Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Qupperneq 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Qupperneq 38
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 201134 Formlegt stuðningsnet Á 10 ára afmælisári Krafts var stuðnings­ net félagsins sett í formlegri farveg en áður hafði verið. Í stað einstaka félagsmanns, sem veitti stuðning, án þjálfunar eða handleiðslu, var Gyða Eyjólfsdóttir sálfræðingur ráðin í að byggja upp og halda utan um stuðnings netið. Undanfarin þrjú ár hafa 34 ein staklingar lokið sérstöku námskeiði fyrir sjálfboðaliða sem vilja veita stuðning. Þeir sem geta orðið stuðningsfulltrúar þurfa að hafa greinst með krabbamein eða vera aðstandendur þess sem greindist. Miðað er við að liðin séu um tvö ár síðan meðferð lauk. Sjálfboðaliðarnir byrja á því að fylla út umsókn og ræða í framhaldi af því við Gyðu þar sem farið er yfir sögu þeirra, líðan þeirra, af hverju þeir vilja verða sjálfboðaliðar, hvers krafist verður af þeim og hvort þeir séu tilbúnir í slíkt starf. Upplýsingarnar eru trúnaðarmál og ef viðkomandi telst fær um að veita stuðning þá fer hann á námskeið fyrir stuðningsfulltrúa en þar er farið yfir ýmiss konar efni sem viðkemur stuðningi (sjá töflu 1). JAFNINGJASTUÐNINGUR FYRIR KRABBAMEINSSJÚKA OG AÐSTANDENDUR SKIPTIR MÁLI – STUÐNINGSNET KRAFTS Frá stofnun Krafts árið 1999 hefur félagið beitt sér fyrir jafningjastuðningi fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Undanfarið ár hefur orðið tæplega þreföldun á beiðnum um stuðning en sálfræðingur heldur utan um allar beiðnir, þjálfun og handleiðslu stuðningsfulltrúanna. Þeir sem nýta sér þjónustuna eru þakklátir og rannsóknir sýna að ávinningur af jafningjastuðningi getur verið margvíslegur auk þess sem hann getur lengt lífdaga sjúklinga. Gyða Eyjólfsdóttir, salarafl@gmail.com

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.