Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Page 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Page 47
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 2010 43 Umsóknarfrestur fyrir meistara- og doktorsnám er 15. apríl Hjúkrunarfræðideild HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ www.hjukrun.hi.is ÍS LE N SK A S IA .I S H SK 4 77 28 1 0/ 09 fjögurra ára háskólamenntun,“ segir Guðrún Úlfhildur. Þar sem vantaði háskólakennara fóru margar í hópnum mjög fljótlega að kenna. Upp kom þá sú sérkennilega staða að um tíma voru nemar í Nýja hjúkrunarskólanum með hærri laun en sumir kennarar í skólanum. Í Nýja hjúkrunarskólanum voru kennd framhaldsnámskeið í hjúkrun og margir nemar því með langan starfsaldur en háskólamenntuðu kennararnir voru reynslulitlir og því á byrjunarlaunum. Fljótlega eftir fundinn í Hjúkrunarfélaginu var farið að undirbúa stofnun nýs félags. Það varð að veruleika í desember 1978. Á stofnfundinum gekk reyndar erfiðlega að ákveða nafn félagsins. Boða þurfti til framhaldsstofnfundar og náðist samstaða og sérstöðu. Þeim var safnað saman í Útgarð og gerður var kjarasamningur við ríkið. Margir vilja meina að þetta hafi ekki verið eiginlegar samningaviðræður heldur frekar ákvörðun ríkisins. Meðal annars var ákveðið að hjúkrunarfræðingar skyldu ekki fá full laun fyrr en níu mánuðum eftir útskrift. Þetta hafði aldrei gerst með háskólamenntað fólk fyrr. „Það voru vonbrigði að ekki tókst að hækka launin mjög mikið en þau urðu samt sambærileg við laun annarra með nema einn fundarmaður var á móti. Kosið var svo í kjaranefnd og fræðslunefnd. Daginn eftir stofnfund hittist hin nýkjörna stjórn heima hjá Guðnýju Önnu. Jóhanna tók að sér að vera formaður en allir skyldu vinna saman og koma fram fyrir hönd félagsins. Eitt fyrsta verk félagsins var að undirbúa ráðstefnu um heilsuvernd fjölskyldunnar en sú ráðstefna var haldin í september 1979. Þar mættu um hundrað manns og því greinilegt að meirihlutinn var ekki í félaginu. Það var heldur ekki ástæða til að búa til hindranir því hjúkrunarfræðingar vildu ræða málin án tillits til félagsskírteinis. Þó að FHH hefði sína eigin stefnu í kjaramálum tók félagið strax upp samvinnu við Hjúkrunarfélag Íslands í menntunarmálum. Félögin tvö skrifuðu til dæmis undir sameiginlega ályktun um menntunarmál snemma árs 1979 í tilefni af frumvarpi til laga þar sem setja átti hjúkrunarmenntun í framhaldsskóla. Formleg samstarfsnefnd félaganna tveggja var skipuð 1984 en síðan áttu eftir að líða 10 ár þangað til félögin sameinuðust. Fyrsta fréttabréf félagsins var gefið út í febrúar 1983. Draumurinn var að geta gefið út alvöru ritrýnt tímarit en Tímarit FHH kom fyrst út 1984. Í því voru erindi frá ráðstefnunni um hjúkrunarfræðslu í nóvember 1983. Greinar í tímaritinu voru oft upphaflega ráðstefnuerindi og 1988 voru til dæmis birt erindi frá ráðstefnunni um hugmyndafræði hjúkrunar sem var haldin á Hótel Sögu 1987. Tímaritið var gefið út árin 1984­1992, samtals 9 árgangar, en einungis kom út eitt tölublað á ári. Félagsmenn voru ekki margir fyrstu árin. Á stofnfundinn 2. desember 1978 mættu 18 manns. Þær voru 14 sem útskrifuðust 1977 og við bættust 23 í desember 1978 en 17 þeirra skráðu sig í félagið. Það var því fámennur hópur ungra og reynslulítilla hjúkrunarfræðinga sem lögðust í það mikla verkefni að búa til öflugt stéttarfélag. Þegar félagið sameinaðist Hjúkrunarfélagi Íslands 1994 voru félagsmenn hins vegar orðnir yfir 600. Ungu hjúkrunarfræðingarnir úr fyrstu stjórn eru nú allir komnir með langa starfsreynslu og hafa dreifst á ýmsa vinnustaði. Þeir hafa augljóslega smitað hver annan því allir fóru þeir fyrst í geðhjúkrun. Ingibjörg Einarsdóttir hefur unnið á ýmsum deildum og er nú deildarstjóri á geðsviði Landspítala eins og Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir. Jóna Siggeirsdóttir var einnig um tíma deildarstjóri á geðsviði Landspítalans en er nú hjúkrunarfræðingur í Sóltúni. Jóhanna Bernharðsdóttir hefur kennt geðhjúkrun í mörg ár og er nú lektor í geðhjúkrun við HÍ. Guðný Anna Arnþórsdóttir var einnig í mörg ár lektor í geðhjúkrun við HÍ og samhliða því sviðsstjóri geðsviðs á Borgarspítalanum. Hún er nú starfsmannastjóri á svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík. Fyrsta stjórn Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Standandi frá vinstri eru Jóna Siggeirsdóttir, Ingibjörg Einarsdóttir og Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir. Sitjandi frá vinstri eru Jóhanna Bernharðsdóttir og Guðný Anna Arnþórsdóttir.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.