Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Page 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Page 15
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 2011 11 Fordómar og vanþekking „Rannsóknir sýna að ýmsir utanaðkomandi þættir geta haft áhrif á það hvernig verkjameðferð er framkvæmd á hinum ýmsu stofnunum. Þar get ég nefnt dæmi um sjúklingana sjálfa og aðstandendur þeirra. Fram hafa komið neikvæð viðhorf gagnvart sterkum verkjalyfjum sem verða þess valdandi að sjúklingurinn fær ekki þá meðferð sem hann þarf á að halda. Margir eru hræddir við lyf,“ útskýrir Sigríður. Hún skoðaði viðhorf almennings gagn vart meðferð krabbameinsverkja í doktors­ ritgerð sinni og fékk staðfestingu á því að það er mikill ótti hjá fólki við fíkn eða þolmyndun gagnvart virkni verkjalyfja. „Hin hlið málsins er viðhorf eða vanþekking heilbrigðisstarfsfólks. Sumir hafa ekki fengið nægilega fræðslu eða þjálfun og geta því haft ákveðnar ranghugmyndir eða jafnvel fordóma gagnvart verkjalyfjum. Margt heilbrigðisstarfsfólk er hrætt við að það sé að búa til fíkla. Sömuleiðis er vel þekkt hræðsla heilbrigðisstarfsfólks við öndunarbælingu ef tekið er of mikið af verkjalyfjum. Það er vissulega áhætta en það á þó fyrst og fremst við ef meðferðin er ekki rétt. Ef vandað er til meðferðarinnar er ekki mikil hætta á að slíkt gerist. Þess utan eru hindranir innan stofnana. Ef stofnunin hefur ekki að forgangsverkefni að meðhöndla verki og starfsfólkið fær ekki stuðning við það hefur það áhrif. Einnig þurfa heilbrigðisstarfsmenn að hafa aðgang að þeim úrræðum sem eru fyrir hendi. Til að ná árangri á þessu sviði þarf að vinna með marga þætti innan heilbrigðisgeirans. Grunnurinn að allri verkjameðferð er að meta sjúklinginn og greina verkina. Síðan er byggð upp meðferð sem unnin er út frá þeirri greiningu,“ greinir Sigríður frá og heldur áfram. „Hjúkrunarfræðingar ákvarða ekki meðferð en þeir gegna mikilvægu hlutverki í að framkvæma hana. Þeir fylgjast með sjúklingnum og upplýsa aðra starfsmenn um viðbrögð og árangur. Verkjalyfjameðferð er hornsteinn meðferðar en í sumum tilfellum er hægt að nota aðrar aðferðir til viðbótar. Hjúkrunarfræðingar geta kennt sjúklingum þær aðferðir og frætt þá um nauðsyn þeirra. Ekki er síður nauðsynlegt að fræða aðstandendur, brýna fyrir þeim mikilvægi meðferðarinnar og kenna þeim að bregðast við aukaverkunum.“ „Margt heilbrigðis­ starfsfólk er hrætt við að það sé að búa til fíkla.“ Krefjandi vinnuumhverfi „Ég hef mikinn metnað til þess að bæta hjúkrun hér á landi til að auka velferð sjúklinga. Það getur vissulega verið erfitt að gera rannsóknir í klínísku umhverfi en það er alls ekki útilokað. Ég hef sem betur fer fengið mikinn meðbyr í rannsókninni og mikilvægan stuðning frá yfirmönnum. Fólk veit hvað þetta vandamál er algengt og hefur mikil áhrif á líðan sjúklinganna og afdrif þeirra. Heilbrigðisstarfsfólk vinnur í krefjandi umhverfi þar sem eru örar breytingar. Á sjúkrahúsunum er verið að sinna mun veikara fólki heldur en fyrir tíu árum og það liggur inni í styttri tíma. Þess vegna getur verið erfitt fyrir starfsfólkið að bæta á sig nýjungum í starfi. Það að taka þátt í rannsóknum er enn ein viðbótin sem er ekki alltaf auðvelt að bæta við. Hins vegar má ekki gleyma að Landspítalinn er háskólasjúkrahús og í því felst að þar á að fara fram þekkingarþróun sjúklingum til hagsbóta og þar gegna rannsóknir lykilhlutverki,“ segir Sigríður enn fremur. Tilraunarannsóknin hófst í janúar síðastliðnum og er þriggja ára verkefni. Fyrir verkefninu fékkst þriggja ára styrkur frá Rannís sem verður síðan endurmetinn á hverju ári. „Við fengum sjö milljónir á þessu ári en í heildina hljóðar styrkurinn upp á 20 milljónir ef framvindan í verkefninu verður eðlileg. Styrkurinn gerir okkur kleift að greiða laun þeirra sem standa að þessu, til dæmis doktors­ og meistaranema. Við höfum unnið ötullega í gagnasöfnun og fengið stóran liðsafla til hjálpar. Þetta er mannaflsfrekt verkefni. Tímafrekt var að undirbúa verkefnið og til að eiga möguleika á styrkjum þarf að vanda til verksins. Við vorum svo lánsöm að fá styrk úr vísindasjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á síðasta ári og hann gerði okkur kleift að vinna allar þær forrannsóknir sem voru nauðsynlegar til að undirbúa þetta verkefni. Ég hef verið með góðan hóp sérfræðinga með mér í þessari vinnu.“ Góð fyrirmynd og stuðningur „Allar legudeildir á lyflækninga­ og skurðstofusviði og ein deild á kvenna­ og barnasviði taka þátt í verkefninu með okkur. Við höfum safnað gögnum á þessum deildum og kortleggjum útkomuna. Með fram þessu höfum við metið viðhorf og þekkingu hjúkrunarfræðinga á þessum deildum til verkjameðferðar með því að senda þeim spurningalista. Í framhaldinu höfum við svo skipt deildunum upp í tilraunahóp og samanburðarhóp. Hjúkrunarfræðingarnir, sem starfa á tilraunadeildunum, sátu þriggja daga námskeið þar sem farið var yfir verkjameðferðarferli og hlutverk hjúkrunarfræðinga sem byggist á þessu bandaríska verkefni. Í kjölfarið höfum við stutt við þessa hjúkrunarfræðinga og munum gera það áfram. Ekki sátu allir hjúkrunarfræðingar á deildunum námskeiðið heldur voru valdir tveir af hverri deild sem hafa brennandi áhuga á verkjameðferð og vilja stuðla að breytingum. Þeim er síðan ætlað að hafa áhrif á sitt samstarfsfólk og koma fræðslu á framfæri við þá. Þeir eiga að vera góðar fyrirmyndir og stuðningur við hina. Í haust fara hjúkrunarfræðingar, sem vinna á samanburðardeildum, á sams konar námskeið. Árangur verður metinn í maí því við viljum gera það áður en sumarlokanir og sameiningar deilda verða í sumar. Annað mat verður í haust og svo aftur á næsta ári. Þessi rannsókn snýr eingöngu að hjúkrunarfræðingum en það hefði verið áhugavert að fá fleiri hópa inn í, eins og lyfjafræðinga og lækna. Að þessu sinni er þó einungis horft til hjúkrunarfræðinganna. Vonandi skilar rannsóknin þeim árangri að hægt verði að taka aðra hópa með í ferlið. Við viljum gjarnan vita hvort markviss verkjameðferð hefur áhrif á tíðni endurinn­ lagna og legutíma. Ef það kemur í ljós að meðferðin dragi úr endurinnlögnum

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.