Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Page 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Page 56
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 201052 Útdráttur Tilgangur þessarar rannsóknar var að fá lýsandi mynd af líkamlegri, andlegri og félagslegri færni og þörfum aldraðra sem biðu eftir hvíldarinnlögn á öldrunarsviði Landspítala vorið 2007. Einnig var leitast við að kanna væntingar aldraðra og aðstandenda til þjónustunnar. Rannsóknin var megindleg með lýsandi sniði. Úrtakið var 24 einstaklingar sem bjuggu á eigin heimilum og voru á biðlista fyrir hvíldarinnlögn á öldrunarsviði Landspítala. Tekin voru viðtöl við þátttakendur eða aðstandendur þeirra. Notað var RAI­HC­matstæki sem greinir þarfir og styrkleika einstaklinga á ýmsum sviðum og er ætlað heilbrigðis­ og félagsþjónustu. Niðurstöður sýndu að allir þurftu aðstoð við böðun og almennt var mikil þörf fyrir aðstoð við daglegar athafnir. Hjá 16 af 24 hafði orðið afturför í sjálfsbjargargetu við daglegar athafnir síðustu mánuði. Um helmingur þátttakenda var með minnisskerðingu og þurftu margir aðstoð og eftirlit allan sólarhringinn. Af 24 þátttakendum töldu 16 þeirra töldu heilsufar sitt vera lélegt eða sæmilegt. Meðal þátttakenda var andleg vanlíðan, einangrun og einmanaleiki algeng og þátttaka í félagslífi lítil. Álykta má út frá niðurstöðum að þessi hópur aldraðra þarfnist mikillar aðstoðar og að hún sé að miklu leyti veitt af nánasta aðstandanda. Þar sem mikið álag er á aðstandendum er þörf á aukinni heilbrigðis­ og félagsþjónustu fyrir þennan hóp. Hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk gegnir mikilvægu hlutverki við mat á þjónustuþörf þess aldraða og umönnunaraðila hans sem og að leiðbeina um hugsanleg þjónustuúrræði. Lykilorð: RAI­HC, ADL­færni, IADL­færni, umönnunarbyrði, hvíldarinnlögn. INNGANGUR Með vaxandi fjölda aldraðra aukast stöðugt þær kröfur sem gerðar eru til heilbrigðis­ og félagsþjónustu um að finna leiðir til að auka þjónustu við aldraða en um leið að tryggja gæði og hagkvæmni (Pálmi Jónsson o.fl., 2003). Í lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 eru sett markmið sem eiga að gera öldruðum fært að búa heima og lifa eðlilegu heimilislífi eins lengi og kostur er. Enn fremur er meðal aðalmarkmiða í endurskoðaðri heilbrigðisáætlun til ársins 2010 að yfir 80% fólks 80 ára og eldra verði við það góða heilsu að það geti með viðeigandi stuðningi búið heima (Heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið, 2007). Á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins kynnti félags­ og tryggingamálaráðherra áhersluatriði sem unnið verður að í málefnum aldraðra á næstu misserum. Meðal áhersluatriða eru að dagvistar­, hvíldar­ og skammtímarýmum verði fjölgað (Félagsmálaráðuneytið, 2008a). Árið 2005 veitti heilbrigðisráðuneytið heimild fyrir hvíldarinnlögnum á St. Jósefsspítala og á Sólvangi í Hafnarfirði. St. Jósefsspítali fékk heimild fyrir sex hvíldarrýmum í þrjá mánuði sem nýttust 29 einstaklingum. Sólvangur fékk heimild fyrir átta hvíldarrýmum í sex vikur og nýttust þau 21 einstaklingi, bæði Hafnfirðingum og Kópavogsbúum (Heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið, 2005). Haustið 2008 jók félags­ og Ingibjörg Hjaltadóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Sigrún Bjartmarz, Landspítala Díana Dröfn Heiðarsdóttir, Landspítala Steinunn Arna Þorsteinsdóttir, Landspítala MAT Á LÍKAMLEGRI, ANDLEGRI OG FÉLAGSLEGRI FÆRNI OG ÞARFIR ALDRAÐRA SEM BIÐU HVÍLDARINNLAGNAR Á ÖLDRUNARSVIÐI LANDSPÍTALA ENGLISH SUMMARY Hjaltadottir, I., Bjartmarz, S., Heidarsdottir, D., and Thorsteinsdottir, S. The Icelandic Journal of Nursing (2010), 86 (3), 52-59 Functioning and needs of elders waiting for in-hospital respite care The aim of this study is to receive a descriptive picture of the physical, mental, and social functioning and needs of elders waiting for in­hospital respite care at the Division of Geriatric Medicine, Landspitali­University Hospital in the spring of 2007. Furthermore the aim was to explore the expectations of the elders and their relatives to the service. The research was quantitative with a descriptive design. The sample was 24 persons who live in private homes and were on a waiting list for in­hospital respite care. Participants or their relatives were interviewed. The RAI­HC instrument was used as it evaluates needs and strengths of individuals and is intended for health and social services. The findings showed that participants were severely burdened with health problems. All needed some assistance when bathing and most of them needed help in their activities of daily living. Their main caregivers were therefore under a lot of stress. Sixteen out of 24 participants had in the last months experienced a decline in their ability to take care of themselves. Half of the participants had dementia and many of them needed assistance and supervision 24 hours a day. Poor emotional condition was prevalent, isolation and loneliness were common and social participation restricted. The participants were in great need of assistance, most of which came from their closest relative. Increased health and social services are needed for this group. Nurses and other health care workers play an important role in assessing the need of elderly people and their caregivers for service as well as informing about available services. Key words: RAI­HC, ADL, IADL, caregiver burden, in­hospital respite care. Correspondance: steitors@landspitali.is

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.