Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Qupperneq 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Qupperneq 33
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 2013 29 Forsíða stefnubæklings. Dæmi um framsetningu á stefnu. Veggspjald eða auglýsing þar sem áhersla er lögð á gildi hjúkrunar og innihald stefnu FÍH í hjúkrunar­ og heilbrigðismálum. Veggspjald eða auglýsing þar sem áhersla er lögð á að draga fram fjölbreyttan starfsvettvang hjúkrunarfræðinga. 2. Stefnubæklingur Ný stefna í hjúkrunar­ og heilbrigðismálum verður gefin út í 20 blaðsíðna bæklingi í A5­broti. Stefnan verður aðgengileg á vef félagsins en einnig verður hún prentuð í litlu upplagi. Uppbygging hennar er aðgengileg þar sem hverjum málaflokki er gefin ein opna. Þar er sett fram stefna félagsins í viðkomandi málaflokki og þær aðgerðir, sem fylgja henni, tilgreindar. 3. Önnur útgáfa Hugmyndir Magnúsar Loftssonar hönnuðar og ljósmyndir Önnu Gyðu Gunnlaugsdóttur hafa fætt af sér fleiri hugmyndir sem félagið getur nýtt sér í ímyndarvinnu. Auglýsing, sem birtist í Fréttablaðinu í tengslum við alþjóðadag hjúkrunar 12. maí síðastliðinn, var til að mynda afurð þessa verkefnis. Meðfylgjandi myndir eru tillögur sem mætti nota í sambærilegum tilgangi í nánustu framtíð.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.