Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Qupperneq 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Qupperneq 50
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 201146 Mary Seacole var fædd 1805 á Jamaíku og hafði starfað sem hjúkrunarfræðingur þar og í Suður­Ameríku þegar hún heyrði um Krímstríðið og þær ömurlegu aðstæður sem særðir hermenn bjuggu við. Hún ákvað að fara til London og bjóða fram aðstoð sína. Í fórum sínum hafði hún meðmælabréf frá læknum á Jamaíku og í Panama. Við komuna til Bretlands hafði hún samband við hermálaskrifstofuna og bað um að vera send til Krím sem stríðshjúkrunarfræðingur. Henni var mjög illa tekið og var send milli manna en fékk hvergi viðtal. Hún sótti einnig um aðstoð hjá Krímsjóðnum, sem safnaði peningum meðal almennings til styrktar særðum, en fékk neitun. Almennt er talið að kyn hennar og ekki síst hörundslitur hafi þar skipt sköpum. Á þessum tíma hafði hjúkrunarsveit Florence Nightingale þegar siglt af stað en líklega hefði Mary Seacole ekki komist að í henni af sömu sökum. Mary Seacole ákvað þá að fara til Krím á eigin vegum og reka þar sjúkraskýli og gistiheimili. Hún lét prenta nafnspjöld sem voru send til herbúða Breta til þess að boða komu sína. Á leiðinni til Istanbúl kom hún við á Möltu en þar var sjúkrahús fyrir særða hermenn. Hún hitti meðal annars breskan lækni sem skrifaði meðmælabréf handa henni en bréfið var stílað á Florence Nightingale. Þegar hún kom til Istanbúl tók hún strax bát yfir Bospórussundið til Skutari þar sem Florence Nightingale var. Florence afþakkaði hins vegar aðstoð hennar. Mary Seacole fékk að gista Christer Magnusson, christer@hjukrun.is Hjúkrunarhetjur HÖRUNDSDÖKK HEIMSHJÚKRUNARKONA Alþekkt er för Florence Nightingale til Tyrklands í Krímstríðinu. Í Tímariti hjúkrunarfræðinga 5 tbl. 2010 var sagt frá heimsókn hennar á Krím en þar veiktist hún alvarlega. Lítt þekkt eru hins vegar störf annarra hjúkrunarfræðinga á Krím. Hér er sögð saga Mary Seacole en hún kom á eigin vegum til Istanbúl í febrúar 1855. Mary Seacole. Vatnslitamynd frá um 1850.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.