Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Page 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Page 13
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 2010 9 um helming lyfjamistaka til truflana og einbeitingarskorts hjúkrunarfræðinga (Beyea o.fl., 2003; Tang o.fl., 2007). Vegna truflana við lyfjaumsýslu er talið að R­in 5 séu vanrækt og það eykur líkurnar á mistökum. Algengustu truflanir, sem hjúkrunarfræðingar verða fyrir við lyfjaumsýslu, eru þegar þeir þurfa að sinna öðrum verkefnum á meðan þeir taka til og gefa lyf og þegar læknar og annað samstarfsfólk vill ræða við hjúkrunarfræðinga á meðan á lyfjaumsýslu stendur (Kreckler o.fl., 2008; Tang o.fl., 2007). Afleiðingar lyfjamistaka Ekki eru öll lyfjamistök skaðleg og sem betur fer hafa fæst þeirra áhrif á þá sem fyrir þeim verða en viss hluti lyfjamistaka leiðir til tímabundins eða varanlegs skaða og jafnvel dauða. Talið er að 3­33% þeirra sem verða fyrir lyfjamistökum verði fyrir skaða og af þeim verði um 95% fyrir tímabundnum skaða og 1­3% mistaka valdi alvarlegum skaða. Varanlegur skaði er mun sjaldgæfari og er talið að 0,02% af öllum lyfjamistökum geti leitt til dauða. Lyfjagjöf í æð eykur líkurnar á alvarlegum afleiðingum lyfjamistaka. Þegar skoðuð eru yfirlit yfir skráningar lyfjamistaka þar sem lyf voru gefin í æð kemur fram að mistök, sem ollu skaða, voru á bilinu 3­5% (Hicks og Becker, 2006; Pham o.fl., 2008; Taxis og Barber, 2003, 2004). Árið 2003 skoðaði Landlæknisembættið tilkynningar um lyfjamistök sem bárust því á 7 ára tímabili. Niðurstöður bentu til þess að rekja mætti eitt til tvö dauðsföll á ári til lyfjamistaka á Íslandi. Ef þessar niðurstöður eru bornar saman við niðurstöður annarra landa kemur í ljós að tíðnin hér á landi er töluvert lægri (Sigurður Guðmundsson, 2003). Þær fáu rannsóknir, sem gerðar hafa verið á líðan heilbrigðistarfsfólks sem gerir lyfjamistök, benda til þess að það geti verið andlega erfitt að valda lyfjamistökum jafnvel þó að það hafi lítil eða engin áhrif á sjúklinginn sjálfan. Fyrsta breyting á líðan einkennist af ótta um að mistökin hefðu skaðleg áhrif á sjúklinginn, sektarkennd og hræðslu. Að gera lyfjamistök getur haft langvarandi áhrif á líðan hjúkrunarfræðinga, jafnvel í mörg ár eftir að atvikið á sér stað (Wolf o.fl., 2000). Skráning lyfjamistaka Rannsóknir hafa sýnt mikla vanskráningu lyfjamistaka og e.t.v. má kenna því um að hjúkrunarfræðingar viti ekki hvað og hvernig beri að skrá þrátt fyrir að langflestir þeirra telji sig vita hvað lyfjamistök eru. Í rannsókn Flynn o.fl. (2002) á 36 stofnunum, þar sem gerðar voru vettvangsathuganir auk þess sem skráning var skoðuð, voru 300 lyfjamistök gerð, eða í nær 15% tilfella, en einungis tilkynnt um ein mistökin. Algengast er að tilkynnt sé um mistök sem hafa valdið sjúklingi skaða þar sem auðvelt er að sjá afleiðingar mistakanna og erfitt að láta sem ekkert hafi gerst (Kohn o.fl., 2000; Sheu o.fl., 2008). Samkvæmt niðurstöðum rannsókna telja 60­77% hjúkrunarfræðinga algengustu ástæðu vanskráningar á tilkynningum um lyfjamistök vera hræðslu við viðbrögð stjórnenda og samstarfsfólks og hættu á að vera refsað eða sviptur starfsleyfi. Aðrar algengar ástæður eru að hjúkrunarfræðingar telja mistökin ekki nægilega alvarleg, þá skortir þekkingu á lögum og reglum um hvað á að tilkynna og þeir eiga of annríkt (Mrayyan o.fl., 2007; Ulanimo o.fl., 2007). Hjúkrunarfræðingar telja eftirfarandi þætti hvetja þá til að tilkynna um lyfjamistök: aukinn skilningur lækna og yfirmanna, Tafla 2. Rannsóknir þar sem greindar hafa verið tegundir lyfjamistaka hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsum við lyfjagjöf í æð. Tegund Úrtak Gagnaöflun Heimild Of hröð bólusgjöf Rangur innrennslishraði Rangur skammtur 524 lyfjaskammtar Bein athugun Fahimi o.fl. (2008) Rangur innrennslishraði Lyf ekki gefið Vökvi gefinn án fyrirmæla 687 lyfjaskammtar Bein athugun Han o.fl. (2005) Of hröð bólusgjöf í útbláæðalegg Of hröð bólusgjöf í holæðalegg Rangur vökvi notaður til að leysa upp lyf 430 lyfjaskammtar Bein athugun Taxis og Barber (2003) Lyf gefin saman sem ekki má gefa saman Rangur vökvi notaður til að leysa upp lyf Rangur skammtur Of hröð bólusgjöf í holæðalegg 122 lyfjaskammtar Bein athugun Taxis og Barber (2004)* Rangur innrennslishraði Lyf ekki gefið Rangur skammtur 278 lyfjatiltektir og 337 lyfjagjafir Bein athugun Wirtz o.fl. (2003) Lyf ekki gefið Rangur skammtur Rangt lyf 73759 tilkynningar á 5 ára tímabili Tilkynningar Hicks og Becker (2006) *Samkvæmt reglum sjúkrahússins höfðu hjúkrunarfræðingar ekki leyfi til að gefa bólus. Bólus er lyfjaskammtur gefinn úr sprautu í æð á tiltölulega skömmum tíma. • Þreyta • Skortur á verklegri færni • Að geta ekki lesið skrift lækna • Að lyf eru með svipuð heiti • Verkferlum er ekki fylgt • Skortur á þekkingu, t.d. ónógur skilningur á lyfjum og lyfjafræði • Samskiptavandamál milli starfstétta • Samskiptavandamál milli vakta • Flókin lyfjafyrirmæli • Erfiðar skammstafanir • Að þekkja ekki ástand sjúklings Mynd 2. Algengar orsakir lyfjamistaka.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.