Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Qupperneq 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Qupperneq 51
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 2010 47 Rannsóknir og nýsköpun skipa háan sess hjá EFN. Það er eitt af markmiðum EFN að skoða og bregðast við málum sem tengjast hjúkrunarstéttinni og heilsu Evrópubúa og hafa hverju sinni tiltækar uppfærðar upplýsingar um stéttina og málefni hjúkrunar í Evrópu allri. Skoðanir, stefnuyfirlýsingar og umsagnir EFN gagnvart stofnunum innan ESB eru að jafnaði byggðar á og orðaðar í samræmi við niðurstöður rannsókna um viðkomandi efni. EFN er virkur þátttakandi í verkefnum um heilbrigðismál og heilbrigðisstarfsfólk. Samtökin taka um þessar mundir þátt í nokkrum verkefnum. Verkefni EFN um lýðheilsu Með verkefninu hefur EFN samið leið beiningar um innihald kennsluskrár sí mennt unar fyrir hjúkrunarfræðinga í Evrópu á sviði lýðheilsu. Verkefnið var unnið með það fyrir augum að allt heilbrigðisstarfsfólk og þar með taldir hjúkrunarfræðingar verði að vera undirbúið fyrir verkefni framtíðarinnar og hafa kunnáttu og getu til að vinna að lýðheilsu og forvörnum gegn sjúkdómum. Verkefnið var kostað af framkvæmdastjórn ESB og félög hjúkrunarfræðinga um alla Evrópu voru þátttakendur í því. Spár um fjölda hjúkrunarfræðinga: Skipu lag mannafla í hjúkrun Markmið þessa þriggja ára verkefnis er að taka á þeim hjúkrunarfræðingaskorti sem spáð er á næstu árum og bæta skipulag mannafla í hjúkrun í Evrópu, í fyrstu með því að vinna með núverandi spálíkön fyrir mannauðsstjórnun og síðar taka inn áætlunarlíkön um öryggi sjúklinga og meta áhrif á mannaflaþörf. Í verkefninu er safnað gögnum frá almennum bráðasjúkrahúsum en þau hafa yfir að ráða flestum hjúkrunarfræðingum, þar verða flest mistök og atvik og þangað fer stærstur hlutur útgjalda til heilbrigðismála. Þátttakendur í verkefninu eru frá 11 löndum ESB auk Kína, Suður­Afríku, Botswana og Bandaríkjanna. EFN er þátttakandi í ráðgjafaráði verkefnisins. Hreyfanleiki heilbrigðisstarfsfólks (Prof mobility) Evrópusamtök um heilsu vernd (EHMA) hafa yfirumsjón með þessu verkefni þar sem stefnt er að því að semja umsagnir til ESB og aðildar landanna um þau áhrif sem stefna ESB, sem ætlað er að auka hreyfanleika heilbrigðisstarfsfólks, hefur á stjórnun heilbrigðisþjónustu. EFN tekur þátt í ráðgjafaráði þessa verkefnis. Hreyfanleiki heilbrigðisstarfsfólks (MoHProf) Þetta er þriggja ára verkefni sem í taka þátt evrópskir og alþjóðlegir rann sóknaraðilar auk fjölda alþjóðlegra samtaka. Markmiðið með verkefninu er að rannsaka hvernig heilbrigðisstarfsmenn, fyrst og fremst hjúkrunarfræðingar og læknar, færa sig milli vinnustaða til, frá og innan Evrópusambandsins. EFN er þátttakandi í ráðgjafaráði verkefnisins og skipulagði umræðufund með stjórn­ málamönnum og stefnumótendum ESB. Tengslanet Evrópusambandsins um öryggi sjúklinga (EUNetPaS). Verk efnið, sem er kostað að hluta af framkvæmdastjórn ESB, á að standa í tvö og hálft ár. Í því eru virkjuð 27 aðildarlönd ESB og allir meginhagsmunaaðilar innan ESB og þar meðtalið EFN. Meginmarkmið verkefnisins er að koma á fót samvinnu aðildarlandanna um sameiginlegan stuðning, flutning þekkingar og bestu vinnubragða og skipti á hugmyndum og efni sem getur hraðað framförum í öryggismálum sjúklinga. Jafnframt er ætlunin að koma á fót þver­evrópsku tengslaneti um öryggi sjúklinga. EFN hefur stöðu aukaaðila og er virkur þátttakandi í verkþáttunum „Venjur í öryggismálum sjúklinga“, „Menntun og þjálfun“, „Vettvangsprófanir og mistök í lyfjagjöfum“ og „Mat á verkefninu“. Verkefninu var hleypt af stokkunum í Utrecht í Hollandi í febrúar 2008 og áætlað er að því ljúki í september 2010. Frekari upplýsingar um starfsemi EFN má finna á vefsíðu samtakanna, www.efnweb.eu. Fréttapunktur ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.