Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Síða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Síða 33
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 2010 29 Åsa Moberg rithöfundur kom frá Svíþjóð til þess að halda erindi um Florence Nightingale. um konuna með lampann. Hún lagði áherslu á að kynna baráttukonuna Florence Nightingale, sem með ótrúlegri seiglu og baráttu náði að hrinda úr vegi nánast óyfirstíganlegum hindrunum sem á vegi hennar urðu til að verða hjúkrunarfræðingur og gera hjúkrun að viðurkenndri starfsgrein sem krafðist fullgildrar menntunar. Åsa heillaði áheyrendur með frásögn sinni af baráttu­ og vísindakonunni Nightingale sem hafði brennandi áhuga á hagfræði, tölfræði, stjórnun, kvenfrelsi, guðfræði og heimspeki og var virkur þátttakandi í samfélagsumræðunni á sinni tíð. Åsa sagði frá því hvernig sýn hennar breyttist eftir því sem hún kynntist þessari stórbrotnu manneskju sem þrátt fyrir veikindi stærstan hluta ævi sinnar lét ekki deigan síga heldur vann frá morgni til kvölds og skildi eftir sig 16 500 blaðsíðna bindi um hjúkrun og ýmis önnur málefni sem henni voru hugstæð. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að fá hingað til lands ritsafn Nightingale og vonandi verður þess ekki langt að bíða að öll 16 bindin verði til hér á landi. Að venju lagði Alþjóðaráð hjúkrunar­ fræðinga (ICN) fram þema fyrir 12. maí 2010. Í ár vildi ICN leggja áherslu á gæði hjúkrunarþjónustu og mikilvægi þess að hjúkrunarfræðingar taki að sér aukið hlut­ verk og stýringu á þjónustu við langveika. Svæðisdeild höfuðborgarsvæðisins og fræðslunefnd hjúkrunarráðs LSH stóðu saman fyrir viku hjúkrunar á LSH eins og kemur fram í annarri grein hér í blaðinu. Fr ét ta pu nk tu r Stofnaður hefur verið Minningarsjóður Margrétar Oddsdóttur skurðlæknis. Margir hjúkrunarfræðingar þekktu Margréti en hún lést í janúar 2009. Sjóðnum er ætlað að styrkja skurðlækningar við brjóstakrabbameini við Landspítala. Að undirbúningi til stofnunar sjóðsins standa fulltrúar lækna og hjúkrunarfræðinga sem annast skurðmeðferð brjóstakrabbameins, fulltrúar góðgerðarfélagsins Bætum ein­stök brjóst og ættingjar Margrétar. Fyrir liggur stofnframlag ofangreindra aðila. Fjárvarsla verður hjá Landspítala. Lífslíkur kvenna með brjóstakrabbamein hafa batnað mikið síðastliðna áratugi. Vegna þess hve lífslíkur eru góðar er vaxandi áhersla skurðmeðferðar lögð á lífsgæði krabbameinsgreindra kvenna, meðal annars með endursköpunaraðgerðum á brjóstum á sérhæfðum brjóstamiðstöðvum. Skurðmeðferð hefur því orðið umfangsmeiri þar sem oft fer saman aðgerð til lækningar á krabbameini og aðgerð til að leiðrétta það lýti sem krabbameinsaðgerðin veldur. Ör þróun innan þessa sviðs kallar á meiri og betri aðstöðu fyrir bæði sjúklinga og meðferðaraðila. Hlutverk Minningarsjóðs Margrétar Oddsdóttur er að styðja og styrkja þessa starfsemi. Áhugasamir geta heiðrað minningu Margétar með stofnframlagi til sjóðsins. Kennitala sjóðsins er 700410­1610 og reikningsnúmer 0130­15­381828. Bent er á vefsíðuna brjost.is þar sem meðal annars má finna skipulagsskrá sjóðsins. Fyrir undirbúningshópi Minningarsjóðs Margrétar Oddsdóttur fer Þorvaldur Jónsson skurðlæknir og veitir hann frekari upplýsingar sé þess óskað. Í hópnum er einnig Jarþrúður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur. Minningarsjóður Margrétar Oddsdóttur

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.