Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 26
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 201322
Á vormánuðum er fjöldinn allur af frídögum í miðri viku. Í daglegu
tali kallast þeir rauðir dagar. Kjarasvið FÍH vill því koma eftirfarandi
á framfæri til félagsmanna og hvetur þá til þess að fara vel yfir
launaseðla undanfarinna mánaða.
RAUÐIR DAGAR
Vetrarfrí (helgidagafrí): Á við um hjúkrunar fræðinga í 50100% starfi.
Hjúkrunarfræðingur í fullu starfi, sem vinnur á reglubundnum vöktum
og skilar að jafnaði 40 klst. vinnu á viku allt árið, getur fengið frí í 88
vinnuskyldustundir á ári miðað við heils árs starf. Hjúkrunar fræðingur
í hlutastarfi, þó ekki minna en 50%, hefur sama rétt til leyfis. Lengd
leyfisins reiknast sem hlutfall af 88 vinnuskyldustundum miðað við
starfshlutfall. Starfsmaður þarf að tilkynna vinnuveitanda/launaskrifstofu
ósk um ávinnslu helgidagafrís fyrir 1. desember. Óski hann eftir að
breyta vali sínu á milli greiðslna og helgidagafrís ber að tilkynna það
með sama hætti. Ávinnsla leyfisins miðast við almanaksárið. Vinnu,
sem fellur á rauða daga, skal auk þess launa með vaktaálagi sé þessi
kostur valinn.
Yfirvinnugreiðsla og bæting vegna sér stakra frídaga og stórhátíðardaga:
Þeir vaktavinnumenn, sem ekki eiga rétt á eða kjósa að nýta ekki rétt
sinn til vetrarfrís, eiga rétt á eftirfarandi uppgjörsmáta:
Greitt er samkvæmt vaktskrá yfirvinnu kaup fyrir vinnu á sérstökum
frídögum og stórhátíðardögum, þó aldrei minna en 8 klst. fyrir skráðan
vinnudag miðað við fullt starf.
Bættur (í daglegu tali nefnt bæting) skal hver dagur sem ekki er
skráður sem vinnu dagur á vaktskrá og fellur á sérstakan frídag eða
stórhátíðardag annan en laugar dag eða sunnudag (laugar dagur fyrir
páska er þar undan skilinn) með greiðslu yfirvinnukaups í 8 klst.
Undanskildir eru aðfangadagur og gamlársdagur sem bættir eru með 4
klst. miðað við fullt starf og hlutfallslega miðað við starfshlutfall.
Dæmi: Nú ber 17. júní upp á mánudag. Starfsmaður í 80% starfi á frí þann
dag en skilar engu að síður 32 stunda vinnuviku þessa viku. Bæta þarf
því vaktavinnumanninum 17. júní svo hann fái sömu vinnuvikustyttingu
vegna aukafrídags eins og dagvinnumenn fá. Bætingin nemur 80% af
8 klst. eða 6,4 klst. sem greiðast á yfirvinnutímakaupi. Þar með er búið
að greiða yfirvinnu vegna aukinnar vinnuskyldu vaktavinnu mannsins
þessa viku.
Cecilie B.H. Björgvinsdóttir er sviðstjóri kjara og réttindasviðs.
Himnaför Jesú eftir Benvenuto Tisi da Garofalo. Myndin var
máluð um 1520 og er til sýnis í Galleria Nazionale d’Arte Antica
í Rómaborg. Uppstigningardagur er á fimmtudegi fjörutíu dögum
eftir páska og tíu dögum fyrir hvítasunnu.
Cecilie B.H. Björgvinsdóttir, cecilie@hjukrun.is
Íbúprófen
Portfarma
• Nettar töflur
• Auðvelt að brjóta í tvennt
• Þægilegar til inntöku
Nú einnig í 50 stk.
pakka í lausasölu
Íbúprófen Portfarma 400 mg filmuhúðaðar töflur. 30 eða 50 stk. í pakka.
Ábendingar: Iktsýki (liðagigt), liðhrörnun. Tíðaverkir án vefrænna orsaka. Vægir til meðalmiklir verkir. Hiti hjá fullorðnum og unglingum. Börn 6-12 ára (>20 kg): Bráðir verkir og hiti í tengslum við kvef. Ábendingar varðandi börn eiga aðeins við um 200 mg skammt. Skammtar og lyfjagjöf: Meðferðina
á að hefja með minnsta mögulega virka skammti, þannig að hægt sé að aðlaga hann síðar samkvæmt svörun sjúklings og hugsanlegum aukaverkunum. Við langtímameðferð þarf að miða að því að viðhaldsskammtur sé lítill. Aukaverkunum má halda í lágmarki með því að nota minnsta virka skammt
og skemmsta mögulega meðferðartíma við einkennum (sjá kafla 4.4). Fullorðnir og unglingar (12 ára og eldri): Gigtarsjúkdómar: Venjulegur skammtur er 400-600 mg þrisvar sinnum á sólarhring. Tímabilið á milli skammta ætti að vera a.m.k. 4-6 klst. Hægt er að taka fyrsta skammtinn á fastandi maga
til þess að draga hraðar úr morgunstífleika. Minnka skal skammta hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Hámarkssólarhringsskammtur er 2.400 mg. Tíðaverkir: Ein 400 mg tafla 1-3 sinnum á sólarhring eftir þörfum. Tímabilið á milli skammta ætti að vera a.m.k. 4-6 klst. Meðferðina á að hefja við
fyrstu merki um tíðaverki. Vægir til meðalmiklir verkir: Stakur 200 mg-400 mg skammtur 3-4 sinnum á sólarhring. Tímabilið á milli skammta ætti að vera a.m.k. 4-6 klst. Ekki hefur verið sýnt fram á viðbótar verkjastillandi verkun eftir stakan skammt stærri en 400 mg. Hiti hjá fullorðnum og unglingum:
200 mg-400 mg skammtur 1-3 sinnum á sólarhring eftir þörfum. Börn 6-12 ára (>20 kg): Bráðir verkir og hiti í tengslum við almennt kvef: 200 mg 1-3 sinnum á sólarhring. Tímabilið á milli skammta ætti að vera a.m.k. 4-6 klst. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem
talin eru upp í kafla 6.1. Saga um ofnæmisviðbrögð (t.d. astma, nefslímubólgu, ofsakláða eða ofnæmisbjúg) við asetýlsalisýlsýru eða öðrum bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID). Saga um blæðingar eða sáramyndun í meltingarvegi í tengslum við fyrri meðferð með bólgueyðandi gigtarlyfja. Virkt
magasár/blæðingar eða saga um endurtekin magasár/blæðingar (tvö eða fleiri aðgreind tilvik sáramyndunar eða blæðinga). Aukin blæðingartilhneiging. Alvarleg hjartabilun, alvarlega skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi (sjá kafla 4.4). Síðasti þriðjungur meðgöngu (sjá kafla 4.6). Frjósemi, meðganga og
brjóstagjöf: Notkun íbúprófens getur dregið úr frjósemi og því er ekki mælt með notkun þess hjá konum sem eru að reyna að verða barnshafandi. Á fyrsta og öðrum þriðjungi meðgöngu skal ekki að gefa íbúprófen nema brýna nauðsyn beri til. Ekki á að nota íbúprófen síðustu þrjá mánuði meðgöngu.
Forðast skal inntöku bólgueyðandi gigtarlyfja ef hægt er við brjóstagjöf. Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla: Ef aukaverkanir svo sem sundl, svefnhöfgi, þreyta og sjóntruflanir koma fram á sjúklingur hvorki að aka né stjórna vélum. Laktósi: Lyfið inniheldur laktósa. Markaðsleyfishafi: Portfarma
ehf. Borgartúni 26. 105 Reykjavík. Dagsetning endurskoðunar textans: 23. apríl 2013. LESIÐ LEIÐBEININGAR Á FYLGISEÐLI VANDLEGA FYRIR NOTKUN LYFSINS.
• Hitalækkandi
• Verkjastillandi
• Bólgueyðandi