Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Page 11
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 2013 7
Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala árið 2000 tók hún við stöðu
sviðsstjóra hjúkrunar á lyflækningasviði II en undir það svið heyrðu sérhæfðu
krabbameinsdeildirnar og líknardeildin í Kópavogi. Þá stýrði hún fagráði
krabbameinshjúkrunar á Landspítala fyrstu árin. Kristín lét af störfum sem
sviðsstjóri árið 2009 þegar núverandi stjórnskipulag Landspítala tók gildi en
starfaði með fagráði krabbameinshjúkrunar þar til hún lét af störfum á Landspítala
árið 2012.
Undir stjórn Kristínar síðastliðin 30 ár hefur orðið mikil framþróun í málum
krabbameinshjúkrunar. Sérhæfingin og sérþekkingin hefur stóreflst og þjónusta
við þennan sjúklingahóp á Landspítala hefur byggst upp á heildrænan hátt.
Kristín hefur unnið mjög óeigingjarnt starf í þágu hjúkrunar og verið öflugur
frumkvöðull og talsmaður krabbameinshjúkrunar alla sína tíð.
Fyrir allt þetta og meira til vill fagdeildin heiðra Kristínu sérstaklega. Heiðursfélagar
fagdeildarinnar verða sæmdir gullnælu og henni fylgir æviaðild að fagdeildinni.
Lesa má viðtal við Kristínu Sophusdóttur í 4.tbl. Tímarits hjúkrunarfræðinga 2010.
Fjórtán af átján styrkþegum ásamt þremur úr stjórn vísindasjóðs.
Vísindasjóður Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga
Frá 1994 hafa vinnuveitendur hjúkrunar fræðinga
greitt sem nemur 1,5% af föstum dagvinnulaunum
þeirra í vísindasjóð Félags íslenskra hjúkrunar
fræðinga. Sjóðurinn er í vörslu félagsins og
skiptist í A og Bhluta. Aðild að sjóðnum eiga
allir þeir hjúkrunarfræðingar sem eru félagsmenn
í FÍH og voru í vinnu samkvæmt kjarasamningi
félagsins fyrir 31. desember árið fyrir úthlutun.
Stjórn sjóðsins 20132015 skipa:
Dr. Auðna Ágústdóttir formaður
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, sviðstjóri fagsviðs FÍH
Guðbjörg Guðmundsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun
Hlíf Guðmundsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun og
fulltrúi stjórnar FÍH