Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Side 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Side 52
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 201048 Elsa B. Friðfinnsdóttir, elsa@hjukrun.is ÁVINNINGUR AF ALÞJÓÐLEGU SAMSTARFI Á KREPPUTÍMUM Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga flutti í lok apríl erindi um alþjóðlegt samstarf á ársþingi breska hjúkrunarfélagsins. Hér eru birt helstu atriði erindisins. ársþingi Breska hjúkrunarfélagsins (RCN) um þann ávinning sem hjúkrunarfélög geta haft af alþjóðlegu samstarfi á krepputímum. FÍH hefur verið aðili að erlendu samstarfi hjúkrunarfélaga áratugum saman. Megináherslan var lengi vel á norrænt samstarf (SSN) og alþjóðlegt (ICN). Evrópusamstarfið jókst síðan til muna þegar FÍH varð fullgildur aðili að Evrópusamtökum hjúkrunarfélaga (EFN) árið 2003. Þátttaka í erlendu samstarfi Erlend systursamtök Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa undanfarna mánuði og misseri sýnt tals verðan áhuga á því hvaða áhrif efnahagshrunið hér á landi hefur haft á heilbrigðis kerfið, hjúkrunarþjónustuna og hjúkrunar­ fræðinga. Almennt er litið svo á að efnahagshrunið hafi verið meira hér en annars staðar og að Íslendingar séu fyrstir þjóða til að fást við hinar alvarlegu afleiðingar hrunsins og hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu. Spurt er meðal annars um hvaða breytingar hafi Rússneskir hjúkrunarfræðingar komu í heimsókn í mars sl. og kynntu sér meðal annars starfsemi félagsins. orðið á heilbrigðiskerfinu, hvaða áhrif aðgerðir stjórnvalda hafi haft á störf og kjör hjúkrunarfræðinga og hvernig félagið hafi brugðist við. Í síðasta tölublaði Tímarits hjúkrunar­ fræðinga var sagt frá blaðagrein sem formaður og alþjóðafulltrúi skrifuðu í vefrit Mannauðsdeildar Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICHRN) um áhrif efnahagskreppunnar á Íslandi á hjúkrun og hjúkrunarfræðinga. Í lok apríl var formanni FÍH boðið að flytja erindi á

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.