Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Qupperneq 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Qupperneq 28
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 201024 sem bendir til þess að hlutfall karla sem fara úr hjúkrun sé hærra. Vitað er vissulega um nokkra karla sem vinna við sölu lyfja eða lækningatækja en konurnar eru talsvert fleiri. Líklega eru hlutföll þeirra sem vinna í hinum ýmsum sérgreinum eða störfum nokkuð svipuð í báðum kynjum en smæð karlahópsins gerir auðvitað að starfsval nokkra einstaklinga getur haft mikil tölfræðileg áhrif. Hvað segir félagið? Tímarit hjúkrunarfræðinga spurði Elsu B. Friðfinnsdóttur, formann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hvað henni fyndist Jóhann Marinósson útskrifaðist úr Hjúkrunar skólanum í október 1969, nokkrum vikum áður en Hjúkrunar­ félagið hélt upp á 50 ára afmæli sitt. Hann var þá fjórði karlinn að ganga í félagið en Óskar Harry Jónsson hafði útskrifast 1962. Fyrstir voru Geir Friðbergsson og Rögnvaldur Skagfjörð Stefánsson eins og kemur fram á öðrum stað hér í blaðinu. Sjálfur hélt Jóhann upp á 40 ára útskriftarafmælið sl. haust. Hann segist ekki hafa haft neina sérstaka ástæðu fyrir því að sækja um í hjúkrunarskólann. „Ég hef oft verið spurður um þetta en hef ekkert annað svar en að mér datt það bara allt í einu í hug. Ég hefði eins getað orðið smiður,“ segir hann. „Þetta kom upp í hendurnar á mér og ég sótti um og komst inn. Það var mjög vel tekið á móti mér í bekknum og ég held að það hafi skipt miklu máli.“ Bekkjarsystkinin voru frábær og Jóhann segist aldrei hafa fundið neinn mun á sér og hinum í bekknum. Hollið hefur alltaf haldið sambandi og hittist enn þá einu sinni í mánuði. Hjúkrunarskólinn var þá allt önnur veröld en nú á dögum. Námið var mikið til verklegt. „Það var misvel farið með okkur á deildunum,“ segir Jóhann. „Þá voru engir sjúkraliðar, bara hjúkrunarfræðingar og svo hjúkrunarnemar sem voru notaðir sem starfskraftur. Þá vorum við send út á land, ég fór á Ísafjörð en það var mjög skemmtileg og fjölbreytt reynsla. Maður var einn með starfsstúlku á nætur­ vöktum sem var erfitt en lærdóms ríkt. Ég var látinn aðstoða við fæðingar og hjálpa til á skurð stofu. Margir sjúklingar voru enskir og þýskir sjó menn með alls konar veikindi og meiðsl.“ Eftir útskrift fór Jóhann á Norðfjörð en margir fóru að vinna úti á landi þar sem var betur borgað. Hann réð sig svo á skurðstofuna í Fossvogi en fór ári seinna til Danmerkur að læra gjörgæsluhjúkrun og svæfingar. „Þegar ég kom heim aftur var bara hægt að fá sérfræðiréttindi í einni grein og ég valdi svæfingarhjúkrun. Ég vann svo í mörg ár á skurðstofunni á Landakoti en hef alltaf tekið vaktir á deild til þess að halda tengslin við deildarvinnuna.“ Vegna fjölskylduaðstæðna fluttist hann til Selfoss og var þar hjúkrunar­ forstjóri í fjögur ár. Hann var þá fyrsti karlmaðurinn til að gerast hjúkrunar­ forstjóri. En svæfingarstarfið togaði í hann og hann fór aftur á Landakot. Nokkrum árum seinna var hann hins vegar aftur kominn í skrifstofuvinnu en hann gerðist þá innkaupastjóri Landakots. Þegar Landakotsspítali var gerður að öldrunarstofnun fluttist Jóhann á Land spítalann og var meðal annars deildar stjóri á svæfingadeild kvenna­ deildar. Síðustu ellefu árin hefur hann svo unnið á innkaupadeild á Landspítala. Það hefur þó ekki aftrað honum frá því að leysa af á svæfinga­ deildum í Noregi, Danmörku og Fær­ eyjum. „Maður getur gert starfið eins skemmtilegt og maður vill,“ segir Jóhann. „Það er kosturinn við hjúkrun hversu miklir möguleikarnir eru. Ég hef ekki einn dag séð eftir að hafa farið í þetta nám.“ um karlmenn í hjúkrun. Ættu að vera fleiri eða færri karlmenn í hjúkrun eða er þetta bara gott eins og það er? „Að mínu mati gildir það sama um hjúkrun og aðrar fag­ og starfsgreinar. Heppilegast væri að hlutfall kynjanna væri sem jafnast í stéttinni,“ segir Elsa. Hún vekur þó athygli á hversu miklu lægra hlutfall karlmanna sé í hjúkrun hér á landi í samanburði við mörg önnur lönd. Skýringin á því sé líklega ekki einföld. „Kannski hefur smæð samfélagsins eitthvað með þetta að gera. Karlmenn, sem byrjað hafa í hjúkrunarnámi, hafa lýst óheppilegum viðbrögðum þeirra sem í kringum þá eru. Félagið þarf áfram að vinna að ímyndarmálum hjúkrunarfræðinga inn á við. Hjúkrunarfræðingar sjálfir tala gjarnan um stéttina í kvenkyni. Út á við þurfum við að skipta okkur af því hvernig talað er um hjúkrunarfræðinga í fjölmiðlum. Þar er oftar en ekki talað um hjúkrunarkonur eða jafnvel „hjúkkur“ og þannig er kvenímyndinni haldið á lofti.“ Elsa segir það skiljanlegt að ungir karlar séu hikandi að ganga inn í svo mikið kvennaríki en jafn nauðsynlegt að þeir geri það. „Á sama hátt og lögð er áhersla á mikilvægi þess að kvenlæg gildi nái jafnræði við hin karllægu í fjármálaheiminum og á fleiri sviðum, er jafn mikilvægt að karllæg gildi fái meira vægi í hjúkrun. Samstarf Svæfingarhjúkrunarfræðingur og innkaupasérfræðingur Jóhann Marinósson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.