Lifandi vísindi - 04.04.2016, Síða 52

Lifandi vísindi - 04.04.2016, Síða 52
Termítar nota saur sem lyf Termítabú eru gerð úr jarðvegi og saur termítanna sjálfra. Í ljós hef- ur komið að blandan hefur afar jákvæð áhrif á heilsu termítanna. Nýr termítaskítur felur í sér mikið magn af bakteríum og örverum sem lifa í samlífi við termítana í þarmakerfi þeirra síðarnefndu og gera skordýrunum kleift að melta tré. Úrgangur- inn er svo hið mesta lostæti í augum baktería af tegundinni Streptomyces sem framleiðir ýmis efni sem drepa sjúkdómsvaldandi lífverur, bakt- eríur, veirur og sveppi. Termítarnir lifa með öðr- um orðum í virki úr lyfjum sem þeir sjálfir fram- leiða. Lyfin hafa að sama skapi ótrúlega vænleg áhrif. Termítarnir veikjast í fyrsta lagi sjaldan og eru jafnframt vel varðir gegn ýmiss konar nú- tímalegum lífeyðiefnum sem gerð eru úr sömu örverunum og sem notuð eru til að komast hjá notkun skordýraeiturs. Þetta heimagerða lyf termítanna þykir gefa svo góða raun að lyfjafyr- irtækin róa að því öllum árum að nýta það. Vonir eru bundnar við að geta framleitt nýjar tegundir af sýklalyfjum í baráttunni gegn m.a. fjölónæmum bakteríum. BAKTERÍUR HALDA LÍFI Í SAMBÚINU Geta termíta til að komast af ræðst af því hvaða örverur er að finna í búi þeirra. Þegar búið er fullt af streptomyces- -bakteríum (appelsínugult), sem ráðast til atlögu gegn sveppum og öðrum bakteríum, lifa um það bil 85 hundr- aðshlutar termítanna í tvo mánuði. Bakterían bætir möguleikana til muna miðað við bakteríusnautt saman- burðarumhverfi (blátt). Ef bakterían streptomyces er fjarlægð og sveppur látinn leysa hana af hólmi kemst aðeins u.þ.b. helmingur dýranna af. Termítarnir lifa í samlífi við bakteríu sem minnir á sýklalyf. 10 50 60 70 80 90 100 40 0 20 30 50 60 Dagar Bú með bakteríum Bú í bakteríusnauðu umhverfi Streptomyces- baktería Bú án bakteríaHl ut fa ll t er m íta se m lif ir af SC OT T CA M AZ IN E/ AL AM Y/ AL L OV ER SP L, P IO TR N AS KR EC KI /M IN DE N /G ET TY IM AG ES JOHN W BANAGAN/GETTY IMAGES Allt að níu metra háar dómkirkjur termítanna eru að hluta til byggðar úr skít og klæddar með lyfjum. Print: stkp Status: 5 - InDesign Tem plate Layout: Red.sek:

x

Lifandi vísindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.