Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Side 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Side 28
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 201324 Það var um vorkvöld að hópur hjúkrunarfræðinga ákvað að stefna saman á Laugavegsgöngu að ári. „Bruncharar“ er klúbbur 13 hjúkrunarfræðinga á aldrinum 38­41 árs sem voru saman í hjúkrunarnáminu og útskrifuðust árið 2000. ÞRUMUR Á LAUGAVEGINUM Klúbburinn hittist hið minnsta einu sinni í mánuði og þá eru rædd öll mál milli himins og jarðar, en ekkert er prjónað. Þetta eru mjög mikilvægir fundir sem eru haldnir heima hjá einni úr hópnum í senn. Það er leynd yfir því hvernig röðin er og ein okkar heldur utan um hana. Í gegnum tíðina höfum við bundist sterkum vinaböndum. Í hópnum eru ljósmæður sem hafa tekið á móti börnum Helga Atladóttir, helgaatla@hotmail.com sem hafa fæðst inn í klúbbinn. Þetta eru í raun fjórir lokaverkefnishópar sem ákváðu að hittast eftir útskrift og hafa haldið því áfram. Hópurinn hélt upp á 10 ára útskriftarafmæli með því að fara til New York­borgar og var það einstaklega vel heppnuð ferð og skemmtileg í alla staði. Við erum kátar og hressar konur sem hafa gaman af því að vera saman, hvort sem er til að hlæja eða gráta. Við höfum ávallt jákvæðnina að leiðarljósi og hún kemur okkur langt. Þegar rædd voru viðfangsefni sumarsins 2012 kom ýmislegt til greina. Nokkrar voru farnar að ganga á fjöll og heillaði svoleiðis frí hópinn. Hann fer meðal annars saman í húsmæðraorlof einu sinni á ári og einnig er árviss útilega þar sem makar og börn koma með. Árshátíð

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.