Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Side 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Side 27
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 2010 23 ræða. Frá stofnun sjóðanna hafa safnast þar miklar eignir með innborgunum launagreiðenda vegna starfsmanna, að verulegum hluta vegna hjúkrunarfræðinga. Eignamyndunin verður til við það að útborganir úr sjóðunum eru minni en innborganir og ávöxtun. Öll rök standa til þess að FÍH eigi hlutdeild í þessari eignamyndun þrátt fyrir úrsögn úr BHM. Stjórnin telur afstöðu BHM í þessu máli ekki standast lög og auk þess sýna mikla ósanngirni gagnvart FÍH. FÍH mun, fyrir hönd félagsmanna allra, standa vörð um þessi réttindi. Áhrif úrsagnar FÍH úr BHM á félagsmenn FÍH Eins og að framan greinir rekur FÍH sjálf stæðan starfs menntunarsjóð en launa greiðendur greiða 0,22% af dag­ vinnu launum hjúkrunarfræðinga í þann sjóð. FÍH rekur einnig sjálfstæðan orlofs sjóð sem launagreiðendur greiða í sem nemur 0,25% af heildarlaunum hjúkrunarfræðinga. Þá greiða launa­ greiðendur 1,5% af föstum dagvinnu­ launum hjúkrunarfræðinga í vísindasjóð en FÍH var eina félagið í BHM sem afsalaði sér ekki greiðslum í vísindasjóð í kjarasamningum 2008. Engin breyting verður á þessum sjóðum vegna úr sagnar FÍH úr BHM. Til að tryggja að hjúkrunar­ fræðingar geti áfram notið sambærilegra styrkja og þeir hafa getað sótt í styrktar­ og sjúkrasjóði BHM á meðan unnið er að lausn þessa ágreinings, mun FÍH koma á fót bráðabirgðaúrræði, sérstökum sjóði innan FÍH sem tryggir hjúkrunarfræðingum sambærilega styrki og stjórn FÍH telur þá eiga rétt á úr sjóðum BHM. Í nóvember sl. samdi FÍH við lögmann um þá ráðgjöf sem áður var sótt til BHM. Samningurinn tryggir félaginu og félagsmönnum meiri þjónustu en hægt var að gera kröfur til hjá BHM. Sá hluti félagsgjalda félagsmanna FÍH sem áður rann til BHM, um 14 milljónir króna árlega, mun hér eftir nýtast í beina þjónustu við þá frá félaginu. Þó reikna megi með að kostnaður vegna uppgjörs við BHM verði verulegur á þessu ári mun stjórn FÍH þó leitast við að tryggja að starfsemi félagsins og reikningar sýni að þeir fjármunir, sem áður fóru í starfsemi BHM, leiði til aukinnar þjónustu í samræmi við markmið með nýju skipulagi félagsins. Þá er einnig rétt að ítreka að talsverður tími formanns og sviðstjóra kjara­ og réttindasviðs fór í störf innan BHM, störf sem að sjálfsögðu nýttust hjúkrunarfræðingum að einhverju leyti. Sá tími mun nú nýtast í störf innan FÍH og í þjónustu við félagsmenn. Að lokum er rétt að árétta að stjórn og starfsmenn FÍH munu fyrst og síðast gæta réttinda félagsmanna í FÍH í málum er tengjast úrsögn FÍH úr BHM. Elsa B. Friðfinnsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.