Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Qupperneq 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Qupperneq 44
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 201040 brjóst hryggur oft vel fram. Þeir sem fá greiningu hafa oft aðkallandi einkenni og fötlun vegna verkja sem leiðir til sjúk­ dóms greiningarinnar samfallsbrot og síðar meir einkenni sem tengjast breyttri líkams stöðu, þ.e. herðakistil (Sambrook og Cooper, 2006). Aðeins þriðjungur röntgen greindra samfallsbrota eru álitin leiða til þess að sjúklingur fái sérhæfða úrlausn út af beinþynningu en minna en 10% samfallsbrota leiða til sjúkrahúsvistar (Cooper o.fl., 1992). Einungis fjórðungur samfallsbrota er talinn orsakast af byltu, flest orsakast af litlum áverka eins og snöggri hreyfingu, við að beygja sig niður, lyfta upp léttum hlut, hósta eða hnerra eða einungis við það að setjast. Eitt samfallsbrot, hvort sem það er einkennalítið eða ekki, eykur um helming hættuna á frekari beinþynningarbrotum. Fimmta hver kona að meðaltali á það á hættu að brotna aftur innan árs frá fyrsta samfalli. Endurtekin samfallsbrot í hrygg valda oftast langvarandi verkjum sem geta varað árum saman (Lips og van Schoor, 2005). Verkirnir hafa einnig í för með sér skerta hreyfigetu og óttinn við að fá fleiri samfallsbrot veldur því að fólk veigrar sér enn frekar við að hreyfa sig. Þá hefur hreyfingarleysið þau áhrif að vöðvastyrkur minnkar og beintapið verður enn meira. Skert hreyfigeta hefur í för með sér að getan til að sinna fyrri störfum og áhugamálum minnkar og hættan á félagslegri einangrun og andlegri vanlíðan eykst. Allt þetta hefur alvarleg áhrif á lífsgæði þeirra sem verða fyrir samfallsbrotum (Kolbrún Albertsdóttir, 2007) (sjá töflu 2). Fræðimenn eru sammála um að dauðs­ föllum fjölgar í kjölfar samfallsbrota í hrygg. Oftast eru þó sjúkdómarnir, sem draga fólk til dauða, af völdum vandamála sem tengjast samfallsbrotunum en ekki af brotunum sjálfum. Forvarnir Þó svo að beinþynning sé ekki beinlínis læknanlegur sjúkdómur er talið að hægt sé að fyrirbyggja hann með heilbrigðum lífsvenjum, svo sem næringarríkum mat, líkamsæfingum og byltuvörnum. Beinvernd er mikilvæg alla ævi hvort sem einstaklingur hefur beinþynningu eða ekki. Nægileg kalk­ og D­vítamínneysla ásamt reglulegum líkamsæfingum er nauðsynleg til að fyrirbyggja beinþynningu. Það eru helst þungaberandi æfingar sem bera uppi líkamsþyngdina sem taldar eru beinverndandi. Þá er talið nauðsynlegt að takmarka reykingar og áfengisneyslu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur í samvinnu við vísindamenn í Sheffield í Bretlandi hannað áhættuforrit (FRAX) þar sem unnt er að reikna 10 ára áhættu á beinþynningarbrotum og mjaðmabrotum með hliðsjón af helstu áhættuþáttum viðkomandi einstaklings (FRAX, 2008; Kolbrún Albertsdóttir og Björn Guðbjörnsson, 2008). Jafnvel þó að beinþynning geti leitt til beinbrota verða flest beinbrot hjá fólki sem er ekki enn komið með beinþynningu samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum um beinþynningu. Byltur í heimahúsum eru ein af aðalástæðum þess að eldra fólk beinbrotnar. Ýmislegt getur aukið þessa hættu, eins og minnkaður vöðvastyrkur vegna kyrrsetu, lyfjanotkun, ofnotkun áfengis, ýmsir langvinnir sjúkdómar, vitræn skerðing og minnkuð líkamsstöðustjórnun vegna skertrar sjónar eða jafnvægisskyns. Þá geta slysagildrur í umhverfinu, til dæmis rafmagns­ og símasnúrur ásamt lausum gólfmottum, léleg lýsing og óhentugur skófatnaður orsakað byltur. Ef hugað er að öllum þessum þáttum mætti fækka byltum verulega. Styrktaræfingar eru góðar fyrir þá sem geta stundað þær og jafnvægisæfingar og byltuvarnir fyrir þá sem þess þurfa. Í þessu sambandi er rétt að benda á byltu­ og beinverndarmóttöku á öldrunarsviði Landspítalans. Lokaorð Undanfarna áratugi hefur orðið vitundarvakning um þann heilsufarsvanda sem beinþynning veldur. Þetta hefur gerst samfara því að miklar framfarir hafa orðið í greiningu og lyfjameðferð beinþynningar (tafla 3). Rannsóknir hafa þó sýnt að heilbrigðisstarfsmenn hafi ónæga þekkingu á sjúkdómnum. Þekking er undirstaða faglegrar umönnunar og þess að hægt sé að tryggja markvissa forvörn og meðferð. Því er mikilvægt að efla kunnáttu heilbrigðisstarfsmanna um beinþynningu og að fræða almenning um sjúkdóminn. Tilgangur þessarar greinar er að upplýsa hjúkrunarfræðinga um orsakir og afleiðingar beinþynningar, sjúkdómsgreiningu, áhættuþætti, forvarnarmöguleika og meðferðartækifæri til þess að þeir geti stuðlað að fækkun beinþynningarbrota og þannig að bættum lífsgæðum skjólstæðinga sinna. Grein þessi tengist rannsóknarvinnu höfunda og dr. Björns Guðbjörnssonar á lífsgæðum kvenna með samfallsbrot í hrygg. Höfundar þakka Birni fyrir góðar ábendingar og yfirlestur þessarar tímaritsgreinar. Tafla 2. Vandamál tengd samfallsbrotum vegna beinþynningar og hreyfingarleysis. Vandamál tengd samfallsbrotum 1. Fleiri brot 2. Herðakistill Lækkun á líkamshæð Minnkuð þangeta lungna Aukin tíðni vélindabólgu og bakflæðis Útlitslýti – herðakistill Þrengir að líffærum í kviðarholi Framstæður kviður 3. Langvinnir verkir 4. Hreyfingarleysi 5. Minnkað sjálfstæði, umönnunarþörf eykst 6. Geðshræring Þunglyndi Kvíði Vandamál tengd hreyfingarleysi 1. Bláæðastasi Blóðsegamyndun Lungnarek 2. Öndunarvandamál Lungnahrun (atelectasis) Lungnabólga 3. Vöðvarýrnun með skertu úthaldi 4. Þvagfærasýkingar 5. Minnkun á beinmagni 6. Geðshræring Þunglyndi Kvíði Heimild: Lemke (2005).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.