Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Page 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Page 11
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 2011 7 assessment in advanced dementia). Á PAINAD­kvarðanum eru fimm þættir með þremur svarmöguleikum frá 0 til 2. Fleiri stig sýna meiri verki. Svör hjúkrunarfræðings við spurningunum segja til um viðbrögð sjúklingsins. Dæmi um svarmöguleika í svipbrigðum eru: 0=bros, 1=depurð, ótti; 2=gretta (Cheung og Choi, 2008). Á verkjakvarðanum í RAI­matstækinu eru notaðar tvær breytur til að búa til niðurstöðu 0­3. Hann hefur mikla fylgni við sjónræna verkjakvarðann VAS (visual analogue scale). Honum verður lýst nánar hér á eftir. Mat á verkjum verður að byggjast á lýsingu sjúklingsins eða á ályktunum fagfólks sem það dregur af hegðun einstaklingsins. Beinar spurningar til allra sem þjást af heilabilun en eru enn færir um að tjá sig ættu að vera upphafið að verkjamati. Langvarandi verkir Verkur hefur verið skilgreindur sem óþægileg skynjun eða tilfinningaleg upplifun (Landspítali, 2009). Hann telst langvarandi ef hann hefur staðið lengur en tvo mánuði. Ekki er alltaf hægt að uppræta frumorsök verkja, til dæmis ef um er að ræða slit, Skilgreining Í Sóltúni er notuð skilgreining úr RAI­handbókinni en þar er verkur skilgreindur sem hvers konar líkamlegur sársauki eða óþægindi staðsett hvar sem er í líkamanum. Verkur getur verið staðbundinn eða dreifður. Hann getur verið langvarandi, skyndilegur, samfelldur eða með hléum. Hann getur fylgt hreyfingu eða verið til staðar í hvíld. Verkur er mjög einstaklingsbundinn. Verkur er það sem íbúinn segir hann vera. Viðmið Starfsfólk skal geta af öryggi tekist á við verki og það á að búa yfir staðgóðri þekkingu. Mælitæki til að framkvæma verkjamat eru til staðar, svo sem verkjamatsblað og VAS­kvarði. Gæðakvarðar samkvæmt RAI­matstækinu eru mældir þrisvar á ári. Kannað er reglulega í Sögukerfinu hversu algengir verkir eru og meðferð er endurskoðuð reglulega. Framkvæmd • Verkjamat fer fram hjá öllum íbúum sem hafa verki og það skráð markvisst í hjúkrunarskrá Sögu (rafræn sjúkraskrá) og RAI­matstæki. • Verkjameðferð er ákvörðuð í teymi fagfólks, í samráði við íbúa eða aðstandendur hans. Stærð teymisins er einstaklingsbundin eftir þörfum íbúa. • Í lyfjaherbergjum er handbók um verkjameðferð þeirra sem eru í líknarmeðferð og þurfa sterk verkjalyf. • Hluti af verkjameðferðinni felst í að fræða íbúa og aðstandendur um verki og verkjameðferð. Árangursviðmið • Íbúar tjái sig um viðunandi árangur verkjameðferðar. • Íbúar hafi þjáningarlaust yfirbragð. • Íbúar séu sáttir við þá verkjameðferð sem þeir fá. Staðall verkjateymis Sóltúns (Gæðastaðall um verkjameðferð, sjá nánar á www.soltun.is/tjonusta/gaedi.asp.) gigt eða ólæknandi sjúkdóma. Samkvæmt RAI­matstækinu árið 2009 voru 48,33% íbúa á Íslandi sem dvöldu í hjúkrunarrýmum með verki alla daga (Heilbrigðisráðuneytið, 2011). Langvarandi verkir eru mikilvægt og stundum vanmetið heilsufarsvandamál auk þess sem þeir hafa slæm áhrif á andlega líðan og geta leitt af sér óróleika, kvíða, svefnleysi, þyngdartap og minni hreyfigetu (Magnús Jóhannsson, 2005). Hjá sjúklingum, sem þjást af heilabilun, geta verkir komið fram sem uppnám. Íbúar draga sig einnig stundum í hlé eða hreyfa sig minna. Ófullnægjandi verkjameðferð er útbreitt vandamál víða um heim. Ýmislegt getur komið í veg fyrir að verkir séu ekki meðhöndlaðir sem skyldi, meðal annars hár aldur sjúklinganna og samskiptaörðugleikar við þá. Mikilvægt er því að greina, meta og skrá einkenni og nota viðeigandi matstæki. Einnig er mikilvægt að sjá fyrir versnun einkenna og breyta meðferð í samræmi við það. Auk þess þarf reglulega að meta árangurinn af meðferðinni. Meðferð einkenna byggist á þátttöku margra faghópa. Meðferð líkamlegra einkenna er mikilvæg en jafnframt þarf að sinna andlegri vanlíðan (Landspítali, 2009). RAI-matstækið RAI­matstækið (Resident Assessment Instrument, á íslensku nefnt Raunverulegur aðbúnaður íbúa) er viðamikið mats­ og greiningartæki sem gefur tölulegar niðurstöður bæði um hjúkrunarþörf og um gæði þjónustunnar. Eins og kunnugt er er RAI­mat gert á öllum íbúum hjúkrunarheimila á landinu. Gæðavísar og ­kvarðar (skalar) hafa verið búnir til fyrir RAI­ matstækið. Gæðakvarðar eru skilgreindir í matstækinu, til dæmis vitrænn kvarði, verkjakvarði, lífskvarði, þunglyndiskvarði og virknikvarði. Gæðavísar eru tölulegar upplýsingar, gjarnan í formi hlutfalls, sem gefa vísbendingar um gæði eða gagnsemi skilgreindra verkferla. Gæðakvarðar og ­vísar gefa starfsfólki og stjórnendum vísbendingar um það sem vel er gert og það sem betur má fara. (Anna Birna Jensdóttir o.fl., 1998; Zimmerman o.fl., 1995). Allar RAI­matsgerðir fyrir íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni árin 2006 til 2010 voru skoðaðar sérstaklega með tilliti til einkenna um verki. Alls voru matsgerðirnar 1546 (Heilbrigðis ráðu­ neytið, 2011). Fleiri en ein RAI­matsgerð var um sama einstakling ef hann bjó á heimilinu öll árin. Verkjakvarði var

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.