Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Qupperneq 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Qupperneq 26
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 201022 Í félagatalinu eru nú 85 karlmenn og eru það um 2% af félagsmönnum. Í Hjúkrunarkvennatalinu, en það var gefið út 1969, voru karlmennirnir þrír. Hjúkrunarfræðingatal kom út tíu árum seinna og þá höfðu níu karlmenn bæst við. Hér verður sagt frá nokkrum karlmönnum í kvennastétt og velt upp ýmsum spurningum. Af hverju eru svo fáir karlmenn hjúkrunarfræðingar? Er æskilegt að fjölga karlmönnum í stéttinni? Til forna var reyndar alvanalegt að karlmenn störfuðu við það sem nú er kallað hjúkrun. Hjá Rómverjum voru margir starfsmenn sjúkrahúsa grískir þrælar og er talið að flestir þeirra hafi verið karlmenn. Á Indlandi var nokkrum öldum fyrir Krist stofnaður fyrsti hjúkrunarskólinn sem vitað er um. Einungis karlmenn máttu nema Christer Magnusson, christer@hjukrun.is KARLAR Í HJÚKRUN Hjúkrunarstéttin er kvennastétt eins og allir vita. Þó eru til nokkrir karlkyns hjúkrunarfræðingar. Forvitnilegt er að skoða hverjir þeir eru og hvað varð til þess að þeir völdu að feta þessa óvenjulegu slóð. Í fyrra voru 50 ár síðan fyrstu karlmennirnir útskrifuðust úr Hjúkrunarkvennaskóla Íslands og kominn tími til að meta stöðuna hvert jafnvægi kynjanna er í þessari stétt. þar því að karlmenn einir voru taldir nógu hreinir til þess. Í árdaga kristni voru stofnaðar klaustur reglur, meðal annars til þess að sinna sjúkum, og talið sjálfsagt að munkarnir stunduðu hjúkrun. Síðar virðast nunnur hafa tekið við að veita sjúkra hjálp og hefur hjúkrun verið vel sinnt innan veggja klaustra í kaþólskum löndum. Hafa Íslendingar notið góðs af því alveg fram á 21. öld. Eftir siðaskiptin og þegar klaustur lögðust af varð hjúkrun hins vegar að lágstéttarvinnu í löndum mótmælenda. Þegar Florence Nightingale hóf endurbótastarf sitt var hjúkrun orðið mjög óvinsælt starf. Florence gerði hjúkrun að heiðvirðu starfi en hún var þó sjálf mótfallin því að karlmenn sinntu því. Eftir hennar tíð hafa karlar aðallega starfað við geðhjúkrun sem lengi vel hafði meira sameiginlegt með fangelsisvörslu en hjúkrun. Fyrstir á Íslandi Tveir fyrstu karlmennirnir í hjúkrun á Íslandi, þeir Geir Friðbergsson og Rögnvaldur Skagfjörð Stefánsson, útskrifuðust 1959. Rannveig Sigurbjörnsdóttir var með þeim í bekk. „Það var mjög skemmtilegt að fá þá í hópinn,“ segir Rannveig. „Þeir féllu vel inn í hópinn og bæði kennarar og nemar voru stoltir af þeim. Okkur fannst tímabært að fá karlmenn í stéttina.“ Geir og Rögnvaldur höfðu báðir lært hjúkrun í eitt ár í Danmörku og komu því fyrst í hópinn á öðru ári. „Þeir gátu auðvitað ekki búið á heimavistinni heldur bjuggu úti í bæ og mættu beint í tíma. Stundum stálust þeir til að koma í kaffi á vistinni,“ segir Rannveig. Útskriftin í október 1959 vakti athygli og var meðal annars grein í Vísi þar sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.