Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Page 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Page 18
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 201114 Nálaskiptiþjónusta, sem miðar að því að draga úr þeim skaða sem sprautunotkun fíkla veldur þeim sjálfum ásamt samfélaginu í heild, hefur víða gefið góða raun. Á Íslandi er áætlað að sprautunotendur séu um 700 talsins og að um 300 þeirra séu smitaðir af lifrarbólgu C. Hingað til hefur HIV­smit ekki náð að breiðast út í þennan hóp en nú virðist vera breyting þar á. Jafnvel þó að HIV­smit hafi enn ekki náð mikilli útbreiðslu á meðal vímuefnaneytenda sem sprauta sig er mikilvægt að koma á samfélagsmiðuðu forvarnarstarfi. Slíkt getur takmarkað frekari útbreiðslu smits verulega þó að lítið sé um smit hérlendis enn sem komið er. Helga Sif Friðjónsdóttir, Jóna Sigríður Gunnarsdóttir og Rúna Guðmundsdóttir, helgasif@hi.is NÁLASKIPTIÞJÓNUSTA MINNKAR SKAÐA VEGNA NEYSLU Erfitt er að uppræta fíkniefnanotkun en nauðsynlegt að takmarka hliðarverkanir hennar. Síðan haustið 2009 er í Reykjavík dreift nálum og sprautum til fíkla sem sprauta sig í æð. Þetta verkefni borgar sig væntanlega fyrir samfélagið ef tekst að koma í veg fyrir að menn smitist af HIV­ eða C­lifrarbólguveirunni. Hér er sagt frá reynslunni af slíku starfi í öðrum löndum og rannsóknum í þessum efnum. Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir er lektor við hjúkrunarfræðideild HÍ og hjúkrunarfræðingur á göngudeild fíknimeðferðar á Landspítala. Jóna Sigríður Gunnarsdóttir er hjúkrunarfræðingur á göngudeild fíknimeðferðar á Landspítala. Rúna Guðmundsdóttir er hjúkrunarfræðingur á slysa­ og bráðadeild á Landspítala. Hjólhýsið sem notað hefur verið við nálaskiptiþjónustu.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.