Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Qupperneq 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Qupperneq 22
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 201018 Fríða Björnsdóttir, fridabjornsdottir@gmail.com JAFNÖLDRUR FÉLAGSINS SÍNS Þrjár hjúkrunarkonur fögnuðu 90 ára afmæli sínu á afmælisári Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, eða Hjúkrunarfélags Íslands eins og félagið hét þegar þær gengu í það að afloknu námi fyrir meira en hálfri öld. Yngst þessara þriggja er Sigrún Hermannsdóttir frá Seyðisfirði sem átti afmæli í desemberlok. Síðan kemur Jónína Stefanía Bjarnadóttir frá Norðfirði, hálfum mánuði eldri, og loks Arngrunnur Sigríður Ársælsdóttir úr Reykjavík sem er fædd í október. Hjúkrunarkonurnar lýstu námi og starfi og því hvernig þær fóru allar til framhaldsnáms til útlanda. Arngunnur útskrifaðist í apríl 1943, Jónína haustið 1946 og Sigrún í maí 1945. Sigrún Hermannsdóttir NÆTURVAKTIRNAR Í KAUPMANNAHÖFN ALGJÖR LÚXUS Þegar Sigrún Hermannsdóttir var lítil stúlka austur á Seyðisfirði vildi hún helst verða læknir. Hún var elst í hópi sex systkina. Tvö systkini hennar dóu ung og tók hún það óskaplega nærri sér og vakti það án efa löngun hennar til að verða að liði. Sigrún fór þó ekki í læknisfræðina heldur snéri sér að hjúkrun. „Kannski var það mest af eigingirni að ég valdi hjúkrun. Ég vildi vera sjálfstæð og geta unnið fyrir mér en ég hafði afgreitt í Kaupfélaginu á Seyðisfirði áður en ég fór í námið. Reyndar voru tvær hjúkrunarkonur á Seyðisfirði sem ég leit upp til. Önnur var Helga Jóhannsdóttir sem hafði lært úti í Kanada sem mér þótti afar ævintýralegt. Hin var Gróa Guðjónsdóttir, hálfsystir móður minnar, sem fór árið 1933 til London og vann þar við hjúkrun,“ segir Sigrún. Ellefu stúlkur byrjuðu í forskólanum með Sigrúnu í febrúar 1942 en aðeins fimm þeirra útskrifuðust. Á meðan stúlkurnar Sigrún Hermannsdóttir heldur á leirstyttu, Hjúkrunarkonunni, eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal. Þessar styttur voru gerðar árið 1944 á 25 ára afmæli Hjúkrunarfélags Íslands og gafst hjúkrunarkonum tækifæri til að kaupa þær. Mynd til vinstri: Jónína Stefanía Bjarnadóttir.Mynd fyrir miðju: Arngunnur Sigríður Ársælsdóttir.Mynd til hægri:

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.