Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Side 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Side 54
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 201150 ÚTDRÁTTUR Þrýstingssár eru algeng vandamál innan heilbrigðiskerfisins, sérstaklega á sjúkrahúsum þar sem mikið veikir og hreyfiskertir sjúklingar dvelja. Þrýstingssár valda þjáningu, hamla bata og eru kostnaðarsöm. Tilgangur þessarar lýsandi þverskurðarrannsóknar var að kanna: a) algengi, alvarleika og staðsetningu þrýstingssára hjá inniliggjandi sjúklingum, b) helstu áhættuþætti sjúklinga að fá þrýstingssár, c) forvarnir sem beitt er á Landspítala. Þýðið var sjúklingar á Landspítala 7. maí 2008, 18 ára og eldri, að undanskildum sjúklingum á sængurkvenna­ og geðdeildum. Notað var mælitæki Evrópsku ráðgjafarsamtakanna um þrýstingssár sem inniheldur meðal annars áhættumat samkvæmt Bradenkvarða. Af 328 sjúklingum, sem uppfylltu skilyrði, tóku 219 þátt (66,8%), 90 höfnuðu þátttöku, 13 voru útskrifaðir og gögn frá 6 sjúklingum voru ógild. Algengi þrýstingssára var 21,5% (n=47). Með 1. (roða) og 2. stigs sár (fleiður/blöðru) voru 70% (n=33) og 30% (n=14) með 3. og 4. stigs sár (fullþykktarsár) þegar miðað var við alvarlegasta sár hvers sjúklings. Fimmtán sjúklingar (31%) voru með fleiri en eitt sár. Þrýstingssár voru samtals 66 eða 1,4 sár á sjúkling, flest á spjaldhrygg (n=20) og hælum (n=16). Karlar voru með marktækt fleiri (n=32) sár en konur (n=15) (p<0,05). Í áhættu samkvæmt Bradenkvarða voru 38% sjúklinga (n=80). Ekki var munur á áhættuhópum eftir aldri og kyni. Sjúklingar með þrýstingssár greindust í marktækt (p<0,05) meiri hættu á Bradenkvarða en sjúklingar án sára. Fjórtán sjúklingar í áhættuhópi lágu á svampdýnum og fjórir sjúklingar án áhættu lágu á loftskiptidýnum. Fimm snúnings­ og hagræðingarskemu fundust. Þrýstingssár á Landspítala voru fremur algeng en þó sambærileg við aðrar rannsóknir. Aðgerðir til varnar þrýstingssárum virtust ómarkvissar þar eð sjúklingar lágu ekki alltaf á réttu undirlagi miðað við áhættu og of fá snúnings­ og hagræðingarskemu voru notuð miðað við fjölda sjúklinga í áhættuhópi. Lykilorð: algengi þrýstingssára, áhættumat, forvarnir, hjúkrun, þrýstingssár. INNGANGUR Þrýstingssár eru algeng vandamál innan heilbrigðiskerfisins, sérstaklega á sjúkrahúsum þar sem mikið veikir og hreyfiskertir sjúklingar dvelja (Vanderwee o.fl., 2006). Þrýstingssár valda þjáningu, hamla bata og lengja legutíma sjúklinga (Allman o.fl., 1999; Zhan og Miller, 2003). Áætlað er að tvöfalt til fjórfalt algengara sé að sjúklingar með þrýstingssár deyi meðan á sjúkrahúsdvöl stendur en hinir sem ekki fá slík sár, en það skýrist þó fremur af undirliggjandi sjúkdómum og slæmu líkamlegu ástandi en sárunum sjálfum (Takahashi o.fl., 2004). Talið er að um 4­5% heilbrigðisútgjalda megi rekja til kostnaðar vegna meðferðar þrýstingssára og vegur hjúkrunarþátturinn þungt (Bennett o.fl., 2004; Soldevilla Agreda o.fl., 2007). Guðrún Sigurjónsdóttir, Landspítala, Grensási Ásta St. Thoroddsen, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Árún K. Sigurðardóttir, heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri ÞRÝSTINGSSÁR Á LANDSPÍTALA: ALGENGI, ÁHÆTTUMAT OG FORVARNIR ENGLISH SUMMARY Sigurjonsdottir, G., Thoroddsen, A. and Sigurdardottir, A. The Icelandic Journal of Nursing (2011), 87 (1), 50-56 PRESSURE ULCERS AT LANDSPITALI UNIVERSITY HOSPITAL: PREVALENCE, RISK ASSESSMENT AND PREVENTION Pressure ulcers (PU) are a common problem within the health sector, especially among patients in hospitals who are sick and have impaired mobility. PU cause distress, delay recovery, and are costly. The aim of this descriptive cross­sectional study was to investigate: a) the prevalence, seriousness, and site of PU among in­patients, b) pressure ulcer risk factors among patients, c) preventive measures applied for patients at Landspitali University Hospital (LUH). The population was in­patients, 18 years and older, at LUH on 7th of May, 2008. Excluded were patients in maternity and psychiatric wards. The instrument used was the European Pressure Ulcers Advisory Panel’s (EPUAP’s) study sheet which includes the Braden scale risk assessment. Of 328 in­patients who fulfilled inclusion criteria 219 participated (66.8%), 90 refused to participate, 13 patients were discharged, and data on 6 patients were incomplete. Pressure ulcer prevalence was 21.5% (n=47). Grade 1 PU (redness) and 2 PU (skin tear/blister) were 70% (n=33), grade 3 and 4 (full thickness) were 30% (n=14) based on each patient’s most serious PU. Fifteen patients (31%) had more than one pressure ulcer, totally 66 ulcers or 1.4 pressure ulcer per patient. The most common sites of ulcer were on sacrum (n=20) and heels (n=16). Males had significantly more ulcers (n=32) than females (n=15) (p<0.05). At risk according to the Braden scale were 38% (n=80) of patients. There was no significant difference in age and gender between risk groups. Patients with PU had significantly more risk factors (p<0.05) according to the Braden scale than patients without PU. Fourteen patients at risk were lying on standard sponge mattresses and four patients without risk were lying on air­mattresses. Five turning and repositioning schemes were found. Prevalence of PU was rather high but comparable with other studies. Prevention of PU seemed to be inconsequent, as the use of underlays was not always determined by the risk of the patients and too few turning schemes were found compared with the number of patients at risk. Key words: nursing, pressure ulcers, pressure ulcer prevalence, prevention and risk assessment. Correspondance: gudsigr@landspitali.is

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.