Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 25
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 2013 21 ríkistjórn viðurkenndi að kynbundinn launamunur væri til staðar hjá ríkinu og fór af stað með átak sem fólst í því að jafna þennan kynbundna launamun. Ólafur minnti á að hjúkrunarfræðingar eru fjölmennasta heilbrigðisstéttin og máttarstólpar heilbrigðiskerfisins og það afl, sem býr í stéttinni, hefði komið vel í ljós síðastliðinn vetur. Að lokum hvatti Ólafur hjúkrunarfræðinga til að sameina krafta sína, óháð starfvettvangi, standa saman og mynda þannig öflugan hóp fagmanna, með mikla þekkingu, framúrskarandi menntun og faglega færni, hóp sem er ómissandi í heilbrigðiskerfinu, hóp kraftmikilla hjúkrunarfræðinga. Með öflugri samstöðu og samvinnu væru hjúkrunarfræðingum allir vegir færir, hvort heldur í kjarabaráttu eða eflingu hjúkrunar á Íslandi. Að loknu ávarpi Ólafs afhenti Elsa B. Friðfinnsdóttir, fráfarandi formaður, honum lykla að skrifstofu formanns. Önnur mál Undir liðnum önnur mál kynnti Vigdís Hallgrímsdóttir, formaður ímyndarhóps FÍH, nýtt vegg spjald með gildum félagsins, sem samþykkt voru á aðalfundi félagsins 2011, svo og útlit á bæklingi sem inni­ heldur stefnu félagsins í hjúkrunar­ og heilbrigðismálum 2011­2020. Gunnar Helgason lagði fyrir fundinn tillögu um að aðalfundur beindi því til stjórnar að efna til umræðu og skoðanakönnunar meðal félagsmanna um nafn félagsins svo og að fela stjórn að skoða hugsanleg nöfn, kostnað við að breyta nafni félagsins og að fá hönnuð til að breyta merki félagsins. Tillagan var samþykkt. Tvær ályktanir voru samþykktar, önnur um kjaramál og hin um áhrif og hlutverk hjúkrunarfræðinga í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Að lokinni lögbundinni dagskrá ávarpaði Elsa fundinn og kvaddi félagsmenn með því að rifja upp helstu verkefni félagsins síðastliðinn áratug. Guðlaug Rakel, formaður fagdeildar hjúkrunarstjórnenda, kvaddi sér hljóðs og þakkaði Elsu fyrir farsælt samstarf og störf hennar í þágu hjúkrunar fræðinga bæði hérlendis og erlendis og færði henni blóm frá fag­ deildinni um leið og hún óskaði henni velfarnaðar í framtíðinni. Að lokum færði Ragnheiður Gunnars­ dóttir, varaformaður félagsins, þeim Elsu og Ólafi blóm og nýr formaður sleit aðalfundi FÍH 2013. Fyrsta verk Ólafs B. Skúlasonar sem nýr formaður var að slíta aðalfundinum. Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunar fræðinga (FÍH), haldinn á Hótel Natura föstudaginn 31. maí 2013, fagnar stefnu yfirlýsingu nýrrar ríkis stjórnar í velferðarmálum. Hjúkrunarfræðingar gegna lykil hlut- verki í að auka lífsgæði landsmanna með forvörnum fyrir sam félagshópa, bættri lýð heilsu og fyrir byggingu og meðhöndlun einkenna lang veikra sjúklinga. Jafnframt eru hjúkrunar- fræðingar leiðandi í fræðslu, heilsu - eflingu og slysa vörnum. Aðalfundur FÍH hvetur stjórnvöld til að efla hlutverk heilsugæslu sem fyrsta við komustaðar í heil brigðiskerfinu. Auka þarf upp lýsinga gjöf til almenn- ings og efla vakt þjónustu í grunn - þjónustu heil brigðis kerfisins til að tryggja að þjónustan sé veitt á við- eigandi þjónustustigi. Tryggja þarf að fjármagn fylgi verkefnunum. Hjúkrunar- fræðingar eru reiðu búnir að taka að sér fleiri verkefni í heil brigðis þjónustunni sem snúa að framan greindum lykil- verk efnum í heilsu gæslu ásamt því að stýra áfram upp byggingu á gæða- þjónustu og með ferð á hjúkrunar- heimilum og á sjúkra stofnunum. Langveikum og öldruðum fjölgar ört næstu áratugi. Því er afar brýnt að stjórnvöld auki aðgang að hjúkrun í samfélaginu fyrir þessa hópa á sér- hæfðum göngudeildum, innan heima hjúkrunar og heilsu gæslu. Virkja þarf þann mannauð sem felst í menntun og færni hjúkrunar- fræðinga. Hjúkrunar fræðingar telja tímabært að endur skoða verka- skiptingu innan heilbrigðis kerfisins. Hjúkrunar fræðingar hafa í áratugi gegnt aðal hlutverki í samhæfingu umönnunar sjúklinga með því að skipu leggja og veita hjúkrun á sjúkra- húsum, hjúkrunarheimilum, heilsu- gæslustöðvum og víðar. Sérfræðingar í hjúkrun hafa menntun og færni til að taka að sér enn stærri verkefni í að stýra þjónustu við sjúklinga hópa á Íslandi, hvort sem um er að ræða grunnþjónustu eða sérhæfða þjónustu. Rannsóknir hafa sýnt að árangurinn af slíkum verkefnum er aukin gæði þjónustu, lægri kostnaður og bætt aðgengi sjúklinga að þjónustu. Það mun skila sér í aukinni velferð til lengri tíma. Ályktun um áhrif og hlutverk hjúkrunarfræðinga í heilbrigðiskerfinu á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.