Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Page 30
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 201026
á sama hátt og að fjölbreytni á öllum
sviðum sé eftirsóknarverð.
Það eru sögulegar ástæður fyrir því að
konur hafa lagt undir sig hjúkrun en það
mun líklega smám saman breytast þó að
hægt gangi.
Axel Wilhelm Einarsson verður
þrítugur á næsta ári og er því einn
af okkar yngstu hjúkrunar fræðingum.
Hann út skrifaðist frá Háskólanum á
Akur eyri fyrir ári. „Þetta var fínt og
fjölbreytt nám, ég varð aldrei leiður á
því. Við byrjuðum þrír karlmenn, eftir
fyrstu önnina vorum við tveir og eftir
tvö ár hætti hinn og fór í rafvirkjann.
Þá var ég einn eftir. Það gat orðið
þreytandi, mér finnst skemmtilegra
að umgangast stráka,“ segir Axel. En
hann hélt samt áfram og var einbeittur
í því að ljúka námi.
Eftir útskrift fór hann að vinna á Vogi. „Ég
hef verið á Vogi tvisvar sem sjúklingur,
kannski er maður að borga til baka. Svo
var ég hér í náminu. Ég enda einhvern
veginn alltaf hér. Kona, sem vinnur hér,
sagði mér að fyrir mörgum árum hefði
ég sagt að ég myndi enda hér og það
hefur gengið eftir.“ Eftir þriðja árið vann
Axel á lyflækningadeild á FSA. Það var
ágætis reynsla en varð ekki til þess að
draga úr áhuga hans á því að snúa aftur
á Vog.
Á Vogi vinna um 10 hjúkrunarfræðingar.
Vinna þeirra er að einhverju leyti frá
brugðin störfum annarra á sjúkra
húsinu. „Við erum auðvitað að taka
til lyfin. Svo erum við mikið á vaktinni
í hjarta hússins. Sjúklingarnir leita
til okkar ef eitthvað kemur upp á,
eins og þegar þeir fá oföndunarkast
eða kvíðakast. Þá fylgjumst við með
lífsmörkum og metum hvort breyta
þarf lyfjameðferðinni.“
Það voru margar ástæður fyrir því að
Axel valdi hjúkrun upphaflega. Faðir
hans er læknir og móðir meinatæknir
þannig að það var eðlilegt að fara
í heilbrigðisnám. Hann þekkti ekki
mikið til heimila þar sem fólk vinnur
ekki í heilbrigðiskerfinu. Þá bjó Axel
sem barn úti í Svíþjóð þar sem pabbi
hans var í framhaldsnámi og flestir
æskuvinir hans voru læknisbörn.
Axel segir það ekki hafa verið átak fyrir
hann að fara í hjúkrun, hann segist hafa
verið svo reynslulaus og ómeðvitaður
og vissi ekki að það væri eitthvert mál
fyrir karlmann. „En þegar ég byrjaði í
náminu sá ég að þetta var mikið mál.
Snýr alltaf aftur á Vog
karlmönnum í stéttinni. Hún segir að
fyrir allmörgum árum hafi verið reynt
að stofna sérstaka deild karla í hjúkrun
í félaginu. Tilgangurinn var að styrkja
hópinn og ná betur til þeirra ungu
manna sem væru að velja sér brautir í
háskólanámi. Lítið varð úr þeirri deild
eins og kemur fram í viðtali við Jóhann
Marinósson. „Þau ímyndarverkefni, sem
félagið hefur staðið fyrir undanfarin ár,
bæði verkefnið „Hvað veistu um hjúkrun“
og það ímyndarverkefni sem verið hefur í
gangi frá því 2007 undir merkinu „Þegar
mest á reynir“, hafa meðal annars átt að
vekja ungt fólk, ekki síður unga karlmenn,
til umhugsunar um fjölbreytileikann í
störfum hjúkrunarfræðinga og hversu
margar dyr hérlendis og erlendis nám
í hjúkrunarfræði opnar. Ég hef í minni
formannstíð reynt að auka vægi ungra
hjúkrunarfræðinga og karlmanna í
hjúkrun í stjórn félagsins og í nefndum
á vegum þess. Það tel ég mikilvægt til
að fá fleiri sjónarmið inn í umræðuna
og til að styrkja fag og stéttarvitund
ungra hjúkrunarfræðinga. Ég tel einnig
mikilvægt að sama breidd sjáist á
skrifstofu félagsins en þar starfa nú
einstaklingar á aldursbilinu 30 til 64 ára.
Tveir þeirra eru karlmenn en ég legg nú
reyndar áherslu á að þeir voru ráðnir
eins og aðrir á skrifstofu félagsins vegna
hæfni og reynslu en ekki vegna kyns,“
segir Elsa.
Hjúkrun hentar ekki síður körlum
Þeir karlar sem hafa farið í hjúkrun
virðast ekki hugsa mikið um að þeir
séu öðruvísi. Þeir hafa sjaldan tekið
meðvitaða ákvörðun um að brjótast í
gegnum starfsvalsrammann eins og áður
hefur verið nefnt. Þó finna þeir fyrir því
á ýmsan hátt að þeir séu í minnihluta,
ekki síst á námstímanum. Kvenkyns
hjúkrunarfræðingar virðast talsvert meira
uppteknar af því að karlar séu í stéttinni.
En hjúkrun er starf sem hentar körlum ekki
síður en konum. Yfirleitt er betra fyrir allar
starfsstéttir að kynhlutfallið sé sem jafnast
Líklega eina frímerkið með mynd af karlkyns hjúkr
unar fræðingi. Merkið var prentað í Þýska landi 1943
til stuðnings frjálsu Indlandi (Azad Hind) en fór
aldrei í sölu. Breski herinn sigraði uppreisnarherinn
áður en frímerkið náði til Indlands.
Axel Wilhelm Einarsson