Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Side 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Side 39
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 2011 35 Tafla 1. Efni á námskeiði fyrir stuðningsfulltrúa. • Af hverju stuðningsnet? • Starf stuðningsfulltrúans • Trúnaður • Pappírsvinna • Handleiðsla • Hvað vilja skjólstæðingar • Lífsgildi • Virk hlustun • Tilfinningahliðar krabbameins • Sorgarferlið • Hættumerki • Tilvísanir • Aðstandendur • Krabbamein og kynveran • Ófrjósemi • Einhleypi einstaklingurinn og krabbamein • Þegar foreldri greinist með krabbamein – áhrif á börn • Þín eigin saga • Mörk • Ábyrgð • Leiðir til að skilja stuðningsnetið eftir Námskeið fyrir sjálfboðaliða Námskeiðið er byggt á ýmsum rannsóknum auk þjálfunarefnis fyrir sjálfboðaliða í Kanada og Nýja­Sjálandi. Fulltrúar frá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands, sálfræðiþjónustu Landspítala­ háskólasjúkrahúss og Ljósinu kynna sjálfboðaliðum þá starfsemi sem stendur krabbameinsgreindum og aðstandendum til boða á vegum þessara samtaka. Sjálfboðaliðar æfa sig í virkri hlustun og öðru efni námskeiðsins með því að taka þátt í hlutverkaleikjum og einnig æfa þeir sig að segja frá sinni eigin reynslu á viðeigandi hátt. Virk hlustun og viðeigandi frásögn af eigin reynslu er það sem skiptir máli þegar kemur að jafningjastuðningi (Pistrang o.fl., 1999) og því er lögð áhersla á þetta tvennt á námskeiðinu. Í hlutverkaleikjunum er oft glatt á hjalla þegar sjálfboðaliðarnir átta sig á því að „speglun“ getur verið flókið fyrirbæri í fyrstu! Mega ekki gefa ráð Allir stuðningsfulltrúarnir vita að þeim er ekki heimilt að veita ráð. Sem jafningjar eru þeir ekki fagaðilar og mega því ekki fara inn á svið fagaðila í heilbrigðiskerfinu með því til dæmis að gefa ráð um lyfjamál, meðferð, úrræði við aukaverkunum og þess háttar. Þess í stað er þeim leiðbeint að benda þeim sem óska eftir stuðningi á að þeir geti rætt þessar spurningar eða áhyggjuefni við viðeigandi fagaðila. Handleiðsla Eftir að stuðningsfulltrúi fær sína fyrstu beiðni um stuðning er gerð krafa um handleiðslu þar sem farið er yfir hversu vel undirbúinn sjálfboðaliðinn var, hvernig honum leið við að veita stuðninginn og eftir að honum lauk. Ef erfið líðan kemur upp eða spurningar, er unnið úr því í handleiðslunni. Allir stuðningsfulltrúarnir hafa aðgang að handleiðslu hjá Gyðu eftir þörfum en hóphandleiðslufundir eru haldnir reglulega. Á fundunum er þá einnig boðið upp á viðbótarfræðsluefni sem ekki gafst tími til að fara yfir á námskeiðinu eða mat á námskeiðinu gaf til kynna þörf fyrir tiltekið efni. Þannig hafa fundirnir verið nýttir til að fara ítarlegar í ákveðið efni eða til að fá kynningu á þjónustu, svo sem heimahlynningu Karítas. Einnig hafa „gamlir reynsluboltar“ innan Krafts komið í heimsókn og sagt frá sinni reynslu af því að veita stuðning. Þar hefur komið fram að reynsluboltarnir hefðu svo gjarnan viljað hafa aðgang að handleiðslu á sínum tíma því það kom fyrir að þeim leið illa eftir að hafa veitt stuðning, voru óvissir um hvar mörkin milli stuðnings og vináttu lágu, og áttu stundum erfitt með að passa upp á eigin líðan í stuðningnum. Tafla 2. Um hvað var rætt í stuðningssamtölum? • Greiningu krabbameins • Meðferð • Aukaverkanir meðferðar • Áhrif á samband við maka • Áhrif á samband við aðra í fjölskyldunni • Málefni tengd kynlífi • Sjálfsvígshugsanir • Fjármál • Áhrif krabbameins á tilfinningar (sorg, streitu, þreytu o.s.frv.) • Áhrif krabbameins á líkamann (verki, bjúg o.s.frv.) • Batahorfur Trúnaður og skráning Allir stuðningsfulltrúarnir undirrita trúnaðar yfirlýsingu þar sem þeir eru bundnir trúnaði gagnvart þeim ein­ staklingum sem þeir veita stuðning og gagn vart öðrum stuðningsfulltrúum. Þeir skrá upplýsingar um stuðninginn sem þeir veita en upplýsingarnar endurspegla um hvernig stuðning var að ræða, þ.e. hvort um krabbameinsgreindan einstakling eða aðstandanda var að ræða, hversu oft stuðningurinn var veittur, hversu lengi, hvort hann fór fram með símtali eða augliti til auglitis. Einnig er haldið utan um um hvað var rætt og er þá merkt við fyrirframákveðna valmöguleika (sjá töflu 2). Til viðbótar merkja stuðningsfulltrúarnir við hvort þeir bentu á þjónustu sem stendur krabbameinsgreindum og aðstand­ endum til boða, svo sem Ljósið, ráð­ gjafar þjónustu Krabbameinsfélagsins og sálfræðiþjónustu LSH, eða hvort þeir afhentu bæklinga, svo eitthvað sé nefnt. Hverjir sækjast eftir stuðningi? Stuðningurinn stendur til boða ungu fólki með krabbamein og aðstandendum þeirra og má segja að viðmiðunaraldur þess greinda sé 18­40 ára. Í stuðnings­ netinu eru bæði aðstandendur og þeir sem hafa sigrast á krabbameini, konur og karlar á aldrinum 20 til 70 ára. Þar er fólk með ýmiss konar bakgrunn, mæður, makar, dætur, ekkjur, ekklar, frænkur, frændur og vinir, fólk sem er barnlaust, fólk sem átti ung börn meðan á krabbameinsmeðferð stóð og fólk héðan og þaðan úr atvinnulífinu. Stuðningur er talinn gagnast betur ef stuðningsfulltrúinn er með svipaðan bakgrunn og krabbameinssjúklingurinn sjálfur (Pistrang o.fl., 1999) og er því reynt að finna stuðningsaðila sem passar sem best fyrir þann sem óskar eftir stuðningnum. Óskað eftir stuðningi Beiðnir berast með tölvupósti í studningsnet@kraftur.org og í síma 570­ 2700 og svarar Gyða öllum beiðnum. Beiðnirnar berast frá krabba meins­ greindum sem og aðstand endum og Gyða finnur stuðningsfulltrúa sem á sömu eða svipaða reynslu að baki og

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.