýr hafa aðlagað meltinguna í því skyni að þurfa ekki að verja öllum deginum í að éta. Kanínur éta til dæmis eigin saur. Kindur, geitur og kýr jórtra sem táknar að þær æla fæð-unni upp eftir fyrstu meðhöndlun í maganum og tyggja hana aftur áður en hún heldur för sinni áfram gegnum meltingarfærin. Hérar, kanínur og önnur nagdýr vinna einnig tvisvar úr fæðunni en gera það á ýtarlegri hátt. Þessi dýr láta sér nefnilega ekki nægja að tyggja matinn tvisvar, þau éta hann nefnilega í tvígang. Dýr á borð við kanínur og flóðsvín losa frá sér tvær gerðir af saur. Þegar einn skammtur af jurta- efni hefur fengið fyrstu meðhöndlun í meltingarfærunum og úrgangurinn kemur út um óæðri enda dýrsins er um að ræða tiltölulega stórgerðar og linar hægðir. Þessi úrgangur sést sjaldan því dýrin éta hann eins fljótt og auðið er. Þegar svo úr- gangurinn fer gegnum meltingarveginn í annað sinn er af- gangurinn af orkunni unninn úr honum, svo og steinefnin. Fæðan fer gegnum magann og út í smáþarmana. Þar brjóta ensím niður fæðuna og næringarefnin frásogast út í blóðið. Ensímin geta ekki brotið niður trefjar. Trefj- arnar ganga heilar niður úr öðrum dýrum en hjá kanínum hljóta þær sérlega meðhöndlun. Þar ganga trefjarnar niður í ristilinn og flokkast í meltanlegar og ómeltanlegar trefjar. Ómeltanlegar trefjar ganga fljótt niður af dýrunum sem litlar svartar „kanínupillur“. Meltanlegar trefjar ganga niður í botn- langa kanínunnar. Trefjarnar brotna niður og innihald nær- ingarefnanna leysist upp. Næringarefnin geta þó einungis fengið upptöku í smáþörmunum og fyrir vikið þurfa trefjarnar að fara aftur í gegnum meltingarveginn. Á leið sinni verða trefjarnar þaktar hlífðarslímlagi og losna úr dýrunum sem linar, grænar hægðir sem kanínurnar éta samstundis. Þegar saurinn fer aftur gegnum smá- þarmana frásogast næring- arefnin og úrgangurinn losnar frá dýrunum sem „kanínupillur“. TREFJAR FLOKK- AÐAR Í RISTLINUM Dýraskítur á mikilvægan þátt í umbreytingu orku í náttúrunni. Skítur sumra stórra dýra gegnir meira að segja hlutverki næringar fyrir fæðu dýranna sjálfra. Mikilvægasta fæðuuppspretta hinna risa- stóru skíðishvala er agnarsmá hvalaátan og helsta fæðutegund þeirra er í mörgum tilvikum hvalasaur. Þess má geta að saurinn inniheldur tíu milljón sinnum meira af járni en sjórinn umhverfis og er fyrir vikið mikilvæg uppspretta járns í úthöfunum. Sambærilegt fyrirbæri þekkist frá vatnsbólum í Afríku. Þar dreifa flóðhestar úr fljótandi saur sínum með því að slá harkalega til beggja hliða með róf- unni sem gegnir þá hlutverki eins konar áburðar- dreifara. Á þann hátt fær vatnsbólið næringu, svo og bakkarnir umhverfis það, auk þess sem plönturnar sem flóðhestarnir lifa á vaxa og dafna. Hvalir og flóðhestar bera áburð á eigin fæðuRauður saur skíðishvala felur í sér mikið járn sem stafar af eft- irlætisfæðu hval- anna, hvalaátu. Þegar öll næringarefn- in hafa verið unnin úr fæðunni minnir úr- gangurinn á litlar pillur. Botnlangi Vélinda Ristill Endaþarmur Smáþarmar Magi Kanínur losa frá sér tvær tegundir af saur – aðra fyrir endurvinnslu og hina sem úrgang. Endurnýtanlegu r saur Þurr, endanlegu r saur M AR K CA RW AR DI N E/ GE TT Y IM AG ES CLAUS LUNAU/SHUTTERSTOCK SHUTTERSTOCK THEBUNNYGUY.C OM 46

x

Lifandi vísindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.