Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Síða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Síða 48
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 201044 Erla hafði ekki hugsað sér að læra hjúkrun en fyrir mikla hvatningu móður sinnar, Sigurbjargar Magnúsdóttur, lagði hún út á þessa braut. „Ég fékk það sem kallaðist bólgnir kirtlar bak við lungun þegar ég var þriggja ára. Þetta var berklasmit sem síðan skaut aftur upp kollinum þegar Fríða Björnsdóttir, fridabjornsdottir@gmail.com RUDDI BRAUT SKÓLA­ OG HEILSUGÆSLUHJÚKRUNAR Á SUÐURNESJUM Seint á sjötta áratug síðustu aldar var hvorki að finna skólahjúkrunar­ né heilsugæsluhjúkrunarkonu á Suðurnesjunum. Ung hjúkrunarkona, Erla Svafarsdóttir, sem útskrifaðist úr Hjúkrunarskólanum árið 1954, sinnti þá tveimur ungum börnum og heimili í Njarðvík og hafði alls ekki hugsað sér að fara að vinna úti. En skjótt skipast veður í lofti. Áður en hún vissi af var hún orðin skólahjúkrunarkona við Barnaskóla Keflavíkur. Um leið varð hún frumkvöðull í heilsugæslu utan höfuðborgarsvæðisins og ári síðar kennari í heilsufræði í gagnfræðaskólanum í Keflavík. ég var komin á unglingsár. Þar með missti ég heilt ár úr skóla. Í þá daga var ekki til siðs að fara í skóla með sér yngri krökkum svo ekkert varð úr frekara námi. Krakkar á Suðurnesjum þurftu að fara í burtu ætluðu þeir í framhaldsskóla en það var þó iðnskóli í Keflavík og kennt á kvöldin. Ég fór í hann og lauk bóklega náminu en átti þá eftir að taka iðnnámið sjálft. Aðeins var í boði nám hjá rakaranum og svo hjá skreðara. Ég var fegin þegar rakarinn sagðist vera nýbúinn að ráða lærling og skreðarasaum vildi ég ekki læra.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.