Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Side 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Side 16
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 201012 Anna Sigríður brautskráðist frá hjúkrunar­ fræðideild Háskóla Íslands árið 1988 og hefur starfað við hjúkrun síðan, utan barnseignarleyfa. „Ég byrjaði á hjartadeildinni á Borgar­ spítalanum eftir útskrift og fór svo á öldrunardeildina þar. Eftir barnseignarfrí var ég á geðdeildinni á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og var þar í tvö ár. Var í framhaldinu deildarstjóri á hjartadeildinni í Fossvogi eða þar til hún var sameinuð hjartadeild á Hringbraut. Eftir það var ég deildarstjóri á hágæsludeild en eftir að hún var lögð niður hafði ég viðkomu á lungna­ og svefnrannsóknardeild. Ég byrjaði að vinna á Kleppi í ágúst 2005, var fyrst í afleysingum sem deildarstjóri og síðar ráðin í stöðuna,“ segir Anna Sigríður. Renndi fyrir pennaveskið Jafnhliða starfinu hefur Anna Sigríður í tímans rás ávallt reynt að bæta við sig menntun og þekkingu sem nýst getur í starfi. „Þegar ég vann á geðdeild Sjúkra­ húss Reykjavíkur fór ég í nám í Endur­ Sigurður Bogi Sævarsson, sigbogi@simnet.is LÆRUM MIKIÐ HVERT AF ÖÐRU segir Anna Sigríður Þórðardóttir deildarstjóri og EMPH-nemi menntun Háskóla Íslands í stjórnun og rekstri heilbrigðisstofnana. Eftir að hágæsludeildin var lögð niður og ég aftur komin í hlutverk almenns hjúkrunarfræðings hóf ég diplómanám í hjúkrun fullorðinna og stefndi á meistaranám í stjórnun í hjúkrunardeild HÍ. Ég færði mig svo yfir í diplómanám í hjúkrunarstjórnun og útskrifaðist í janúar 2008. Þá renndi ég fyrir pennaveskið og tilkynnti sjálfri mér og öllum öðrum að nú væri ég hætt þessu. Sú yfirlýsing varð fljótt að engu því í maí sama ár var ég svo búin að skrá mig til náms í Háskólanum í Reykjavík og sé ekki eftir því.“ Þroski hæfileikana sjálfur Tvö ár eru síðan Háskólinn í Reykjavík setti á laggirnar svonefnt EMPH (Executive Master of Public Health) nám í lýðheilsu og stjórnun. Námið er tvö ár og er afar víðtækt. „Í raun og veru er farið yfir allt frá faraldursfræði og rannsóknaraðferðum að öllum þáttum stjórnunar, eins og mann­ auðs­, fjármála­ og breytingastjórnun. Það er mikil áhersla lögð á að maður sjálfur taki þátt og þroski hæfileika sína sem stjórnandi,“ segir Anna Sigríður. Í EMPH­náminu er Háskólinn í Reykjavík í samstarfi við Columbia­háskóla í Banda­ ríkjunum, McGill­háskólann og Mayo Clinic hvað varðar skipulag námsins og koma margir kennarar frá þessum stofnunum. Í fyrstnefnda skólanum hefur raunar verið boðið upp á EMPH­nám síðastliðin tuttugu ár og er námstilhögun þar höfð sem fyrirmynd í HR. „Þó lýðheilsa sé ung fræðigrein hefur heilbrigðisþjónustan á Íslandi auð vitað stuðlað að bættri lýðheilsu um langa hríð. Til dæmis var stofnun heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík, laust fyrir 1960, gífurlegt framfaraskref á sviði lýðheilsu. Lýðheilsustöð í þeirri mynd, sem hún er nú, er ung stofnun en vinnur mjög merkilegt starf á sviði fræðslu og forvarna. Á einhvern máta höfum við frætt kynslóðir mann fram af manni en núna er það gert með betra og samræmdara skipulagi. Lýðheilsa fjallar í raun um að bæta heilbrigði, lengja líf og bæta almenna líðan fólks í víðum skilningi. Þróunin í þessum efnum hefur verið mjög áhugaverð.“ Anna Sigríður Þórðardóttir starfar sem deildarstjóri á Kleppi. Jafnhliða starfinu stundar hún námið þar sem mikil áhersla er lögð á samvinnu og teymisvinnu. „Hjúkrun, eins og aðrar vísindagreinar, taka jafnan gagnreyndum breytingum. Fagið er lifandi og fylgir þeim breytingum sem verða á samfélaginu. Það er slæmt að botnfrjósa og ávísun á stöðnun,“ segir Anna Sigríður Þórðardóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á Landspítalanum á Kleppi. Hún er ein fjölmargra hjúkrunarfræðinga sem á undanförnum árum hafa vent sínu kvæði í kross og farið í nám til að auka faglega þekkingu en ekki síður auka persónulega færni. Þetta segir hún hafa gert sér ákaflega gott. „Því er ég þess mjög hvetjandi að hjúkrunarfræðingar afli sér aukinnar menntunar, hver sem hún er,“ segir hún.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.