Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Qupperneq 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Qupperneq 55
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 2011 51 Ritrýnd fræðigrein RESEARCH PAPER Þrýstingssár Algengi. Í Evrópu hafa rannsóknir sýnt að 8,9­43,3% inniliggjandi sjúklinga fá þrýstingssár (Barrois o.fl., 2008; Tannen o.fl., 2008) og 14­17% í Bandaríkjunum (Whittington og Briones, 2004). Í rannsókn í fimm Evrópulöndum, en hún byggðist á tilmælum Evrópsku ráðgjafarsamtakanna um þrýstingssár (European Pressure Ulcer Advisory Panel (EPUAP)), reyndust 8,3­23% legusjúklinga hafa fengið þrýstingssár (Vanderwee o.fl., 2006). Á norrænum sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum fengu 11,7­ 45% sjúklinga og vistmanna þrýstingssár (Gunningberg, 2006; Lindgren o.fl., 2004). Rannsóknir á Íslandi hafa sýnt að á öllu landinu hafa 8,9% inniliggjandi sjúklinga fengið þrýstingssár (Thoroddsen, 1999), 16% árið 2005 og 20% árið 2007 á Sjúkrahúsinu á Akureyri (Lindholm o.fl., 2007) og 7,4­10,2% árin 2007 og 2008 á íslenskum hjúkrunarheimilum (Landlæknisembættið, 2008). Alvarleiki þrýstingssára. Evrópski ráðgjafarhópurinn um þrýstings sár (EPUAP) og sá bandaríski, National Pressure Ulcer Advisory Panel (NPUAP), hafa komið sér saman um að flokka þrýstingssár í fjögur stig eftir alvarleika þeirra (tafla 1) (EPUAP/NPUAP, 2009). Hlutfall 1. og 2. stigs þrýstingssára í rannsóknum er frá 41­100%. Hlutfall 3. og 4. stigs sára er hæst (33%­46%) í rannsókn Barrois o.fl. (2008) en þátttakendur í þeirri rannsókn voru mjög aldraðir. Í rannsóknum Lindholm o.fl. (2007) á Sjúkrahúsinu á Akureyri fundust engin 3. eða 4. stigs sár. Staðsetning þrýstingssára. Flest þrýstingssár eru á spjaldhrygg, 23,6­52,9% (Gunningberg, 2006; Vanderwee o.fl., 2006) og á hælum, 15,3­53% (Barrois o.fl., 2008; Gunningberg, 2006). Í rannsókn Thoroddsen (1999) voru 85% sáranna neðan mittis. Áhrifaþættir. Rannsóknir sýna að þrýstingssár eru algengari hjá konum en körlum (Barrois o.fl., 2008; Lindgren o.fl., 2004) en í rannsóknum Baumgarten o.fl. (2006) og Stausberg o.fl. (2005) voru þrýstingssárin hins vegar hlutfallslega fleiri hjá körlum en konum. Þrýstingssárum fjölgar með hækkandi aldri og rannsóknir sýna að meðalaldur sjúklinga með þrýstingssár er marktækt hærri en sjúklinga án sára (Lindgren o.fl., 2004; Wann­Hansson o.fl., 2008). Þó kemur fram í rannsókn VanGilder o.fl. (2008) að alvarlegustu sárunum fjölgar hjá sjúklingum á aldrinum 30­40 ára. Áhættuþættir. Mikilvægur þáttur varðandi öryggi sjúklinga er að geta greint þá sem eru í hættu á að fá þrýstingssár. Evrópsku ráðgjafarsamtökin hafa mælt með notkun kerfisbundinna áhættumatstækja, til dæmis Bradenkvarða (sjá lýsingu síðar), við leit og greiningu á hættu auk þess að nota klínískt innsæi við áhættumat sjúklings. Skert hreyfigeta er sá áhættuþáttur sem tengist mest myndun þrýstingssára. Rannsókn Gunningberg (1999) sýndi að 45% sjúklinga, sem voru í meðferð vegna mjaðmarbrots, fengu þrýstingssár á sjúkrahúsinu auk þess sem 10% af sjúklingunum voru með þrýstingssár við komu á deild. Mest hætta á myndun þrýstingssára er á tímabilinu frá því sjúklingur leggst inn fram að fjórða degi eftir aðgerð (Gunningberg, 1999). Skerðing á virkni veldur mikilli hættu á myndun þrýstingssára. Í rannsókn Wann­Hanson o.fl. (2008) mældist virkni sjúklingahóps með þrýstingssár marktækt minni en sjúklingahóps án sára. Skynskerðing er einnig alvarlegur áhættuþáttur þar sem fólk finnur þá ekki fyrir sársauka sem þrýstingssáramyndun fylgir (Maugham o.fl., 2004). Vannæring telst einnig valda hættu á myndun þrýstingssára (Baumgarten o.fl., 2006; Hengstermann o.fl., 2007) og umtalsverð ofþyngd getur einnig verið áhættuþáttur (VanGilder o.fl., 2008). Núningur (friction) verður á húð þegar yfirborð tveggja laga, t.d. húðar og laks, hreyfast hvort í sína áttina og tog (shear) verður á húð þegar líkaminn sígur niður vegna áhrifa þyngdarafls en húðin situr kyrr á undirlaginu. Togáhrif verða einnig þegar viðkvæmir staðir eru nuddaðir (Landspítali, 2008). Í rannsókn Wann­ Hanson o.fl. (2008) var sjúklingum með þrýstingssár marktækt hættara vegna núnings og togs en sjúklingum án sára. Raki, til dæmis svitamyndun, leki úr sárum eða fistlum auk þvag­ og/ eða hægðaleka, er áhættuþáttur sem skiptir máli en virðist ekki eins afgerandi og aðrir áhættuþættir sem að framan greinir (Vanderwee o.fl., 2006; Wann­Hansson o.fl., 2008). Áhrif þrýstingssára á legutíma/hjúkrunarþyngd. Legutími sjúklinga, sem fá þrýstingssár í sjúkrahúslegu, lengist umtalsvert (Allman o.fl., 1999; Zhan og Miller, 2003) og hjúkrunarþyngd eykst ef þeir fá þrýstingssár. Áætlað er að tíminn, sem fer í hjúkrun sjúklinga, lengist um helming umfram venjulegan hjúkrunartíma vegna meðferðar hvers þrýstingssárs sem myndast á deild (Clarke o.fl., 2005). Forvarnir. Rannsóknir hafa sýnt gildi forvarna til að hindra myndun þrýstingssára og að mikilvægast er að fylgst sé með húð sjúklings í hvert sinn sem honum er hagrætt og snúið og að rúmdýnur og sessur hæfi ástandi hvers sjúklings (Landspítali, 2008). Miklar framfarir hafa orðið í framleiðslu rúmdýna en þrýstingssárum hefur þó ekki fækkað að sama skapi, m.a. vegna þess að sjúklingum er ekki snúið eins oft og reglulega eftir að rúmdýnurnar bötnuðu (Gunningberg, 2006). Tafla 1. Flokkun þrýstingssára eftir alvarleika. 1. stig: Roðablettur á órofinni húð sem ekki hvítnar þegar þrýst er á með fingri. Einnig getur fölvi í húð, hitastigsbreyting, bjúgur og hersli verið merki um að þrýstingssár sé að myndast, einkum hjá einstaklingum með dökkan hörundslit. 2. stig: Vefjaskemmd sem nær inn í eða að leðurhúð (dermis). Um er að ræða yfirborðssár sem birtist sem fleiður eða blaðra. 3. stig: (Fullþykktar) sár með vefjaskemmd eða drepi sem nær niður í undirhúð (subcutis) allt að undirliggjandi bandvefshimnu (fascia) en ekki í gegnum hana. 4. stig: Umfangsmikil vefjaskemmd eða drep í vöðvum, beinum og aðliggjandi vefjum sem getur verið til staðar án þess að húð sé rofin. (EPUAP/NPUAP, 2009)

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.