Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Page 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Page 34
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 201030 Steinunn útskrifaðist úr Hjúkrunarskóla Íslands 1975 og hefur síðan unnið víða. Fljótlega eftir útskrift gerðist hún deildarstjóri á æðaskurðdeild LSP og vann þar í nokkur ár. Hún hefur einnig unnið úti á landi og á hjartadeild. Um tíma bjó hún í Noregi og lærði þar heilsugæsluhjúkrun. Eftir heimkomu réð hún sig á heilsugæslustöðina á Selfossi en fluttist 1991 í Lágmúla þar sem hún vinnur enn. Hún hefur einnig tekið vaktir á læknavakt og leyst af í Noregi. Þá tók hún sér tíma, eins og margir hjúkrunarfræðingar, Christer Magnusson, christer@hjukrun.is SKEMMTILEG ÚTIVERA OG FÉLAGSSKAPUR Æ fleiri hjúkrunarfræðingar hafa á undanförnum árum byrjað að spila golf. Þetta hefur gerst samfara aukinni þátttöku kvenna í golfi. En hvað er það sem er svo heillandi við golf? Steinunn Kristinsdóttir er einn þeirra hjúkrunarfræðinga sem stundar golf og segir hún hér sína sögu. að fara í sérskipulagða BS­námið og brautskráðist úr því 1994. Steinunn byrjaði að spila golf þegar hún bjó á Selfossi. Hún vissi ekkert um golf þegar hún fór í 10 tíma golfkennslu eitt rigningasumar en heillaðist og keypti þá golfstígvél sem hún hefur ekki notað síðan. Öll fjölskyldan spilar golf. Sonur hennar fékk mikinn áhuga, bjó á golfvellinum þegar hann var táningur og fór svo að keppa í golfi. Á þeim tíma fór Steinunn að taka þátt í kvennastarfi Golfklúbbs Reykjavíkur en það var mjög öflugt. „Þetta var góð leið til að kynnast fólki í klúbbnum,“ segir Steinunn. „Nú eru margar konur í golfi en þá vorum við talsvert færri og gott fyrir konurnar að hafa þennan vettvang.“ Flestir sem spila ekki golf hafa heyrt talað um forgjöf en það er ein helsta leiðin til þess að meta hæfni golfmannsins. Þessi tala á að vera sem lægst og atvinnumenn eru nálægt núll. „Ég hef nú 23 í forgjöf en hef komist lægst í 19,“ segir Steinunn. „Maður reynir alltaf að lækka forgjöfina með því að æfa sig og spila og vonandi stendur þetta til bóta. Sumir æfa sig allt árið. Hægt er að fara í Bása og fleiri staði og spila innanhús, fara á púttkvöld. Svo fara margir til útlanda í golfferðir en það er hægt að gera allt árið. Sjálf er ég nýkomin heim úr golfferð. Þetta lengir golfsumarið töluvert.“ Steinunn segir að golf sé góð leið til þess að njóta íslenska sumarsins. Það sé hægt að spila fram á nótt og til sé mikið af góðum og skemmtilegum golfvöllum um allt land. „Þegar við byrjuðum í golfi fórum við mikið á 9 holu velli utan við höfuðborgina. Þar er oftast ekki eins margir að spila og hægt að ganga hringinn hægar.“ Margir byrjendur segja að þeim finnist erfitt að hugsa til þess að vera fyrir þeim sem á eftir koma en Steinunn segir að það lærist fljótt að ganga hringinn rösklega og verður ekkert vandamál. Golf er oft sagt vera dýr íþrótt. Er hægt að vera golfari á hjúkrunarlaunum? „Að vísu kostar það að kaupa búnað og árgjaldið er tiltölulega hátt. En þegar búið er að borga árgjaldið í klúbbi er hver hringur

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.