Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Side 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Side 9
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 2011 5 Þegar þetta er lesið eru formannskosningar afstaðnar. Einhver kann að spyrja sig af hverju ekki er fjallað um þær hér í blaðinu. Tímasetningar fyrir formannskjör samrýmast hins vegar illa útgáfuáætlun tímaritsins og því ekki tækifæri til að kynna frambjóðendur í tímaritinu. Hugsanlega kemur þetta ekki að sök þar sem slík kynning hefur lítið lesendagildi eftir kosningar. Vefurinn er hér betri miðill. Það er eftirtektarvert að þetta var í fyrsta sinn frá stofnun félagsins 1994 sem frambjóðendur í formannskjöri voru fleiri en einn. Það reyndi því á lög félagsins og reglur um formannskjör. Málið verður eflaust rætt á aðalfundinum og sagt verður frá þeirri umræðu í Tímariti hjúkrunarfræðinga í haust. Vegna tímasetninga hentar einnig illa að kynna á ítarlegan hátt umfjöllunarefni aðalfundar í Tímariti hjúkrunarfræðinga. Til dæmis rennur skilafrestur fyrir tillögur til lagabreytinga út eftir að þetta tölublað er farið í prentun. Sagt er hins vegar frá helstu málum aðalfundar í grein í blaðinu og kynnt ný stefna félagsins í heilbrigðismálum. Sú stefna hefur verið lengi í smíðum og breyst talsvert síðan hún var fyrst kynnt í Tímariti hjúkrunarfræðinga fyrir ári. Nú stendur til að leggja hana fyrir aðalfund og gott að sem flestir félagsmenn hafi kynnt sér efni hennar fyrir fram. Enn er fátt að segja um gang mála í kjaraviðræðunum. Launakjör félagsmanna hafa lítið breyst síðastliðin ár eins og sjá má í niðurstöðum kjarakönnunar. Lítið svigrúm er fyrir kjarabætur að sögn vinnuveitenda. Það er gömul saga og ný en staðan er óvenjuerfið eftir bankahrunið. Ljóst er að þetta verður átakamál og fjallað verður um kjarasamningana í tímaritinu þegar niðurstaðan liggur fyrir. Þrátt fyrir þessa erfiðleika halda félagsmenn áfram að vinna vinnu sína, læra meira og skrifa greinar um starfið og fræðin. Það sést glöggt í þessu tölublaði. Hér er fjallað um mörg svið hjúkrunar og eflaust ýmislegt áhugavert fyrir alla lesendur. Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 6405 Bréfsími 540 6401 Netfang christer@hjukrun.is Vefsíða www.hjukrun.is Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sími skrifstofu 540 6400 Ritstjóri og ábyrgðarmaður Christer Magnusson Ritstjórnarfulltrúi Sunna K. Símonardóttir Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu christer@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu­ og fræðigreina er að finna á vefsíðu tímaritsins. Ritnefnd: Auðna Ágústsdóttir Brynja Ingadóttir Dóróthea Bergs Herdís Sveinsdóttir Ingibjörg Jóna Friðbertsdóttir Sigríður Skúladóttir Ráðgjafi vegna handrits í ritrýni: Árún K. Sigurðardóttir Fréttaefni: Aðalbjörg Finnbogadóttir og Christer Magnusson Ljósmyndir: Christer Magnusson, Gyða Eyólfsdóttir, Þór Gíslason, o.fl. Próförk og yfirlestur: Ragnar Hauksson Auglýsingar: Þórdís Gunnarsdóttir, sími 866 3855 Hönnun: Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður FÍT Prentvinnsla: Litróf Upplag 4000 eintök Pökkun og dreifing: Pósthúsið TÍMI ÁKVARÐANA Nú í vor er margt að gerast sem kallar á ákvarðanatöku félagsmanna. Nýlega kusu félagsmenn formann í allsherjarkosningu og í maí er svo aðalfundur þar sem allir félagsmenn hafa atkvæðisrétt. Í vændum eru nýir kjarasamningar og verður kosið um þá þegar þeir liggja fyrir. Christer Magnusson. Ritstjóraspjall

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.