Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Page 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Page 48
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 201144 Christer Magnusson, christer@hjukrun.is HEILSUÓGN ÚR IÐRUM JARÐAR Nú er liðið ár síðan íbúar á Suðurlandi þurftu að þola tvö eldgos. Fyrra gosið reyndist ekki heilsuspillandi en flóð í kjölfar gossins sköpuðu hættu. Seinna gosið spúði miklu magni af ösku út í andrúmsloftið. Heilsugæslustöðvarnar á Hellu, Hvolsvelli og Vík í Mýrdal fylgdust vel með lungna­ og hjartasjúklingum sínum og kvörtuðu margir þeirra yfir andþyngslum. Í maí og júní var svo gerð rannsókn á heilsufari 207 íbúa á gossvæðinu. Meirihluti þeirra reyndist einkennalaus og við góða líðan. Áfram verður unnið að vísindarannsóknum á langtímaáhrifum eldgossins á lýðheilsu en heilbrigðisráðherra hefur skipað stýrihóp sem mun undirbúa slíkar rannsóknir. Hægt verður að fylgjast með framvindunni í Farsóttafréttum frá Landlæknisembættinu. Frá gosinu á Fimmvörðuhálsi í mars 2010. Eldur og ís geta verið heilsuógn. Fjallgöngur eru hressandi en sýna þarf aðgát nálægt heitu hrauni og eiturgufum sem geta leynst í dældum. Aftur gaus stuttu seinna, og þá í Eyjafjallajökli. Þetta mikla sprengigos reyndist miklu hættulegra heilsu landsmanna.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.