Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Side 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Side 22
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 201018 Heilsufarssaga Spyrja um: 1. Hjarta­ og æðasjúkdóma, sykursýki og gigt 2. Lyfjanotkun, svo sem bólgueyðandi lyf 3. Fyrri sár 4. Reykingar Klínískt mat og mælingar 1. Skoða fætur og fótleggi 2. Skoða sárið og meta ástand þess 3. Þreifa púlsa í a. dorsalis pedis og a. posterior tibialis 4. Mæla ökkla­handleggsþrýstingshlutfall (ABPI) með hjálp Doppler til að meta slagæðaflæði til fóta 5. Mæla blóðþrýsting 6. Mæla blóðsykur ef ekki er saga um sykursýki 7. Ekki er mælt með rútínubundnum sýkla ræktunum úr langvinnum sárum, sýklaræktanir eru einungis teknar ef klínísk merki eru um sýkingu Meðferð Þegar greining á orsök fótasárs er staðfest beinist meðferðin að undirliggjandi orsök auk þess að stuðla að sem hagstæðustu aðstæðum í sárinu með staðbundinni meðferð. Meðferð bláæðasára snýst fyrst og fremst um að losa og koma í veg fyrir bjúgsöfnun í fótleggjum með þrýstingsumbúðum en þær flýta sárgræðslu bláæðasára (O´Meara, Cullum & Nelson, 2009). Þrýstingsumbúðir eru lagðar með því að vefja teygjubindum um fótlegg á sérstakan hátt. Mælt er með því að nota stuttstrekkjanleg bindi (teygjubindi sem teygjast ekki meira en 90% af lengd sinni). Áður en teygjubindin eru lögð er bólstrað með gifsbómull. Meðferð með þrýstingsumbúðum krefst þess að slagæðaflæði sé óskert (ABPI ≥ 0,8) og því þarf að mæla ökkla­ handleggsþrýstingshlutfall áður en meðferð hefst. Búið er um sárið með rakadrægum umbúðum sem þó tryggja rakan sárabeð og ekki festast ofan í sárinu. Mælt er með því að skola sárið volgu kranavatni við hver umbúðaskipti og nota jafnvel milda fljótandi sápu á fyrstu stigum sársins. Bláæðasár eru yfirleitt mikið vessandi í upphafi meðferðar og þarfnast umbúðaskipta í samræmi við það. Þegar meðhöndlun á orsök vessans hefur borið árangur er að jafnaði nóg að skipta um umbúðir vikulega. Meðferð slagæðasára. Ef grunur leikur á skertu slagæðaflæði á að vísa sjúklingi á sáramiðstöð eða til æðaskurðlæknis til frekari greiningar með það í huga að bæta blóðflæði með æðaaðgerð. Þegar blóðflæði er skert eru skilyrði til sáragræðslu skert. Sárameðferðin snýst þá um að vernda sárið fyrir hvers kyns hnjaski svo sem núningi eða þrýstingi. Gæta þarf að því að búa um sárið þannig að umbúðir þrengi ekki að eða festist ofan í sárinu. Sárinu á að halda þurru til að draga úr hættu á sýkingu, því má ekki nota loftþéttar umbúðir. Ekki er heldur mælt með þrýstingsumbúðum. Meðferð sykursýkisára er flókin og krefst aðkomu margra sérfræðigreina. Þeim ætti alltaf að vísa á sáramiðstöð. Gera á ráð fyrir að sjúklingur með sykursýkisár sé með skert slagæðaflæði þar til búið er að útiloka það með rannsóknum. Í meðferð sykursýkisára er nauðsynlegt að aflétta þrýstingi af sárinu með því að leiðrétta skóbúnað. Sjúklingur getur þurft meðferðarskó með sérsniðnu innleggi eða sérsmíðaða skó. Einkennandi fyrir sykursýkisár er þykkur siggkantur sem veldur þrýstingi og hindrar blóðflæði að sárinu. Einnig er hætta á að siggkanturinn vaxi yfir op sársins með þeim afleiðingum að graftarpollar myndast ofan í því. Til að hindra að slíkt gerist þarf að fjarlægja siggkantinn jafnt og þétt. Það er gert með því að tálga siggið með skurðhníf. Alls Tafla 3. Meðferð og ástand sára. Meðferð Tíðni skiptinga Þrýstingsumbúðir Sár með drepi Fjarlægja drep með hníf eða skærum. Þvo með kranavatni og e.t.v. mildri sápu (ilmefnalausri og pH 4,5 – 5,5). Gel og/ eða lokaðar loftþéttar umbúðir ef mýkja á upp dauða vefinn. Skipta daglega eða annan hvern dag til að byrja með. Forðast þrýstingsumbúðir. Sýkt sár Þvo með kranavatni og e.t.v. mildri sápu (ilmefnalausri og pH 4,5 – 5,5). Umbúðir með silfri. Aðrar umbúðir sem hindra bakteríuvöxt. Skipta daglega eða annan hvern dag. Mælt með þrýstingsumbúðum ef þær eiga við að öðru leyti. Vessandi sár Þvo með kranavatni og e.t.v. mildri sápu (ilmefnalausri og pH 4,5 – 5,5). Nota vel vessadrægar umbúðir t.d. svampa, þörunga eða trefjar. Vernda heila húð með sinkáburði eða filmu (Cavilon). Skipta eftir þörfum þar til meðhöndlun á orsök vessans hefur borið árangur. Mælt með þrýstingsumbúðum ef þær eiga við að öðru leyti. Granulerandi sár Þvo með kranavatni, sápa óþörf. Halda sári röku með viðeigandi umbúðum, t.d. svömpum. Íhuga húðflutning ef um stórt sár er að ræða. Skipta vikulega eða eftir þörfum. Mælt með þrýstingsumbúðum ef þær eiga við að öðru leyti. Heimild tafla 1­3: Sáramiðstöð Landspítala, leiðbeiningar um langvinn fótasár.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.