Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Qupperneq 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Qupperneq 15
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 2013 11 og siðferðilega dómgreind. Þannig miðar klíníska kennslan að því að nemendur þroskist og nái hæfni sem verðandi hjúkrunarfræðingar til að starfa við flóknar, fjölþættar og breytilegar aðstæður. Grundvallaratriði þess að þroskast sem fagmanneskja er að njóta öflugrar leiðsagnar við raunverulega greiningu og úrlausn siðferðilegra álitamála, samhliða því að læra að axla þá ábyrgð sem felst í hjúkrunarstarfinu (Benner o.fl., 2010). En hvað þarf svo til þess að nemendur geti öðlast færni og öryggi á þessum sviðum? Skapa þarf nemendum skilyrði til hágæða­ náms þar sem þeir tileinka sér fræði­ lega þekkingu með klínískum æfingum undir faglegri leiðsögn og beinni kennslu sérfræðinga í hjúkrunarfræði. Náminu þarf að hagræða á þann hátt að styrkleiki styrkur, sérstaða og áhugasvið hvers og eins nema fái að njóta sín. Flytja þarf áherslur í kennslunni frá því að byggjast á beinum fyrirlestrum í kennslustofum til þess að vera lausnarmiðað nám í verknámsstofum, umræðu­ og vinnu­ hópnum og ekki síst bein kennsla á klínískum vettvangi. Benda má á að sú kynslóð, sem nú er að stíga sín fyrstu skref inn í háskóla, hefur meira vald á tölvum og upplýsingatækni en nokkur önnur kynslóð. Þessi hæfileika hefur hún öðlast með því að fá upplýsingar um grunnatriði og síðan að prófa sig áfram og sjá áhrif eða afleiðingar nánast um leið; á ensku nefnist þetta „learning by doing“. Yfirfærsla á slíkri aðferð við kennslu á klínískum vettvangi í hjúkrunarnámi þýðir það að nemandinn öðlast dýrmæta reynslu sem lærlingur, meðal annars með því að fylgjast með hæfum hjúkrunarfræðingi vinna ákveðin verk og síðan að fá að framkvæma þau sjálfur (Benner o.fl., 2010). Tryggja þarf að nemandinn öðlist færni og öryggi í að meta hvað eru aðalatriði og hvað ekki. Þess vegna ber brýna nauðsyn til að klíníska kennslan fari fram undir markvissri leiðsögn. Nemendur læra þannig að beita þekkingu sinni, meðal annars í beinum samskiptum við sjúkling, við upplýsingasöfnun um sögu sjúklings, heilsufarsvandamál og þess háttar. Þeir greina vandamál, velja viðeigandi meðferð eða úrræði, forgangsraða þeim og meta árangur. Enn fremur læra þeir að koma vitneskju sinni áfram til samstarfsfólks síns. Slíkt nám krefst augljóslega öflugrar kennslu og samræðna við fagfólk sem er nemendum fyrirmyndir til framtíðar. Á öllum stigum námsins þarf að leggja ríkari áherslu á þjálfun í klínískri ákvarðana töku og forgangsröðun verk­ efna fyrir skjól stæðinga sem glíma við æ flóknari heilbrigðisvandamál. Á seinni stigum náms þarf að kenna og rækta leiðtogahæfileika og færni til sjálf stæðra vinnubragða, svo sem að skipuleggja hjúkrunarmeðferð sjúklinga, vinna í teymisvinnu og útdeila verk­ efnum, samhliða færni til starfa í flóknum þjónustukerfum. Mikilvægt er að umsjónar kennari, sérfræðikennari og deildar kennari undir búi námið vel og vinni sem teymi við að út færa þau verk­ efni sem nemendur eiga að takast á við með það að mark miði að efla gæði kennslu á vettvangi og tengja þannig saman faglega þekkingu og verklega færni (Emerson, 2007). Breytingar á fyrirkomulagi og áherslum Mörgu þarf að breyta til þess að nemendur í grunnnámi í hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands fái notið kennslu í raunverulegri merkingu þess orðs og eins og þeim ber samkvæmt þeim forsendum sem akademískt nám í hjúkrunarfræði gerir tilkall til. Til þess að svo geti orðið verður að gera grundvallarbreytingar á fjárveitingu til námsins. Fjárveiting til náms í hjúkrunarfræði þarf einfaldlega að miðast við eðli klínísks náms í starfsmiðaðri fræðigrein. Þá fyrst verður hægt að breyta fyrirkomulagi klínískrar kennslu. Til háskólans þarf að ráða hóp sérfræðinga í hjúkrun í hlutastörf. Vísir að því hafði þróast fyrir nokkrum árum en tók skjótan enda í efnahagshruninu. Sem hluti af kennaraliði hjúkrunarfræðideildar myndu sérfræðikennarar vinna meira en nú er með umsjónarkennurum að skipulagningu og rekstri námskeiða sem hafa klíníska kennslu að meginhlutverki. Samhliða þessu ber brýna nauðsyn til að skapa hjúkrunarfræðingum á háskólasjúkrahúsi og í heilsugæslu mögu leika til að uppfylla skyldur sínar við að leiðbeina hjúkrunarfræðinemum og samtímis möguleika til að starfa sem fagmanneskjur sem eru virkar í að leiðbeina og hafa áhrif á þróun eigin fræðigreinar. Lokaorð Mikil þekking er til staðar um hágæðanám í hjúkrunarfræði. Á undanförnum áratugum hefur verið leitast við að hagnýta þá þekkingu sem best má verða. Að mörgu leyti hefur tekist vel til. Hins vegar er orðið á brattann að sækja síðustu árin og augljóst að umbylta þarf fjárveitingum til námsins. Fjárveitingar, sem fyrir efnahagshrun voru álitnar óeðlilegar litlar, hafa síðan þá minnkað um þriðjung. Með fullnægjandi tilskildu fjármagni verður hægt að skapa aðstæður þar sem nemendur undir handleiðslu færra hjúkrunarfræðinga öðlast færni og öryggi í að veita hágæðahjúkrun. Á slíkum forsendum getur hjúkrun haldið áfram að vera meginstoð íslensks heilbrigðiskerfis. Helga Jónsdóttir er prófessor í hjúkrunar­ fræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs langveikra fullorðinna á Landspítalanum. Þóra Jenný Gunnarsdóttir er dósent í hjúkrunar fræði við Háskóla Íslands. Birna G. Flygenring er lektor í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Auður Ketilsdóttir er klínískur sérfræðingur í hjúkrun hjartasjúklinga á LSH og sérfræðikennari í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Marianne E. Klinke er hjúkrunarfræðingur á taugalækningadeild LSH og doktorsnemandi og sérfræðikennari í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Þorbjörg Sóley Ingadóttir er klínískur sér­ fræðingur í hjúkrun langveikra lungn asjúklinga á LSH og klínískur lektor í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Heimildir Benner, P., Sutphen, M., Leonard, V., og Day, L. (2010). Educating nurses. A call for radical transformation. San Francisco: Jossey­Bass on behalf of The Carnegie Foundation for the Advancement of Teaching. Committee on the Robert Wood Johnson Foundation Initiative on the Future of Nursing at the Institute of Medicine (2008). The future of nursing. Leading change, advancing health. Washingtonborg: Institute of Medicine of the National Academies og The National Academies Press Sótt 8. janúar 2013 á http:// books.nap.edu/openbook.php?record_ id=12956. Emerson, R.J. (2007). Nursing education in the clinical setting. St. Louis: Mosby.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.