Lifandi vísindi - 04.04.2016, Qupperneq 48

Lifandi vísindi - 04.04.2016, Qupperneq 48
 4 · 2016 | Lifandi vísindi | Kjötætuplönturnar tvísporakönnur á Borneó hafa þróað sérstaka aðferð til að útvega köfnunarefni. Lítil nagdýr laðast að hunangslegi plöntunnar, líkt og skordýrin sem plantan lifir á. Nagdýr- ið þambar hunangslöginn og gerir þarfir sínar, þannig að plantan fær næringu. Bjöllur af ýflaætt lifa á saur sér stærri dýra. Margar tegundir rúlla saurnum upp í kúlur sem geta vegið tífalt meira en sjálfar bjöllurnar. Kúlan er síðan flutt yfir á mjúka jörð, þar sem hún er grafin og annað hvort nýtt sem fæða ellegar barnaherbergi fyrir lirfur bjöllunnar. Í NÁTTÚRUNNI ÚIR OG GRÚIR AF SAURÆTUM Nagdýr gera þarfir sínar í kjötætuplöntu Fimar bjöllur svolgra í sig saur Þrátt fyrir að saur feli í sér efni sem brotnað hafa niður og þegar hafa gengið í gegnum meltingarveg- inn, felur hann engu að síður enn í sér orku og nær- ingu. Saur má í mörgum tilvikum bæði nota sem dvalarstað og fæðuuppsprettu fyrir margar aðrar dýrategundir. Maurar eru til dæmis óttalegir sælkerar og sólgnir í hunangsdögg en svo kallast saur blaðlúsa. Hunangsdögg er velþekkt meðal margra bíleigenda sem lagt hafa bifreið sinni undir tré sem þakið er blaðlús. Á stuttum tíma verður bifreiðin útötuð úrgangi blaðlúsanna en 95% saursins eru gerð úr sykri. Sætur safinn þykir hið mesta lostæti meðal maura. Sumum maurategundum má í raun líkja við eins konar kúabændur. Þeir halda blaðlýs sem eins konar mjólkurkýr og verja dýrastofninn með kjafti og klóm, ef þannig má að orði komast, ef óvinveitt skordýr á borð við maríuhænur nálgast. Maurar eru hrifnir af úrgangi „Kopi luwak“ er fínasta kaffi heims og þykir hafa sérlega djúpan keim og mikla fyllingu. Kaffi þetta á rætur að rekja til Indónesíu og kostar fimmtíufalt meira en hefðbundni drykkurinn. Framleiðsluferlið er hins vegar á þann veg að sumir veigra sér við að smakka. Fyrst þarf þefköttur nefnilega að éta kaffibaunirnar og þær að fara rétta leið gegnum meltingarveg hans. Dýrið meltir ávaxtakjötið og vinnur sýru úr kaffibaunun- um áður en þær ganga niður af dýrinu með öðrum úrgangi. Baunirnar eru síðan teknar úr berjunum, þær hreinsaðar og malaðar. Fágætt kaffi fæst úr saur Þetta sérstaka hægðakaffi, sem hefur mikla fyllingu og kryddkeim, er svo selt fyrir allt að 200.000 kr. kílóið. Margar maurategundir halda blaðlýs sem húsdýr til þess að eiga greiðan aðgang að sætum skítn- um. Maurarnir bera blaðlýsnar einfaldlega á milli trjánna. BL IC KW IN KE L/ AL AM Y/ AL L OV ER , D AN IT A DE LI M ON T/ GE TT Y IM AG ES , C H RI ST IA N L OA DE R/ SC UB AZ OO .C OM CHARLES O. CECIL/ALAMY/ALL OVER, PAULA BRONSTEIN/GETTY IMAGES Print: stkp Status: 5 - InDesign Tem plate Layout: Red.sek: Þefköttur 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Lifandi vísindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.