Lifandi vísindi - 04.04.2016, Side 59

Lifandi vísindi - 04.04.2016, Side 59
| Lifandi vísindi | 4 · 2016 SVIPAR TIL FLUGVÆNGJA Spaðarnir virka svipað og flugvéla- vængir. Vindur skapar þeim lyftikraft sem snýr vindmyllunni. Snúnings- orkunni er svo breytt í rafstraum. TRÉ HAFA LÍKA SVITAHOLUR Sviti: Tré draga vatn frá rótunum, alla leið upp í laufblöðin. Nokkuð af vökvanum fer út um eins konar svita- og öndunarholur. Uppgufun: Af laufblöðum geta allt að 5 lítr- ar vatns gufað upp af hverjum fermetra á dag. Af birkitré með um 4 fermetra laufkrónu gufa þannig upp um 250 lítrar á dag. Birkisafi er steinefnaríkur og vel drykkjarhæfur. Af hverju blæðir trjám á vorin? INN Í TÆKNINA Sé grein skorin af lauftré, blæðir safi úr sárinu bæði að vori og hausti. Blæðingin verður þó meiri að vori, þegar vatnsmagn eykst í trénu. Tréð er þá nývaknað af vetrardvala og er að dæla miklu af vökva og næringarefnum frá rótunum, upp stofninn og út í greinar og brum til að mynda laufblöð. Safinn stígur upp á við af svo miklum krafti að vökvi streymir úr sárinu, sé sagað í það. Að vísu stöðvar tréð þessa blæðingu sjálft en ekki ætti að snyrta tré á laufgunartíma, þegar vöxtur og orkuþörf eru mest. Útreikningar sýna að vindmyllur ná 10% meiri orku úr tveimur spöðum en einum. 3-4% bætast við með þriðja vængnum en að- eins 1-2% með þeim fjórða. Spaðarnir eru dýrir og mest hag- kvæmni næst með þremur. ? 3. Vindurinn skapar mismunandi þrýsting við spaðann, hærri þrýsting að neðan en lægri þrýsting að ofan. Munurinn gefur lyftikraft sem togar í spaðann og kemur hon- um á hreyfingu. 2. Vindmótstaðan eykst eftir því sem vindurinn hittir á stærri flöt. Rétt hann- aður spaði gefur alltaf miklu meiri lyftikraft en vindmótstöðu. 1. Vindurinn skellur á spöðun- um framan frá. Spaðarnir eru hallandi, rétt eins og flugvéla- vængir. Hallinn er vélstýrður og fer eftir vindátt og vindhraða. CL AU S LU N AU SH UT TE RS TO CK Af hverju eru vindmyllur með þrjá spaða? 58 SPURNINGAR OG SVÖR

x

Lifandi vísindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.